Heima er bezt - 01.01.1956, Síða 39

Heima er bezt - 01.01.1956, Síða 39
Ralphie þóttist vera maÖur með mönnum. „Ég heiti Ralph, R-A-L-P-H!" sagði hann við föður sinn. PRIR ÓBOÐNIR GESTIR I. K A F L I Peir komu út úr skóginum í köldu og hrá- slagalegu morgunsárinu, meðan ])oku- flákar grúfðu enn yfir byggðinni. Þeir gengu þarna þrír í fylkingu, og samlit föt þeirra voru mjög áþekk sölnuðu haustlaufinu. Andar- tak námu þeir staðar og gáfu þjóðveginum sem nánastar gætur, en hann teygði sig eins og sléttur borði út í þokuna og skar vel úr við flatneskjuna í kring. Allt var kyrrt og hljótt, svo var sem þetta hérað inn í miðri NorðurT Ameríku lægi í eyði og tómi. Er ungi maður- inn, hái og grannvaxni, sem gekk í broddi fylk- ingar, allur í öxlunum og með höfuðið niður í bringu, gaf félögum sínum merki um að halda áfram, brtigðu þeir skjótt við og skutust fram NIÐVIKUbAOUii, KL. 7:20 £.H, VOKÐlimm HVOSSTI AUGUN a cindy. ein Sf) Heima er bezt úr skógarþykkninu, en hlupu þó ekki. Örskömmu síðar voru þeir komnir heilu og höldnu heim að bóndabæ einum. Þeg- ar þeir áttu skammt eitt eftir að fjósinu á bænum, vék einn þeirra félaga, lágvaxinn mað- ur, sem virtist ekki hafa af miklu að má að því er varðaði þor og áræði, úr leið og gekk hröðum skrefum að grárri, nýrri bifreið, sem stóð þarna kippkorn frá, og fór að rjála við leiðslurnar við kælinn. Hinir tveir læddust að fjósinu og höfðu hraðann á. Er inn kom, snöruðust þeir þegar að miðaldra bónda í bláum sam- festingi, er þar var fyrir með mjaltaskemil og mjólkurfötu í höndum. Sá komumanna, sem eldri var og lægri vexti og þunglamalegri, en jötunn að afli og þungur á fótinn sem björn, þreif axarskaft, hóf upp bjarnarhrammana, og áður en bóndi gat rekið upp neyðaróp, fékk hann skaftið í höfuðið og féll með óhugnanlegum dynk og bærði ekki á sér. Aftur hóf sá þrekvaxni skaftið, en ungi maðurinn gaf honum valds- mannlega merki um, að láta við svo búið standa. Því næst stumraði hann yfir bónda sem enn var meðvitundarlaus, og tók síðan að klæða hann úr samfestingnum. Síðan héldu þeir aftur á brott og gengu til piltsins, sem sat nú við stýri bifreiðarinnar, sem hann var búinn að ræsa. Enginn varð var við, er bílnum var ekið af stað, í suðurátt, út í þokuna, sem nú var að létta. TILRAUK TIL UPPLJÓ3TRUNAR, APDARTAK3 HIK f RuUi HENNArt LYUuI VALLA LAUDA.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.