Heima er bezt - 01.01.1956, Side 44

Heima er bezt - 01.01.1956, Side 44
42 Heima Nr. 1-2 --------------------------------er bezt---------------------------- og þetta tók á taugarnar. Umferð hafði verið stöðv- uð á öllum aðalvegum. Frekari innbrot höfðu ekki verið framin eða ekki borizt tilkynningar um neitt líkt, skotvopn hvergi horfið úr verzlunum, engin föt úr klæðaverzlunum eða þvottahúsum. í stuttu máli sagt, þá hafði allt verið gert, sem hægt var að gera. En Jessi var síður en svo ánægður. Frændi hans, Frank Pritchard, hafði hringt í hann eftir lestur útvarpsblaðsins kl. 10. Jessi hlust- aði á þreytulega röddina, sem hann naumast þekkti aftur, og kinkaði þess á milli kolli með hattinn aftur á hnakka og fæturna kreppta við skrifborð- ið. Síðan sagði hann: „Ég hef engu gleymt, Frank frændi, og farðu nú í rúmið.“ Því næst teygði hann sig fram á skrifborðið, svo langur sem hann var, og reykti í gríð og ergi, unz vindlingurinn brenndi hann í fingurgómana. „Var það Frank P.?“ spurði Tom Winston, sem var á skrifstofunni með honum og hlýtt hafði á símtalið, — það lítið, sem var að heyra, — og gat nú ekki dulið forvitni sína lengur. „Ég þori að hengja mig upp á, að hann vill gjarna hefja starfa sinn að nýju.“ „Já,“ sagði Jessi með dræmingi, um leið og hann athugaði ósýnilegan blett á háu, nöktu gipsloftinu. „Já, með tveim öruggum höndum og byssu sinni.“ „Hvers vegna sagðirðu, að hann skyldi fara í rúmið?“ Tom Winston tók viðbragð, er hann sá heiftina í brúnum augum Jessa, sem leit snöggt við honum. „Ég sagði honum að fara í rúmið,“ sagði Jessi, og rödd hans var nú ákveðin, orðin lirutu af vörum hans eins og vélbyssuskot, ,,ég sagði honum að fara í rúmið, af því að brýn nauðsyn er til að hann gegni vel stöðu sinni, svo hann ekki missi hana. Hann er næturvörður í niðursuðuverksmiðju. Ég kæri mig ekki um, að hann missi hana vegna afskipta af Glenn Griffin." Winston tók nokkur skjöl á borði sínu og dró sig í hlé. „Ég vissi ekki hvað orðið var af gamla Frank P.,“ sagði hann afsakandi. Jessi horfði á eftir vini sínum, er hann slangraði út ganginn til skjalasafnsins. Láttu ekki reiði þína bitna á Winston, sagði Jessi við sjálfan sig, láttu hana bitna á náunga þeim, sem sökina á. Hann sá þenna atburð enn ljóslifandi sér fyrir hugskotssjón- um. Frank frændi hans hafði staðið á bak við bíl- inn, þegar Glenn kom út úr litla, ömurlega greiða- sölustaðnum í suðurhluta bæjarins. Frank hafði virzt of lágur, of gamall og gleiðgosalegur í bláa einkennisbúningnum, með skammbyssuna í hend- inni. Svo hrópaði hann til hans. Glenn Griffin hafði snúizt á hæli og hleypt af skoti, tvær kúlur tættu upp handlegg Franks og sködduðu eina taug svo, að ekki varð úr bætt. Hægri handleggurinn hékk máttlaus niður, eins og eitthvert óþarfa- slytti, sem þó var fast við grennlulegan bolinn. Jessi var sáróánægður við sjálfan sig, að hann skyldi ekki þegar í stað hefja skothríð, en hann hafði misst alla stjórn á sér og orðið alveg miður sín, er hann heyrði Frank æpa eins og barn, reka upp þetta skaðræðisóp, óhamið og tryllt. Síðan hafði Jessi oft heyrt þetta óp í draumi. Glenn Griffin hafði svo aftur senzt inn um dyrnar, léttur á sér eins og ballet- dansari, þrátt fyrir ákafa skothríð hinna. Meðan Frank lá í blóði sínu á jörðinni, hafði Glenn Griffin lirópað og beðið um leyfi til að gefast upp, og hafði til áréttingar kastað byssu sinni fram á götuna. Jessi mundi enn þá æðisgengnu heift, sem hafði gripið hann, um leið og hann skálmaði af stað, yfir byssuna, og að þessum vopnlausa þorpara. Hann gat ekki stanzað, þrátt fyrir hróp og köll lögreglu- mannanna, og þar á meðal yfirmanns hans, sem skipaði honum að skjóta ekki. En nú var sem drægi svolítið af honum, og hann hafði hætt við að skjóta. En þá fyrst var sem hann væri leystur úr læðingi þessarar ofboðslegu heiftar, er hann hafði slegið Glenn Griffin í rot með grannri, en fimri hendi, og um leið rekið knýttan hnefa hinnar með heift- ina sem aflgjafa beint á nasir þessa myndarlega fanga. Við tilhugsunina um þetta, þótt tvö ár væru lið- in, fölnaði hann og fékk glímuskjálfta, og sviti spratt lionum á enni. Meiri ró kom yfir hann, er hann minntist eftirleiksins: er Frank frændi hans var látinn víkja úr lögreglusveitinni sökum aflvana handleggsins, sem visnaði skömmu eftir árásina, og á hve ótilhlýðilegan hátt hann hafði endursent lög- reglumerki sitt. Hann minntist einnig réttarhald- anna yfir Glenn Griffin, mundi hið vingjarnlega bros hans til kviðdómenda, bros, sem var þó tak- markað af umbúðum þeim, sem leiddu af kjálka- broti, en verjandi hans þrumaði á dramatískan hátt um „Iiina óumdeilanlegu sönnun um fruntahátt lögreglunnar", sem hér gæti að líta. Jafnvel eftir að kviðdómurinn hafði tilkynnt niðurstöðuna „sek- ur“, — en þetta var þriðja stóra brot fangans — var hann jafnglaðklakkalegur og áður. Þegar dómurinn var kveðinn upp, hafði drengsnáðinn, bróðir hans, fölnað og tekið að titra. En um Glenn gegndi allt öðru máli. í eina skiptið, sem marka mátti, að Glenn væri

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.