Heima er bezt - 01.01.1956, Side 49
Nr. 1-2 Heima 47
--------------------------------er bezt----------------------------
gömlum, hálfan Garð í Fnjóskadal. Skal nú lítils háttar litið á
þessar átyllur: — 1. Vera má, að Þórkatla hafi verið vinnukona í
Garði í Aðaldal á líklegum tíma, áður en Olgeir fæddist (1799),
en ekki hef ég fundið heimild fyrir því. 2. Það hef ég heldur
hvorki heyrt né séð, að Þórður sýslum. hafi verið „allmjög við
konur kenndur". 3. Þó að syslumaður bvggði Olgeir hálflendu
af niðurníddri jörð 1823 þykir mér það alls engin átylla í þessu
efni. Er mcr kunnugt um, að Þórður sýslumaður byggði ýmsum
mönnum jarðir og jarðarhluta án þess, að hann yrði bendlaður
við faðerni þeirra leiguliða sinna.
Vera má, að einhver orðasveimur hafi gengið í Fnjóskadal um
vafasamt faðerni Olgeirs, einkum meðal niðja hans. Slíkt er al-
gengt, þegar menn óska að seilast til höfðingsmanna um ættar-
sambönd og vilja þá fórna öðrum, sem ritaðir eru ættfeður þeirra.
Aftur á móti er ég, sem þetta rita, uppalinn í Aðaldal, rúm-
lega hálfri öld eftir fráfall Þórðar sýslumanns. Kynntist ég þar
í æsku ýmsu fróðu og langminnugu fólki, er mikið talaði um
þennan höfðingja sveitarinnar og héraðsins. Fllustaði ég oft á
þær utnræður, en aldrei heyrði ég þar getið þeirrar grunsemdar,
að Olgeir í Garði ætti að vera sonur Þórðar sýslumanns. Heíði
það þó varla legið í láginni, ef það hefði orðið hljóðbært í Aðal-
dal. Þessarar grunsemdar varð ég fyrst var, eftir að ég fluttist til
Akureyrar árið 1930.
Sr. Asmundur segir (á bls. 187): . „Við faðerni sveinsins (þ. e.
Olgeirs), gekkst Árni Sigurðsson, Guðmundssonar.... Árni þessi
mun þá hafa verið ókvæntur." — Að Árni hafi þá verið ókvæntur,
er fjarri öllum sanni, því að hann hafði þá eignazt a. m. k. 4 börn
með konu sinni, Sigríði Þorsteinsdóttur, og þykir mér líklegt, að
hann hafi búið með henni á Þverá í Reykjahverfi um það leyti,
sem Olgeir kom til sögunnar. Nokkuð er það, að fleiri börn Árna
en Olgeir eru fædd á Þverá. — Árni var af góðum ættum, og geta
niðjar Olgeirs vel unað við ættlínur hans. — Eftir aldamótin 1800
bjó Árni á hluta af Ljósavatni, svo á Arnstapa og síðast á Hall-
dórsstöðum í Kinn. Þar segir prestur hans um hann: „Les vel;
góðvikinn; vel kunnandi."
Of mikið er gert úr hrakningi þeirra tnæðgina, Þórkötlu og
Olgeirs í uppvexti hans. Frá Þverá í Reykjahverfi fluttust þau
að Austari-Krókum, góðu heimili, til Jóns Þorkelssonar, er þar
l)jó lengi, og konu hans, Guðrúnar Sigurðardóttur, er var föður-
systir Olgeirs. Þar hefur Olgeir alizt upp með móður sinni og
hjá föðursystur sinni a. m. k. til 10—11 ára aldurs. En úr því
hefur hann farið að vinna fyrir sér sjálfur eftir sögn sr. Þorsteins
Pálssonar á Hálsi i líkræðu Olgeirs, eins og sr. Ásmundur tilfærtr
(sjá bls. 188).
Fleiri athugasemdum bæti ég ekki við. En óhætt mun eigendum
bókarinnar að merkja við Jrau missmíði í henni, sem hér er var-
að við.
Bók þessi er með mörgum fallegum myndum úr ættinni og af
ættstöðvum sr. Ásmundar. Hún er prentuð í Prentverki Odds
Björnssonar og er, eins og vant er þaðan, ágætlega úr garði gerð
að prentun, pappír og bandi. Þó hefur prófarkalestri verið eitt-
hvað áfátt, því að slæðzt hafa inn í hana nokkrar óviðkunnan-
legar prentvillur. Konráð Vilhjálmsson.
Þjóðvinafélagið og Menningarsjóður.
