Heima er bezt - 01.01.1956, Side 36
34
Þetta er þó bara skratti löguleg hnáta, og ætti ekki
að vera í vandræðum með að fá lagsmenn við sitt
hæfi.
Lágvaxin, dökkhærð, þéttholda hnyðra, fjörleg,
liispurslaus og sennilega lífsreynd í bezta lagi. Full-
komin andstæða mágkonu minnar.
Bróðir minn hafði ekki hlífst við, að taka dæmi
hreint og beint af sjálfum sér. Já, hún mundi lík-
lega vera nokkuð útundir sig, stúlkan.
Líklega mundi ráðning gátunnar sú, að hún sé
svo lífsreynd, þrátt fyrir ungan aldur, að hún kæri
sig ekki um aðra en þroskaða og veraldarvana menn.
Það gæti verið ómaksins vert, að kynnast slíkum
kvenmanni, já, í rauninni töluvert freistandi.
Það má ef til vill með sanni segja, að maður eigi
á baki að sjá æskunni, með öll sín tækifæri. En það
er þó fjandi hart, ef maður er þar með öllum heill-
um horfinn.
Nú — og úr því, sem komið er, mun nú líka
stúlkukindin sennilega þurfa huggunar við.
Egyptmn
Framhald af bls. 26.
legri staður er til á jarðriki. Ekkert minnismerki
mun auðkenna hvílustað minn. En ekkert getur
þaggað niður í rödd hjarta míns.
Líf mitt hófst — eins og því er að Ijúka nú — i
algerum einstæðingsskap. Aleinn barst ég með
straumi Nílar — i bikbornum sefbát, er var saman-
bundinn með fuglasnöruhnútum. Sú venja var við-
höfð i Þebu, til þess að losna við börn, sem voru
fœdd i óþökk foreldra sinna
Oft höfðu hin aldurhnignu hjón, Kípa og Sen-
mút, er höfðu alið hann upp sem sinn eigin son,
sagt frá því, hvernig þau fundu hinn ótrausta sef-
bát — hvernig Kípa hafði sagt lágum rómi: „Guð-
irnir hafa bænheyrt okkur. Þeir hafa sent okkur
son.“
Visnir fingurnir hikuðu, áður en þeir gripu ritil-
inn á ný. „Ekki höfðu þau grun um,“ skrifaði hann,
„hvaða böl þessi gjöf guðanna mundi færa þeim
Joseph Hayes,
höfundur framhaldssögunnar „Þrír óboðn-
ir gestir" er kunnur blaðarnaður og rithöf-
undur í Ameriku. Síðan 1943 hefir hann
einkum ritað útvarps- og sjónvarpsþætti
og smásögur. Sagan „Þrír óboðnir gestir"
var mikill sigur fyrir höfundinn. Hún
varð strax metsölubók og valin meðal bóka
The Literary Guild bókaklúbbsins. Sneri
þá höfundurinn henni í leikrit, og var
það sýnt við feikna aðsókn á Broadway.
Dómar blaðanna um leikinn voru mjög
góðir, og kom öllum saman um, að leik-
ritið væri í senn svo spennandi, að naum-
ast yrði lengra komizt, en auk þess ritað
af sálfræðilegri nærfærni, bæði um gestina
þrjá, hina flýjandi fanga, og þó einkum
Hilliardfjölskylduna, sem fyrir heimsókn-
inni verður. Síðan hefir sagan verið kvik-
mynduð, og einnig í því formi notið mik-
illa vinsælda. Myndir þær, sem hér fylgja,
eru allar úr kvikmyndinni.
Kristmundur Bjarnasori
þýddi með leyfi höfundar.
Söguþráckirinn
Glenn og Hank Griffin og glæpafélagi
þeirra, Robish, eru á flótta frá ríkisfang-
elsinu. Þeir velja sér heimili Hilliardfjöl-
skyldunnar í kyrrlátu úthverfi Indiana-
polisborgar sem felustað. Þeir neyða fjöl-
skylduna til að gegna sínum daglegu störf-
um utan heimilisins, eins og ekkert hafi
í skorizt, með því að einhverjum meðlimi
hennar er alltaf haldið í gislingu í hús-
inu. Smám saman ríður lögreglan þéttara
net utan um staðinn, sem þremenning-
arnir hafa valið sér sem fylgsni, en því
meir sem lögreglan nálgast heimili Hil-
liards, þeim mun hættulegri verður sjálf-
helda fjölskyldunnar. Sagan nær hámarki
í nærri óbærilegum spenningi, þegar....
' '!
' ■: ■ ■
■
IR JOSEPH HAYES