Heima er bezt - 01.07.1956, Side 2

Heima er bezt - 01.07.1956, Side 2
mánuáur og sumarferðalög „Leyfið börnum ykkar og annarra að sækja hug- sjónir, líkamlega og andlega heilbrigði til íslenzkra öræfa, sveita, vatna og hins víðlenda sævar, og þá mun vel fara.“ Svo segir rithöfundurinn, Björn J. Blöndal, sem áreiðanlega þekkir bezt íslenzkra rithöfunda, hví- líka töfra og heilnæmi samvistir við íslenzka náttúru hafa að bjóða, hvort heldur er við daglega önn bónd- ans, veiðiskap eða ferðalög. Nú er hásumar, sjálfur sólmánuður, er forfeður vorir nefndu svo. Til sveita og sjávar er meira annríki en endranær, því að hið stutta íslenzka sumar er enn bjarg- ræðistími þjóðarinnar, þótt eigi sé það í jafnríkum mæli og fyrr, þegar kalla mátti að þjóðin öll lifði af land- búnaði, og tilvera hans hvíldi á því, hversu tækist að afla heyjanna hverju sinni. En þótt tímarnir hafi breytzt, er gildi sumarsins enn hið sama fyrir afkomu landbúnaðarins, þótt tækni nútímans og breyttir þjóð- félagshættir geti nú nokkuð hamlað gegn skakkaföll- um óhagstæðrar veðráttu. En mikill hluti þjóðarinnar er nú horfinn frá þeim störfum, sem tengd eru sveit og sumri. Iðnaður, við- skipti og hverskonar þjónusta í þarfir þjóðfélagsins hefir kvatt stærri og stærri hóp til sín eftir því sem árin liðu. Þetta fólk elur aldur sinn innan fjögra veggja mestan hluta ársins, og einnig er mikill hluti skylduliðs þeirra sem sjóinn sækja bundinn við malbik og þrengsli bæjanna, og sjómennirnir sjálfir fá sjaldan færi á að hverfa til landsins, þótt eigi skorti þá útivist. Öllu þessu fólki eru kærkomnir nokkrir dagar, sem það fær notið í sól og sumaryl íslenzkrar náttúru, og sótt sér þangað þrótt eins og komizt var hér að orði í upphafi. Af þessum sökum hafa skemmtiferðir og sumardvalir til sveita orðið sífellt ríkari þáttur í lífi kaupstaðabú- anna, hér á landi sem annars staðar. Félög og ferða- skrifstofur skipuleggja hópferðir um landið, langar eða stuttar eftir atvikum, og þó munu þeir vera enn fleiri, sem ferðast á eigin spýtur. En þegar vér athugum allan þennan ferðamanna- straum, hljótum vér að spyrja; kemst þetta fólk í snert- ingu við landið og fólkið, þar sem það fer. Þekkir það land sitt betur eftir en áður, og hefir það sótt sér hvíld og heilbrigði í sumarleyfi sínu og ferðalagi? Því mið- ur verða svörin oft neitandi. Oft og einatt virðist engu líkara en markmið ferðanna sé það eitt að komast sem lengst áfram, þenja sig sem hraðast yfir, gefa sér naum- ast tóm til að staldra nokkurs staðar við, til að skoða það sem fyrir augun ber, og velja sér náttstað, þar sem vís er dansleikur eða annar gleðskapur að kveldi. Fjarri sé það mér að lasta gleðskap og gaman, en hitt má benda á, að venjulega er svo miklu til ferðalaganna fórnað að gera ætti kröfu til þess, að þau veittu mönn- um einhver varanleg verðmæti í staðinn. Eitt af meinum nútímans er hávaðinn og eirðarleysið. Ekki verður með tölum talið hversu sú tvenning slítur taugum manna fyrir aldur fram. Á öðru leitinu er svo tómið og iðjuleysið, sem alltof marga þjáir, þá skortir viðfangsefni í tómstundum sínum. Þetta kemur skýrt fram í ferðalögum, þegar áfram er þanizt viðstöðulaust og tilgangslaust að því er virðist. En ekki tjáir að sakast við nokkurn einstakling. Þetta er aldarandinn, sem vér eigum erfitt með að spyrna gegn. Enginn skilji orð inín svo, að ég vilji amast við ferða- lögum, síður en svo. En á hitt vildi ég minna, að oft- sinnis og ef til vill oftast, fá menn mestan árangur af ferðum sínum með því að fara hægt yfir og dveljast heldur Iengur á hverjum stað og kynna sér hann til hlítar. Nokkurra daga dvöl á fögrum eða sérkennileg- um stað við vatn eða fljót, fjall eða hraun veitir manni oftast meiri ánægju og meiri fróðleik en að þenjast víðs vegar í bíl um landið. Enginn, sem hefir opin augu þarf að kvíða iðjuleysi eða tómleika í skauti ís- lenzkrar náttúru. Plöntur og steinar, fuglar og skordýr og jafnvel lífið í moldinni eru allt viðfangsefni til at- hugunar, og hægt er að njóta ánægju og unaðar af þeim samvistum, þótt þekking manna sé af skornum skammti, ef þeir einungis leitast við að lifa sig inn í samfélagið við hina lifandi náttúru. Jafnvel lækjarspræna, sem hjal- ar við mosató getur verið óþrotlegt athugunarefni og yndisauki. En hér skulu viðfangsefnin ekki talin upp, þau eru endalaus. En fleira getur sett svip á sumarleyfið og gefið því aukið innihald. Á sumrin er oft háð hörð keppni við veðurguðina um öflun heyjanna í sveitum landsins. Á slíkum dögum, þegar bjarga þarf afrakstri langs tíma undan regni er hvert handtak kærkomið. Og vart gæti ferðafólk, sem dvelst úti um byggðir landsins skapað sér meiri ánægjuauka en þann að grípa í að bjarga ilmandi heyi frá skemmdum og jafnvel eyðileggingu. Síðastliðið haust skipulögðu ýmis átthagafélög í Reykjavík heyþurrkunarferðir um óþurrkasvæðið sunn- anlands og vestan, þegar þurrkarnir loksins komu.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.