Heima er bezt - 01.01.1956, Side 33

Heima er bezt - 01.01.1956, Side 33
Nr. 1-2 Heirna si -----------------------------------er bezt--------------------------------- menningsheill á sem flestum sviðum, sama er vammleysið, jafnt í stjórnmálaþátttöku sem einka- lífi, og að öðrum þræði eru þeir báðir sístarfandi að fræðaiðkunum og vísinda, hvenær sem tóm gefst til." Undir þessi orð hygg ég flestir geti tekið, og því er oss íslendingum hollt að minnast þessa merk- ismanns, sem um var sagt á sínum tíma: „Hann hreif eldinguna af himninum og veldissprotann úr hendi harðstjórans.“ Hekluförin 1905 Framhald af bls. 21. -------------------- æfinga, og á eina slíka æfingu var nafnkunnasta söngstjóra borgarinnar, Lars Sörös. boðið, til að hlusta á kórinn. Mun hann sennilega ekki hafa búizt við miklu, því að undrun hans leyndi sér ekki, er við hófum sönginn, og eftir að flokkurinn hafði sungið 3 eða 4 lög, þar á meðal norska þjóð- sönginn, kom karl með útbreiddan faðminn móti Magnúsi Einarssyni og bauð hann velkominn með flokkinn og óskaði honum til hamingju með þessa söngför, sem verða mundi sigurför. Svo hófust samsöngvarnir, og mun flokkurinn hafa sungið 4 sinnum í Bergen, og allt af við ágæta aðsókn. Þá var haldið til Voss og sungið þar einu sinni, og síðan til Stafangurs og Haugasunds, og sungið þar þrisvar á hvorum stað við ágæta aðsókn, og enn betri undirtektir. Og yfirleitt tóku Norð- menn kórnum ágætlega. Þeir sóttu vel samsöngvana, ávörpuðu kórinn margsinnis, buðu hann velkom- inn og þökkuðu honum komuna. En af þeim ávörp- um verður minnisstæðust ræða Lars Eskelands skóla- stjóra á Voss, er snert mun hafa eftirminnilega alla viðstadda. í Haugasundi fékk flokkurinn ekki að búa í gistihúsi, heldur vorum við gestir ýmissa góð- borgara bæjarins; sýndi góðtemplarareglan þar okk- ur mikla virðingu og vinsemd, meðal annarra. Al- staðar þar, sem flokkurinn söng, voru honum haldnar dýrindis veizlur, og heimboðunum rigndi yfir hópinn. Og þótt allar veizlurnar væru hinar ágætustu, bar samt ein þeirra af. Hana hélt hinn riki Falk í Stafangri, grosserer Falk, eins og hann var kallaður. Þar var allt stórmenni borgarinnar saman komið Heklu til heiðurs. Þótti okkur þar mikið um dýrðir, og höfðum við aldrei fyrr séð slíka við- höfn, né neytt slíkra kræsinga. En dómar blaðanna um sönginn voru þó að sjálfsögðu fyrir mestu, og eftir þeim var beðið með mestum spenningi, sem að líkum lætur, og þá eink- um þeim fyrstu. En eftir fyrsta samsönginn í Berg- en, byrjaði eitt blaðið þannig söngdóm sinn: Det var med spenningi, og inkja utan otta, at me venta paa fyrste konserten deira, men mann turva inkje meir en höyra de fyrste strofarne, saa var den sorgen slökt. Þetta munu allir skilja. Þeir áttu ekki von á miklu og voru hálf kvíðnir okkar vegna, en sá kvíði hvarf gjörsamlega, er þeir höfðu heyrt fyrsta lagið. Og yfirleitt var dómur blaðanna sá, að kórinn syngi vel. Þau dáðu raddstyrk hins fámenna flokks, og þótti gott samræmi í þeim styrk milli radda. En nokkuð fannst sumum áskorta með styrkbreyting- ar. Sum blöð höfðu líka orð á því, að flest lögin voru nokkuð þunglamáleg, en jafnframt geðþekk og sum mjög fögur, eins og t. d. Systkinin, eftir Bjarna Þorsteinsson, og Gröfin, eftir Sigfús Einars- son. Mátti Hekla yfirleitt vel við þessa dóma una. Þeir urðu betri en búast mátti við, og var nú þegar ljóst, að þessi fyrsta söngför íslenzks söngflokks hafði heppnazt mjög vel og orðið sigurför. Það hefði því verið óhætt, eftir viðtökunum á vesturströndinni, að Hekla hefði haldið suður á bóginn, enda höfðu sum Oslóarblöðin gert ráð fyr- ir því, en af því varð þó ekki, og bar sitthvað til. í'fyrsta lagi hafði ekki verið gert ráð fyrir Oslóar- för, nema þá undir sérstökum kringumstæðum. í öðru lagi voru allar ferðir landa á milli þá mjög strjálar og óhentugar, ef farið yrði þangað, en tím- inn líka orðinn óhentugur, þar sem komið var fram í desember, og ekki dugði að lenda á flæði- skeri með farareyri heim. Og svo bættist það ofan á, að höfuðborgin var með mikil hátíðahöld á prjónunum og viðbúnað vegna konungskomunnar, sem framundan var. Þess vegna, og þrátt fyrir ein- hvern skoðanamun, var ákveðið að halda heim með litlu eimskipi, sem Egill hét og var um fjölda ára í förum milli Noregs og íslands. Ef sæmilega gengi, yrði flokkurinn kominn til Akureyrar um miðjan desember. í síðustu veizlu, sem Heklu var haldin, og bæjar- stjórnin í Haugasundi stóð að, var því yfirlýst að flokknum mundi gefin gjöf til minningar um þessa fyrstu söngför frá Islandi. Kom sú gjöf sumarið eft- ir, og var forkunnar fagur fáni, með nafni flokks- ins áletruðu á rautt silki en hinum megin málverk, mynd af fálka sem situr á kletti og horfir út yfir hafið. Fylgdi þessari veglegu gjöf ávarp, undirritað af fjölda manns. Var flokknum þannig í verki sýnd- ur mikill sómi o°r vinarhusfur. Os; öll hafði fram- o o o

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.