Heima er bezt - 01.01.1956, Síða 47
Xr. 1-2 Heima 45
--------------------------------er bezt----------------------------
Skáld í náá
Framhald af bls. S.
Skáldið grætur með hryggum, og það svíður í
annarra sár. Annars skálds er minnzt með þessum
orðum:
Hann treysti þeim mætti, sem vizkunni vitni ber,
gat vafið allan heiminn að hjarta sér,
tröllinu gaf hann tilfinningu og mál,
fann tign hins eilífa lífs í hverri sál.
En gæfa skáldsins, gleði söngs og ljóða,
er gróandinn í lífi allra þjóða.
Eg hef kosið að rekja hér með örfáum orðum og
dæmum, hversu veglegt hlutverk list Davíðs Stef-
ánssonar frá Fagraskógi býður honum og hefur á-
vallt gert: Að hlíta þeirri mennsku ákvörðun og
skáldlegu skyldu að óttast ekki sinn meira mann,
en yrkja svo, að „hugsunin vaxi og hækki“. Ef til
vill hefði mér verið skyldara að gera nokkra grein
fyrir því, hver tímamót hann markaði í íslenzkri
ljóðlist fyrir þremur áratugum, en það rakti dr.
Steingrímur J. Þorsteinsson, prófessor, í frábæru
minni Fagraskógarskálds, er hann flutti í afmælis-
hófi 22. jan. sl. Komst hann m. a. svo að orði, að
Davíð hefði risið „upp úr hrunadansi heimsstyrj-
aldarinnar fyrri sem eins konar lausnari íslenzkrar
ljóðlistar“.
Einnig hefði verið girnilegt að segja ungum
mönnum frá því, hversu fréttist til hins unga skálds,
er kenndi sig við Fagraskóg austan hárra og blárra
fjalla, en menn vissu ekki, hvort sá staður var í vöku
eða draumi, hvort bærinn fékk draumsvip af Davíð
eða Davíð af staðnum, eða Davíð af þeim hreimi,
er fylgdi ljóðum hans á, alþýðuvörum og í bams-
eyrum í Blönduhlíð fyrir 30 árum. En sá draumur
er ennþá að gerast og rætast, með sama yndi og fyrr
sækja menn í Bláskógahlíð Davíðs, því að list hans
hefur eflzt að þroska og mannviti með árum og mun
því lifa í landi.
Davíð hefur verið afkastamesta og ástsælasta skáld
sinnar tíðar á íslandi, og torfundið mun nokkurt
ljóðskáld í sögu íslands, er meiri hylli hefur notið
í lifanda lífi. Hann hefur einnig verið afkastamikið
leikskáld og ástsælt bæði heima og erlendis. Þrjú
leikrit hans hafa verið prentuð, hið fjórða, Lándið
gleymda, sem leikið hefur verið á íslenzku og er-
lendu sviði, er enn óprentað. Þá hefur hann skilað
mikilli skáldsögu og verið eftirsóttur ræðusnilling-
ur. En hann hefur líka rækt borgaralegt embætti,
verið samvizkusamur bókavörður og í einkalífi
bókasafnari og bókavinur, svo að fáir hafa verið
fengsælli né heilli í þeirri grein.
Davíð liefur verið skáld ásta og hrifningar, skops
og gamans, þjóðfélagsádeilu og lífsjátningar, sögu-
ljóða, trúarljóða og helgiljóða, skáld hafs og moldar
í efnislegum sifjum við landið og fjöllin. Jafnvígur
á ljúfustu gælur sem römmustu særingar, meistari
þess einfaldleika, sem er aðal sannrar listar. En ef
til vill hefur list hans hvergi verið dýrri en í lindar-
blárri lyrik, svo ljúfri, sólheiðri og tærri, að hætt er
við, að hún gruggist af hverju orði, sem að henni er
vikið. En fyrst og síðast hefur hann verið skáld
mannúðar, mannfrelsis og þjóðfrelsis á ferlegum
tímum, mannvinur án hatursvillu, frjáls af öllum
skjólum og skálkaskjólum.
Við heyrum fátt eitt í dag af því, er Davíð Stef-
ánsson frá Fagraskógi hefur gefið í list sinni. En sú
þjóð er ekki án heilla, er má ganga á fund skálds
síns og eiga með því ríki, þar sem kaldur jökul-
tindurinn verður guðshús, hugsunin vex og hækkar
og himnamir standa opnir.
Hinn óframfærni . .
Framhald af bls. 16.
löt. Ég vinn kannske einn mánuð á ári og þá aðeins,
að mig langi til þess, og það kemur ekki oft fyrir.“
Þráðinn í Sumarást spann hún sautján ára að aldri,
skrifaði dálítið, stakk því síðan niður í skúffu og
gleymdi öllu saman í heilt missiri. Næsta sumar
féll hún á prófi í menntaskólanum, varð að dvelja
í París sumarmánuðina og dauðleiddist. Þá tók hún
aftur til við bókina, lauk henni á mánuði og sendi
hana frá sér. „Gagnrýnendur sögðu, að hún væri
kaldhæðnisleg, af því að persónurnar í henni kynnu
ekki að iðrast,“ sagði hún lágum rómi. „Ég veit
ekki sjálf, hvað samvizka er — persónurnar mínar
eru ekki verri en gengur og gerist, þær hafa aðeiris
ekki eins mikið samvizkubit og fólk yfirleitt.“
Ég kvaddi hana, þar sem hún sat og tuggði sam-
loku inni á kaffihúsi — einkennilega aðlaðandi,
smávaxna stúlku. Sannur rithöfundur, sem skrifar
hvorki sér til frægðar né frama, heldur af innri
þörf.