Heima er bezt - 01.01.1956, Side 48

Heima er bezt - 01.01.1956, Side 48
HEIMA __________ bezt BÓKAHILLAN ÁSMUNDUR GÍSLASON: Við leiðarlok. Rókaforlag Odds Bjömssooar 1955. Verð kr. 85.00. Ein af hinum mörgu og efalaust misjöfnu bókum, er á mark- aðinn komu fyrir síðustu jól, er rituð af Ásmundi prófasti Gísla- syni, áður á Hálsi í Fnjóskadal, og heitir Við leiðarlok. Þættir úr sögu ættar minnar. Þessa bók hefi ég verið að lesa undanfarin kvöld, og þykir mér hún vel þess verð að fara um hana fáeinum orðum. Bók þessi er ágrip af ættarskrá og ættarsögu prófastsins sálaða, þar sem ætt hans er rakin t nokkrum ættlínum jafnvel allt frá 15. öld og niður til höfundarins og ýmissa samtíðar-ættmanna hans. Er þar dvalizt nokkuð við ýmsa nafnkenndustu ættliði með aðgengilegum og skilmerkilegum frásögnum af þeim, og leynir það sér ekki, að höfundurinn hefur átt til margra ágætra manna að telja eins og margir góðir Islendingar. Bókin er liðlega rituð og á góðu máli, enda kveður höfundur formála hennar svo að orði, að „stíll og ritháttur" sr. Ásmundar sé fyrirmynd, og margt „svo vel sagt, að það minni á ritverk Bessastaðamanna frá tímum Sveinbjarnar Egilssonar". Einnig er sagt í formálanum, að sr. Ásmundur hafi verið „frábær ræðu- skörungur í prestastétt". Þessar einkunnir hins ágæta prófasts vors munu kunnugum að vísu virðast minna á helzt til feitt „lík- ræðulof". En nokkuð seint koma þær fram — eða eftir dúk og disk — þótt ekki þyki mér hlýða að mótmæla þeim, bæði af því að ég ann sr. Ásmundi allrar réttlátrar sæmdar, og af því að þær eru settar fram af einum viðurkenndasta bókmenntafræðingi og sagnameistara, sem nú er uppi á voru landi. Aftur á móti vil ég leyfa mér að bera það af sr. Ásmundi, að hann hafi „með nokkrum hætti sett ljós sitt undir mæliker". Því að ef hann var frábær ræðuskörungur og lagði auk þess „mesta stund á að inna prestsstörfin vel af hendi og að uppfylla skyldur sínar í þjóðfélaginu", eins og stendur í formálanum (bls. 12), þá verður með engri sanngirni um hann sagt, að hann hafi sett ljós sitt undir mæliker. Ekki þykir mér ólíklegt, að þessi bók muni ýmsum þykja að- gengileg heimild í ættvísi og mannfræði — einkum þingeyskri — eftir þvi sem hún nær til. En þó að bókin sé vel rituð og við- kunnanlega, þá hafa slæðzt inn í hana þó nokkur mishermi, er mér þykir þörf á að leiðrétta, vegna þeirra, sem eru líklegir ;il að nota hana fyrir örugga heimild. Önákvcemni i formála. Ekki er það rétt, er í formálanum stend- ur (bls. 10), að Garðar stórkaupmaður Gíslason væri yngstur þeirra Þverársystkina. Það var sr. Haukur, sem var yngstur þeirra, eins og í ljós kemur aftar í bókinni. Ekki er það heldur sögulega rétt (á bls. 9—10) að sr. Ásmundur yrði prestur á Hálsi „um sama leyti“ og Jónas Jónsson frá Hriflu hvarf alfarinn úr héraðinu (þ. e. Þing- eyjarsýslu). Sr. Ásmundur tók við Hálsi 1904, en Jónas Jónsson hvarf alfarinn úr Þingeyjarsýslu ekki fyrr en um 1917. Framœtt sr. Illuga í Múla. Það er engan veginn rétt (á bls. 25), að sr. Illugi Guðmundsson í Múla (d. um 1590) væri sonur sr. Guðmundar Bjarnasonar á Grenjaðarstað (d. 1668). Þetta gat ekki átt sér stað. Um fæðingarár hvorugs þessara presta er kunnugt. En þó má vel sjá, að séra Guðmundur (sem hér er talinn faðir- inn), er fæddur um svipað leyti og sr. Ulugi (sem hér er talinn sonurinn) andaðist í hárri elli! Enda