Heima er bezt - 01.01.1956, Side 41
Nr. i-2 Heima 39
--------------------------------er bezt----------------------------
brosa og ók bifreið lögreglustjóra aftur á bak út
á götuna.
í þessum svifum var bifreiðinni gráu ekið eftir
krókaleiðum um landsvæði, sem fór smáhækkandi,
en með djúpum lægðum á milli. Glenn Griffin sat
við stýrið í snjáðum samfestingnum. af bóndanum.
Roskni maðurinn sat við hlið hans og kýtti hrika-
legt höfuðið niður á milli mikilla axlanna. Dreng-
urinn, bróðir Glenns, lá flötum beinum aftur í,
gróf höfuðið niður í sætið og lá með aftur augun.
En Hank Griffin svaf samt ekki. Hann minntist
þess, er hann varð að skríða á maganum í myrkr-
inu meira en hundrað metra yfir bersvæði, þar sem
fangelsismúrarnir og varðturnarnir voru í baksvið-
inu. Hann lifði upp aftur þennan fífldjarfa flótta
þeirra þremenninganna gegnum myrkan skóginn.
Hann var allur hruflaður á bringunni, skyrtubrjóst-
ið í tætlum og blóðugt. Skurður var á enni hans, og
hann verkjaði í hann. En þó var verst af öllu, að
hann skyldi skjálfa. Nú, þegar hann gat ekki lengur
lieyrt ískrandi hvininn í flautunum, sem vöktu
dauðans ótta, ímyndaði hann sér, að hann heyrði
liáreysti frá fangelsismúrunum. Þreklegur og þétt-
vaxinn líkami hans tók að nötra, það fóru kippir
um hann allan, og hann hafði ekki önnur tök til
að hafa hemil á þessum ósjálfráðu hreyfingum en
að bíta sem fastast á jaxlinn, liggja hræringarlaus
og reyna að hlusta á viðræðu þeirra Glenns og
Robish í framsætinu.
„Þú ekur samt í suður,“ umlaði Robish önugum
bassarómi. „Indianapolis er í norðausturátt héðan.“
„Já, ég ek dálítið í suður,“ sagði Glenn Griffin
hressilega. Það mátti heyra á mæli hans, að hann
var gleði drukkinn, hið nýheimta frelsi gaf hverju
hans orði nýjan hljóm, og Hank hreifsí af þessu
og var sem lieit fagnaðarbylgja færi um hann allan.
„Sagðir þú ekki, að Lamar væri í Indianapolis?
Með hafurtaskið?"
„Hún fór þaðan í vikunni, sem leið. Til Pitts-
burgh. Ef þeir geta ekki haft upp á henni í Indiana-
polis, mun mesti móðurinn renna af þeim. Þeir
finna hana ekki.“
„Hvern fjandann eigum við svo að fara?“
„Til Indianapolis,“ sagði Glenn með stökustu ró,
en honum tókst ekki að leyna hlátrinum í röddinni,
og það varð til að espa Robish upp. „Þú manst víst,
að ég á nokkurt erindi þangað. En við ökum ekki
beint inn í gildru, sem okkur er búin hér vestar,
kunningi. Við tökum okkur stóran sveig og komum
inn í borgina frá norðaustri einhvern tímann í
dag.“
„Og hvað tekur svo við?“
„Þá verðum við okkur úti um viðkunnanlegan
stað. Og svo kemst ég í samband við Helenu.“
„Viðkunnanlegan stað, — hvar?“
„Gildir einu, hvar hann gefst, Robish. Aðeins
ekki gististað, því að á þeim munu þeir hafa nánar
gætur. Heldur ekki veitingahús. Okkur ríður á að
finna snoturt, kyrrlátt heimili í þokkalegri og kyrr-
látri götu í útjaðri borgarinnar, þar sem önnur hús
eru ekki í nánd. Þetta má gjarna vera stórt hús með
þægilegum húsgögnum, heimili alúðlegs fólks, sem
kann að hræðast, heimilisfaðirinn blessaður ein-
feldningur, sem fer til vinnu sinnar daglega, og svo
er ekkert móti því, að eitt barn sé á heimilinu. Sem
sagt: við verðum að finna stað, sem kemur okkur
til að gleyma fangelsislyktinni.“
„Og livað svo?“
„Nú, svo bíðum við.“
„Og hve lengi?“
„Þangað til Helena kemur frá Pittsburgh. Haltu
þér svo saman, Robish, og lofaðu mér að njóta
frelsisins."
Hank heyrði, að Robish bölvaði lágt. Hank varð
að láta Glenn um þetta, og sjálfsagt gæti hann haft
stjórn á Robish. Fyrst hafði komið urgur í Robish,
er þeir neyddust til að fleygja fangabúningnum, en
Glenn lét sem hann heyrði ekki nöldrið. Honum
•skyldi ekki verða skotaskuld úr að útvega föt, þegar
þess gerðist þörf, góð föt meira að segja. En þangað
til var réttast að láta ekkert á sér kræla. Og svo hafði
Robish kvartað yfir því að hafa enga skammbyssu;
honum þótti sem hann væri svo varnarlaus svona.
Og hvað tæki svo við, ef þeir létu nú króa sig inni
einhvers staðar? Glenn hafði svarað því til, að engin
hætta væri á því. Og að því er skammbyssuna varð-
aði, þá gátu þeir ekki lagt í hættu að komast yfir
slíkan grip og koma þannig ofsóknarmönnunum á
slóðina. Auk þess hafði Glenn skammbyssu, —
skammbyssu nr. 0.38, er hann hafði rænt fanga-
vörðinn, sem nú dvaldist á sjúkrastofu fangelsisins
með dalaða höfuðkúpu, ef hann þá hafði sloppið
svo vel. Taktu lífinu nú rétt, Robish, og reyndu
að njóta þess.
En Hank gat ekki losað sig úr viðjum óttans.
Hann starði fram fyrir sig og reyndi að gera sér í
hugarlund eitthvert heimili, sem áþekkast því, er
Glenn hafði minnzt á. Eftir klefavist, hringl í lás-
um, hörð steypugólf og járnbekki, gerði liann sér
í hugarlund, hvernig það mundi vera að fá nú aft-