Þjóðvinafélagið er eitt elzta og virðulegasta útgáfufyrirtæki
landsins. Áratugunr saman gaf það út hin ágætu rit sín, Alman-
akið, sem vinsælast hefur orðið íslenzkra tímarita, og Andvara,
sem flutt hefur fleiri gagnmerkar ritgerðir en nokkurt annað ís-
lenzkt tímarit. Auk Jtess gaf féiagið um langt skeið út hið vinsicla
rit Dýravininn, auk fjöldamargra annarra rita, frumsaminna og
þýddra. Fyrir allmörgum árum sameinuðust Þjóðvinafélagið og
Menningarsjóður um bókaútgáfu. Jókst útgáfan þá að miklunr
mun, og hafa félagsbækur þessa fyrirtækis um langt skeið verið
ódýrustu bækur á markaðinum. Stefnumið útgáfunnar hefur og
verið að gera hverju heimili kleift að eignast nokkurt safn bóka
við litlu verði, og jafnframt að sameina íslenzka menningararf-
leifð við erlend fræði og skáldskap. Allt um þann góða tilgang
má samt deila um, hversu lieppilega bækur þær, er félagsmenn
liafa fengið fyrir áskriftargjald sitt, hafa verið valdar. Enda er
eríitt að gera svo öllum líki. En hinu verður ekki neitað, að
rnargar góðar bækur hafa verið meðal þeirra, og þótt ekki hefði
verið annað en Almanakið og Andvari, væri áskriftargjaldinu vel
varið. Hér skal nokkrum orðum farið um ársbækurnar 1955.
Almanakið er með sínum fasta búnaði. Til athugunar gæti
komið, að breyta formi þess, og hygg ég það yrði ekki óvinsælt.
Auk hinna föstu þátta, Árbókar, sem Ólafur Hansson skrifar, og
yfirlits úr Hagskýrslum, er Klemenz Tryggvason tekur saman,
skrifar Þórir Baldvinsson um tvo arkitekta og Þorkell Jóhannes-
son langa og skilmerkilega grein um Tryggva Gunnarsson. Ymis-
legt smávegis er og í Almanakinu til skemmtunar og fróðleiks,
eins og að undanförnu.
Andvari hefst á ágætri ævisögu Guðmundar Björnssonar land-
læknis eftir Pál Kolku lækni. Er hinum merka manni, Guðmundi
landlækni, lýst svo vel, að vafasamt er, hvort betur verði gert í
svo stuttu máli. Barði Guðmundsson heldur enn áfram ritgerðum
sínurn um höfund Njálu, og eru tvær greinar um það efni í heft-
inu. Kemur þar margt fram skemmtilegt og nýstárlegt, eins og í
hinum fyrri greinum Barða um þetta efni, t. d. líkingin á frá-
sögninni af Njálsbrennu og Flugumýrarbrennu. Segir Barði svo
vel frá og er svo rökfimur, að ánægja er að lesa greinar hans
jafnt fyrir ósögulærða menn sem fræðimennina. Þá eru í þessu
Andvarahefti ritgerð um Magnús biskup Gissurarson eftir Björn
Þórðarson. Er hún þurr á bragðið en fróðleg, og önnur grein um
nýfundin hebresk handrit og sögu Essena eftir Þóri Kr. Þórðai-
son. Mun mörgum þykja fróðlegt að kynnast þvi efni, því að lítið
er ritað á íslenzku um trúarbragðasögu. En þó að allar greinar
Andvara séu merkilegar og læsilegar, þá er ritið samt of einhæft.
Ættu aðstandendur þess að taka til alvarlegrar athugunar, hvort
ekki væri unnt að skapa þar meiri fjölbreylni án þess að slegið
væri af gæðamati.
íslenzk úrvalsrit. I þeim flokki koma nú Úrvalsljóð Gísla Bryn-
jólfssonar. Eiríkur Hreinn Finnbogason hefir valið kvæðin, og
skrifar hann alllangan formála um Gisla og skáldskap hans. Er
þar margt vel sagt og ýntis fróðleikur á borð borinn, sem ekki
liefur verið á almannavitorði, enda hefur minningu Gísla ekki
verið svo uppi haldið sem sómdi gáfum hans og mannkostum.
Er vonandi, að þessi formáli og ljóðaúrval bæti þar nokkuð úr
skák. Þetta er 14. ritið í bókaflokki þessum. Vissulega má um það
deila, hvort útgáfa þessi nær þeim tilgangi, sem henni var ætlað,
að kynna og halda uppi tengslum almennings við hinar eldri is-
lenzkar bókmenntir. Ég efast um, að svo sé. Og grunur minn er
sá, að vænlegra vani í Jrvi efni að gefa út heil rit en úrvöl þessi,
Jrótt vel takist urn þau.
Lönd og lýðir. I þeim flokki skrifar Ástvaldur Eydal rit, sem
heitir Jörðin. Fjallar það um almenna landafræði, Rit þau, sem
áður hafa birzt í þessum flokki, hafa öll verið læsileg, en deila