er þetta í fyrsta skipti, er ég hef séð sr. Illuga þannig feðraðan, þó að óljóst hafi verið um fram- ætt hans. Séra fíjarni á Helgastöðum. Sr. Bjarni Jónsson á Helgastöðum (bls. 29 og bls. 79) var ekki sonur Jóns glókolls Ormssonar á Drafla- stöðum. Hann mun vissulega hafa verið sonur Jóns Ormssonar lög- réttumanns á Einarsstöðum, sem átti Þórunni Gísladóttur. Jón á Draflastöðum og Jón á Einarsstöðum er ætlað að hafi verið bræð- ur. Báðir voru Ormssynir, báðir frá Draflastöðum, og báðir lög- réttumenn. Þessir bræður hafa oft verið gerðir að einum og sama manni í ættartölum. En nú orðið kemur helztu ættfræðingum saman um, að hér sé um tvo bræður að ræða. Hefur sr. Ásmundur ekki athugað það, en treyst ættartölum fræðimannanna, afa sinna: Ásmundar á Þverá og Gísla í Nesi. Kona Guðmundar Sölvasonar. Guðmundur Sölvason hét einn af forfeðrum sr. Ásmundar og bjó að Naustum í Eyjafirði snemma á 18. öld. Á bls. 33 er kona hans nefnd Þórunn Jónsdóttir og ætt rakin niður til hennar. Hér hefur höfundi góðrar bókar láðzt að líta í hina mætu heimild, manntalið á íslandi 1703. Samkvæmt því manntali býr Guðm. Sölvason það ár á Mýrarlóni í Glæsibæj- arhreppi, og er kona hans þar nefnd Þórunn Ásmundsdóttir, en dætur þeirra: Guðrún og Herdís, svo að enginn vafi leikur á, að hér er um sömu hjón að ræða. Herdís varð kona Gísla Sigurðsson- ar á Gautsstöðum (föður Ásmundar Gíslasonar í Nesi), eins og sr. Ásmundi er vel kunnugt. Herdís er 12 ára 1703 og hefur því verið fædd um 1691, en ekki 1676, eins og sr. Ásmundur hyggur. Konur sr. ólafs á Landamóti. Sr. Ólafur Jónsson, aðstoðarpr. ,i Landamóti í Kinn (f. um 1666, d. 1705), sem er einn af ættmönn- um sr. Ásmundar, drukknaði í Fnjóská 13. september 1705, er hann hafði fengið veitingu fyrir Hálsi í Fnjóskadal. Þessa getur sr. Ásmundur (bls. 70—71). Telttr hann, að sr. Olafur hafi verið tvíkvæntur: Fyrri kona hans: Kristín Þorsteinsdóttir frá Grana- stöðum í Kinn, en seinni konan: Ingibjörg Tómasdóttir frá Bakka í Svarfaðardal. — Eitthvað er bogið um þessa fyrri konu sr. ólafs, þó að hún sé eignuð honum í einhverri ættartölu. Sr. Ásmundur telur, að hún hafi dáið úr bólunni 1707. Nú drukknar sr. Ólaftir 1705, og er víst, að hann var þá kvæntur Ingibjörgu Tómasdóttur. Hann hlýtur eftir því að hafa skilið við fyrri konu sína, ef hann hefur nokkurn tíma átt hana. Og ekki telur dr. Páll E. Olason i fsl. æviskrám sr. Ólafi aðra konu en Ingibjörgu. Sonur sr. Ólafs og Ingibjargar var Tómas á Landamóti, er var 6 vikna gamall á Landamóti við manntalið 1703. En af honum er kominn Kálfa- strandarættin við Mývatn. Faðerni Olgeirs i Garði. Mig furðar á því, að sr. Ásmundur skuli gefa í skyn í góðu ættfræðiriti, að Olgeir Árnason í Garði, afi hans, hafi verið sonur Þórðar sýslumanns Björnssonar (bls. 192). Þetta er að sönnu ekki sagt berum orðum, en þó ekki unnt að skilja ummæli höf. á annan veg. Engin ummæli þessu til stuðn- ings ern í riti þessu, hvorki eftir Olgeir sjálfum né heldur móður hans, og engin átylla fyrir því, nema ef telja skyldi það, að móðir Olgeirs, Þórkatla Skúladóttir, hafi verið á vist i Garði í Aðaldal hjá sýslumanni, meðan hann bjó þar ógiftur, og hafi Þórður „á þeim árum verið allmjög við konur kenndur". Einnig virðist höf. telja það átyllu, að Þórður sýslumaður byggir Olgeir, 24 ára 46 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.