Heima er bezt - 01.01.1956, Page 54

Heima er bezt - 01.01.1956, Page 54
]) Mikki flaðrar upp um mig með há- væru gelti og ég faðma hann allshugar feginn. Síðan heilsa ég vini mínum, prófastinum, með virktum, en hann er nú kominn til að hjálpa mér til að ná rétti mínum. 2) Réttarhöldin yfir Lang og Krans eiga nú að fara að hefjast. Fjárhaldsmað- ur minn lofar að gera allt sem í hans valdi stendur til þess, að ég fái fulla uppreisn. Einnig lofar hann að gera allt sem hann geti fyrir Villa. 3) Hálfur mánuður líður tíðindalaust, en einn góðan veðurdag kemur prófast- urinn til að láta okkur heyra málalokin og er himinlifandi: Eg hef fengið fulla uppreisn, og hvorki ég né Villi þurfum altur til uppeldisheimilisins. 4) Ég fer nú með fjárhaldsmanni mín- um heim á prestssetrið, en áður hef ég kvatt Villa með kærleikum. Hann hefur reynzt mér sannur vinur og við lofum hvor öðrum að skrifast á. 5) Það verða fagnaðarfundir, er ég kem heim á prestssetrið og hitti fósturmóður mína. Nú get ég einnig frætt Línus á því, að hann þurfi ekki lengur að óttast grunsemdir lögreglunnar. Gleðst hann innilega af þessum fréttum. 6) Nú líða nokkrir friðsamir dagar. En þá segir prófasturinn mér, að kona nokk- ur hafi í höndum skjöl, sem sanni, að ég sé sonur hennar, sem hafi horfið. Seg- ir hann, að hún muni brátt koma til að sækja mig. 7) Nokkrum dögum seinna kemur svo konan. Hún kynnir sig og segist heita frú Myring. Til þess að koma í veg fyrir allan mótþróa af okkar hálfu, hefur hún með sér tvo hrausta leynilögreglumenn. 8) Ég get ekki trúað því, að þetta sé móðir mín. Mér getur ekki fundizt þessi hörkulega kona með skerandi rödd- ina aðlaðandi. Hún er reglulega frá- hrindandi. 9) En mér er nauðugur einn kostur að fylgjast með henni, því ég get ekki bar- izt við lögin. En Mikka fæ ég ekki að hafa með, svo að prófasturinn lofar að annast hann fyrir mig.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.