Heima er bezt - 01.01.1956, Qupperneq 46
44 Heima Nr. 1-2
--------------------------------er bezt----------------------------
Orð fór af því, að hann væri mikill mannþekkj-
andi, en hvernig honum tækist svo vel að lesa menn
niður í kjölinn, var leyndarmál, jafnvel honum
sjálfum. En hvað sem þessu líður, er hitt víst, að
hann hafði ekki minnsta grun um, og því síður
nokkrar áhyggjur af því, sem nú var að gerast við
dyrnar á hans eigin húsi við Kesslerveginn í
bænum norðanverðum, sextán kílómetra frá skrif-
stofu hans.
Elenóra Hilliard var á leiðinni upp stigann, ætlaði
að bregða sér í garðfötin, því að svo mikið af laufi
hafði safnazt saman á blómabeðunum undir mösur-
trjánum, — og þá heyrði hún fótatak við útidyrnar.
Síðan var bjöllunni hringt. Hún strauk ljósan hár-
lokk frá enninu og andvarpaði. Þetta var á mjög
ánægjulegum tíma dags, Ralph var farinn aftur í
skólann, og henni þótti þá jafnan sem hún væri
frjáls og óháð þangað til klukkan var hálffjögur.
Framdyrnar voru mjög traustar, en hurðin glugga-
laus, og þótt öryggiskeðja væri fest við dyrakarm-
inn, kom það aldrei fyrir, að hún færi að nota
hana. Annars gramdist henni, að þessi gestur skyldi
koma að aðaldyrunum. Fjölskyldan og verzlunar-
menn notuðu venjulega hliðarinnganginn, sem vissi
beint að stórri forstofu.
Úti fyrir stóð ungur maður með stuttklippt,
dökkt og gljáandi hár. Hann var í bláum samfest-
ingi, snjáðum, og var uppburðarlaus, er að því kom
að stynja upp erindinu, og gat Elenóra ekki varizt
brosi.
„Mér þykir leitt að ónáða yður, frú,“ sagði hann
mjög lágt, „en ég held, að ég hafi villzt úr leið. Ég
ætla til Bulliardmjólkurbúsins. Ég veit, að það er
einhvers staðar hér í grennd, en. . . .“
Svo þagnaði hann og leit yfir öxl hennar inn í
stofuna, baðaða í sólskini. Brosið lék enn um varir
hans, en það vottaði fyrir einhverri breytingu við
munnvikin, það var sem stríkkaði á dráttunum
kringum munninn, svo að brosið leystist upp.
Ósjálfrátt varð henni litið við.
Eftir það gerðust atburðirnir með slíkum hraða,
en hávaðalaust, rétt eins og hér væri um að ræða
nákvæma, fyrirfram gerða áætlun, sem í engu skeik-
aði, að hún varð sem lömuð á sál og líkama, og
það má vera, að einmitt þetta lamandi varnarleysi
hafi hjálpað henni næstu mínúturnar.
Hún heyrði, að dyrnar voru opnaðar að baki
hennar, fann, að hurðarhandfangið kom við bak
hennar, heyrði svo, að dyrunum var læst aftur. Eldri
maðurinn, sem hlaut að hafa farið inn bakdyra
megin, sneri við henni baki og gekk upp stigann.
Þriðji maðurinn, sem var miklu yngri og klæddur
þessum hlægilegu gráu fötum, birtist í borðstofu-
dyrunum, gekk svo léttum skrefum um alla stofu-
hæðina og opnaði og lokaði öllum dyrum. Án þess
að átta sig á kringumstæðunum til fullnustu, tók
Elenóra þó eftir, að ungi maðurinn, sem hjá henni
var í forsalnum, hélt á svartri skammbyssu í hend-
inni. Henni varð hugsað til litlu skammbyssunnar,
sem geymd var í gormadýnunni í rúmi Dans. Hún
fann, að ofboðslegt neyðarópið var að brjóta sér
braut fram á varir hennar um þurran, samanherpt-
an hálsinn.
„Verið bara róleg, frú,“ sagði ungi maðurinn
vingjarnlega. „Aðeins róleg. Ef þér opnið munninn,
mun barnið yðar finna líkið af yður, er það kemur
heim úr skólanum.“
Hún fann, að hún náði allt í einu valdi yfir sér.
I stað þess að æpa upp, bar hún höndina upp að
munni sér og beit svo fast í hana, að hún fann blóð-
bragð. En ópið kafnaði í hálsi hennar.
Ungi maðurinn, sem naumast mátti heita full-
vaxinn, kom nú aftur og sagði, án þess að líta við
henni: „Það er allt í lagi hér niðri, Glenn.“ Án
frekari umsvifa gekk pilturinn rakleiðis gegnum
borðstofuna og inn í eldhúsið.
Elenóra heyrði bakdymar opnaðar, og síðan lok-
ast aftur; skömmu síðar mátti heyra marr í mölinni
fyrir utan, er bíl var ekið yfir hana. Hún áttaði sig
fyrst á, hvað drengurinn sagði, er hann var aftur
horfinn, rödd hans hafði verið barnsleg, og í henni
bryddi á skeytingarleysi. Það hefði eins vel getað
verið einhver aðdáandi Cindýjar, sem talaði. Þessi
náttúrlega rödd, sem hljómaði fyrir eyrum hennar
á þessari ógnþrungnu stund, gerði hana ákaflega
hrædda, tókst að fá því áorkað, sem skammbyssunni
hafði ekki tekizt. Úti fyrir barst að eyrum hennar
kunnugt hljóð: bílskúrshurðinni var rennt niður
eftir sporunum, sem þurfti að smyrja.
Meðan kyrrðin var mest, kom eldri maðurinn á
vettvang og var með föt af Dan á handleggnum.
Dýrslegt andlit hans lýsti velþóknan, en gulgrá aug-
un, sem lágu langt inni í höfði, hálfhulin miklum
augnapokum, vora sem botnlaus og hörð sem kol.
„Hér er enginn heima, nema frúin,“ sagði hann.
Þegar Elenóra sá tvistföt Dans, varð henni hugsað
til hans. Rólegur í framkomu, jafnvel hlédrægur,
aldrei reiður eða ofstopafullur. Jafnvel í ofboðinu,
sem greip hana, er hún sá manninn vera að athuga
hana með gráðugum augum, var henni mikil fró að
hugsa til Dans. Framhald.