Heima er bezt - 01.01.1956, Side 32

Heima er bezt - 01.01.1956, Side 32
Heima ---er bezt Nr. 1-2 30 Benj amín Franklín Framhald af bls. 23. ----------------------- loks urðu útkljáð með ófriði, var hann sjálfur mjög eindreginn friðarsinni. í bréfi til eins vinar síns kemst hann svo að orði: „Daglega auðnast oss nýjar uppgötvanir í náttúrufræðinni, mætti oss aðeins auðnast ein í siðaspekinni: að sýna hvernig þjóð- irnar megi jafna kærumál sín, án þess að skera hver aðra á háls. Hvenær ætli mannleg skynsemi verði svo vitur, að hún sjái, hversu nytsöm sú upp- götvun væri?“ í samræmi við þessa skoðun sína vildi Franklín að lögleitt yrði í alþjóðarétti, að þegar ekki yrði komizt hjá ófriði, skyldi engum varnar- lausum granda. Að loknum störfum sínum í Evrópu hélt Frank- lín heimleiðis til Bandaríkjanna árið 1785. Var honum nú fagnað meira en nokkru sinni fyrr. Þótt aldurinn væri hár, fékk hann ekki dregið sig í hlé frá opinberum störfum, heldur hlóðust á hann fleiri trúnaðarstörf en nokkru sinni fyrr; þannig var hann kosinn forseti fylkisstjórnar Pennsylvaníu og um leið forseti bæjarstjórnar Philadelphiu. Hann átti sæti á stjórnlagaþingi Bandaríkjanna, og er talinn hafa átt drýgstan þátt í samningu stjórnarskrár þeirrar, sem staðið hefir með litlum breytingum til þessa dags, enda koma fram í henni þau sjónar- mið, sem hann hafði sett fram löngu fyrr. Enn sem fyrr átti hann frumkvæði og þátt í stofnun ýmissa mannúðar- og menningarfyrirtækja, og síðasta árið, sem hann lifði, hóf hann skelegga baráttu fyrir af- námi þrælahalds, en varð lítt ágengt. Aldurinn var nú orðinn hár. Árið 1788 dró hann sig í hlé frá opinberum störfum, fyrir aldurs sakir, og hann andaðist 17. apríl 1790. Þegar litið er yfir æfi Benjamíns Franklíns, hljót- um vér að undrast, hverju hann fékk áorkað. En ef sagan er skoðuð ofan í kjölinn, verður það allt skiljanlegra. í honum fóru saman óvenjulegar gáf- ur, og þó ef til vill enn óvenjulegri skaphöfn. Á ungum aldri gerði hann sér ljóst, að ekkert var manninum meira keppikefli en að verða góður mað- ur og dyggðauðugur, og hann einsetti sér að kapp- kosta það eftir megni. En í fyrstu komst hann að raun um, að þetta var torveldara, en það sýndist í fljótu bragði. Og hann sá, að hið góða gæti ekki grundvallast, nema það yrði að vana. Til þess að venja sig af ósiðum tók hann það ráð, sem vera mun furðu einstætt í sögunni. Hann skipti hinu góða, sem hann ætlaði að innræta sér, í 13 dyggðir: Hófsemi, þögn, reglusemi, einbeittni, sparsemi, iðni, hrcinskilni, réttlœti, meðalhóf, hreinlæti, jafnaðargeð, skirlifi, lítillæti. Til þess að venja sig á þessar dyggðir, gerði hann sér lítið kver og strik- aði það með sjö langstrikum, fyrir vikudagana, og þrettán þverstrikum fyrir dyggðirnar, þannig að hver dyggð átti sinn reit á hverjum degi vikunnar. .4 hverju kveldi gerði hann upp reikninginn, hversu oft hann hefði brugðizt dyggðum þessum, og merkti með punktum í tilsvarandi reiti. Hann setti sér einnig, að einbeita sér við iðkun einnar dyggðar í hverri viku, og tók þær þannig hverja á eftir ann- arri. Fremst í bókina skrifaði hann eftirfarandi bæn, „þar eð ég vissi“, eins og hann segir, „að Guð er uppspretta alls vísdóms“: „Gæzkuríki faðir, miskunnsami leiðtogi. Glæð hjá mér þá vizku, sem leiðir í ljós hvað mér er fyrir beztu. Styrktu mig í því að fara eftir þeim leiðbeiningum. Þigg þú það, sem ég geri vel, handa öðrum börnum þínum. Það er eina endurgjaldið, sem ég get innt af hendi fyrir náð þína.“ Enda þótt Franklín yrði að vísu að játa sig ófullkomnari en hann hefði óskað, tók hann samt eftir, að lífsreglur þessar gerðu hann að betri manni og greiddu götu hans. Þessvegna skrifar hann í elli sinni: „Ég vil að niðjar mínir viti, að það sé næst Guðs hjálp þetta smáræði, sem ættfaðir þeirra átti að þakka stöðuga gæfu, sem honum hefir hlotn- azt um 79 ár, þegar hann skrifar þetta.“ Þrátt fyrir þetta var Franklín aldrei talinn trúaður maður á kirkjulega vísu, og taldist ekki til nokkurs safnaðar- félags, eða rækti almenna kirkjusiði. Er þó auðsætt, að guðstrú hans hefir verið innilegri, en margra þeirra sem fastast halda við játningarnar og safn- aðarstörfin. Æfisaga Franklíns, er hann sjálfur reit, er sem fyrr segir eitt af merkisritum heimsbókmenntanna. Jón Sigurðsson taldi hana svo mikilsvirði, að hann þýddi sjálfur útdrátt hennar og lét Bókmenntafé- lagið gefa út handa íslendingum 1839. Síðan lét Tryggvi Gunnarsson Þjóðvinafélagið gefa hana út 1910. Láta báðir þessir ágætismenn í ljós aðdáun sína á sögunni og mikilvægi þess, að hún verði kunn íslendingum. Loks gaf Prentsmiðja Austurlands söguna út óstytta 1947, í þýðingu læknanna Guð- mundar Hannessonar og Sigurjóns Jónssonar. Fer hinn síðarnefndi um hana þessum orðum í formála: „Fer tæpast hjá því, að íslendingur, sem kynnir sér sögu Franklíns og ævistarf, minnist Jóns forseta Sigurðssonar því að um svo margt svipar þeim sam- an. Sami er óþreytandi áhuginn á því, að efla al-

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.