Heima er bezt - 01.07.1956, Side 8
236
Heima
---er bezt
Nr. 7-8
og segi ég þeim það. Þeir spyrja: „Er það rétt, að mikil
síld sé fáanleg á Akureyri?“ Eg kveð svo vera. Þeir eru
þá að leggja af stað með poka á bakinu að sækja síld til
Akureyrar og bera á sjálfum sér út á Upsaströnd, Virð-
ist mér þetta sýna glöggt, hversu hart hefur sorfið að.
— — Þegar út yfir hálsinn kom, kom ég við á Hálsi og
skýrði frá síldarfengnum á Oddeyri, því næst á Hamri,
Völlum, Hofi og Ytra-Hvarfi og kom heim fyrir hátta-
tíma. En frá bæjum þeim, sem ég kom á, var sendur
hraðboði í allar áttir að segja tíðindin. Þegar ég svo
vaknaði um morguninn, frétti ég, að áburðarhestar
þeir, sem samferðamenn mínir tóku af mér, væru komn-
ir heim og þá væru framdælir að leggja af stað að sækja
sér síld. Heyrði ég sagt, að um 300 tunnur hefðu verið
fluttar í þessari viku frá Oddeyri og hingað út eftir og
allt landveg, því að hvergi var fleytt fyrir ís. Síldin
var aðallega keypt til manneldis og þeir, sem höfðu
einhver lítils háttar heyráð, miðluðu til þeirra, sem
voru uppiskroppa. En nú vildi svo lánlega til, að á
annan í hvítasunnu rak hval hér á Böggvisstaðasand.
Var það hvalkálfur, sem skildist einhvern veginn við
móður sína í vök út af Brimnestöng og þvældist inn
með fjörunni og inn á Sand. iVIá með fullum sanni
segja, að hvalrekinn yrði til að bjarga bæði mönnum og
skepnum, því að nú gekk síldin til skepnufóðurs, þeg-
ar hvalurinn lagðist mannfólkinu til.------ ,
Næsta vor, 1888, var mikið ísaár. Var ég þá ráðinn
á fiskibát frá Böggvisstaðasandi. Þetta var Hvarfsbátur-
inn svokallaði, eigendur hans voru Jóhann á Hvarfi og
Jón á Hreiðarsstöðum, en formaður Sigurður Sigurðs-
son, lengi nefndur Draupnisformaður, sonur Sigurðar á
Hálsi og Böggvisstöðum. Fékk ég boð um að koma til
báts sama kvöld og ég kom úr lambarekstri. Var þá ís
svo farinn frá, að óhætt var talið að leggja línu. x\fli
var einkar góður og ekki sérlega langsótt fyrst framan
af, ekki róið lengra en út á Ólafsfjörð. Vertíðin stóð
ekki nema eitthvað um hálfan mánuð, þá fór mjög að
draga úr aflanum. Ég var svo kenjóttur með svefn, að
ég gat aldrei sofið á sjó, en í landi var enginn tínii til
svefns, ef afli var góður, því að þá gekk svo mikill tími
í að gera að aflanum. Fór svo, að frá sunnudagsnótt
seinni vikuna, sem við vorum við róðrana, sofnaði ég
aldrei fram á fimmtudagskvöld. Þá hætti úthaldið. Ná-
búi minn, Jón Halldórsson á Hjaltastöðum, var á sama
bát. Fengum við ferju í Argerði og gengum heim að
Hrísum og fengum að leggja okkur þar fyrir. Jón
bóndi á Hrísum, tengdafaðir Þorsteins, er þar bjó einn-
ig, kvaðst mundu fara á fætur klukkan fimm að morgni
að hleypa kvíaám til beitar. Báðurn við hann að vekja
okkur, er hann færi á fætur. Við sváfum frammi. Ekk-
ert man ég eftir því, er ég var vakinn, og ekkert eftir
ferðinni hér fram kjálkann, fyrr en ég varð að vaða
Hofsána. Þá fyrst vaknaði ég. Kvaðst Jón ferðafélagi
minn oft hafa yrt á mig, bæði er ég vaknaði um morg-
uninn og eins á leiðinni, en ég h'efði aldrei neinu gegnt
fyrr en í Hofsánni. Ekki varð mér neitt meint við þess^
ar vökur, en fljótt sofnaði ég, þegar ég kom heim, en
svaf þó ekki mjög lengi, svona fram um miðjan dag,
og var þá vel frískur. Sjómennsku stundaði ég mjög
lítið eftir þetta, enda fór ég að verða svo sjóveikur, að
ég þoldi alls ekki sjó.
VERZLUN FÖÐUR MÍNS 1880
Verzlun var um þetta leyti nær öll sótt til Akureyrar,
en Gránufélagið hafði þó tekið upp þá nýbreytni að
senda skip með þungavöru út á Böggvisstaðasand.
Einnig veitti það þar fiski móttöku. Hér á eftir fylgir
til fróðleiks skýrsla um öll verzlunarviðskipti föður
míns árið 1880. Hann skipti þá jöfnum höndum við
Gránufélagið og Poppsverzlun, og eru viðskiptin á
báðum stöðunum
dregin saman.
ÚTTEKIÐ:
550 pd. rúgur kr. 55.75
175 pd. bankabygg — 26.25
100 pd. baunir — 12.75
9 pd. munntóbak — 18.00
8 pd. rjól — 12.00
10 pd. kaffi — 9.40
5 pd. export — 2.50
9 pd. kandís — 4.50
1 pottur brennivín — 0.85
5 pd. hveiti — 1.25
4 pd. hagldabrauð — 1.00
1 pd. rúsínur — 0.45
1 pd. fíkjur — 0.33
l/, pd. kanel — 0.50
50 pd. hrísgrjón — 8.50
5 pd. sykur — 2.50
Blásteinn og litunarefni — 4.45
13 álnir hvítt léreft — 3.90
1 al. sirs — 0.35
5 dúsín tölur — 0.82
tvænn axlabönd — 2.85
hattur — 3.00
olíukápa — 11.00
sjóhattur — 1.50
silkitvinni og tvinni — 2.55
ritföng — 0.75
trjáviður — 3.90
Peningar — 25.00
greitt einstald. — 55.38
5 ljáblöð — 6.75
naglar og naglajárn — 4.20
91^4 pd. skeifnajárn — 2.23
þrennir ullarkambar — 4.15
1 spaðablað — 1.50
olíulampi — 3.65
sagfíll — 0.55
matskeið — 1.20