Heima er bezt - 01.07.1956, Síða 10

Heima er bezt - 01.07.1956, Síða 10
238 Heima Nr. 7-8 --------------------------------er bezt---------------------------- Hofsfossar. ekki sérlega vel á okkur komnir, búnir að vaka [rrjú dægur og blautir. Ekki var snjór til fyrirstöðu á vegin- um, og riðum við allgreitt, eftir því sem mögulegt var. Milli Dagverðareyrar og Lóns villtumst við og lentum niður hjá Gæsum. Náðum við þó upp að Hörgánni nokkru fyrir neðan vaðið, en klóruðum okkur upp að henni, þar til að vaðinu kom, en það er nálægt Lóni. Var nú haldið sem leið lá, út fyrir ofan Os, út Hvamms- reit, út á Ása fyrir of^n Bakkana, að Arnarnesi. Yzt og efst á túninu í Arnarnesi voru fjárhús og hlaða við. Sunnan undir þessari húsaþyrpingu er farið af baki. Húsin voru auð, og vildu margir setjast þarna að og fá sér skýli, en nokkrir, sérstaklega tveir menn, voru ákveðnir að brjótast áfram, óttuðust, að mikill snjór yrði kominn á veginn yfir svonefndar Hillur, en það er illræmdur vegarkafli. Verður það svo úr, að enn er lagt af stað, og þeir tveir menn, er ákveðnastir voru að halda áfram, verða fyrstir til að komast á hest, en um leið og þeir sleppa úr skjólinu fyrir húshornið, tek- ur höfuðfatið af þeim báðum. Hafa þau ekki sézt síðan. Slá þeir þá undan í bili, en ekki vildu þeir uppgefast að heldur. Fala þeir alla vasaklúta, sem tiltækir voru og binda sér eyrnaskjól úr þeim og nokkurs konar skýlur. Svo sem rosknir menn muna, liggur vegurinn norður frá Arnarnesi yfir svokallaða Arnarnestjörn skammt fyrir #ofan ásinn, sem fellur úr henni til sjávar. Fyrir gat það komið alloft, að sjógangur bæri sand og möl fyrir ósinn. Stíflaðist þá tjörnin, og hækkaði í henni, svo að hún gat orðið ófær eða mjög langt sund yfir hana, en oft var líka hægt, er svona stóð á, að komast kambinn. Nú er horfið að því ráði að prófa tjörnina. Er hún þá svo djúp, að auðsjáanlega er sund. Þá er leitað fyrir sér, hvort fært sé yfir kambinn, en ekki eru tök á því, þar sem brim gengur yfir hann. Er þá snúið við og farið suður með tjörn, en það er mesti tröllavegur og sérstaklega út með tjörninni að vestan. Þar eru keldur, svarðargrafir og alls konar ófærur. Ein- hvern veginn klöngrast menn yfir ósinn, sem rennur út í tjörnina, en fyrsti maðurinn, sem lagði í það, hleypti þó á sund. Tvístraðist þá allur hópurinn, og man ég, að ég var einn míns liðs þarna út og upp með tjörninni. Veit ég þá ekki fyrri til en ég bókstaflega missi hrossið úr klofinu á mér, hangdi eftir á bakka, sem ég taldi víst, að væri svarðargrafarbakki, en hesturinn hefði fallið í gröfina. Fór nú samt að rífa snjóinn af bakka- brún þessari með svipunni og fann strax, að ekki var þverhnípt niður, og gras var að finna á bakkanum. Renndi ég mér svo þarna niður, og hesturinn stóð milli hnés og kviðar í krapi. Var þetta lækjarfarvegur og all- djúpur. Bjóst ég við, að hann mundi grynna, þegar upp eftir kæmi, öslaði krapið og teymdi klárinn spölkorn, þar til farvegurinn grynntist svo, að hesturinn hafði sig upp. Settist ég þá á bak og reið þar upp eftir, sem ég bjóst við, að væri nálægt Galmarstöðum. Skammt sunnan og austan við Galmarstaðabæinn hafði Magnús, sem áður bjó í Fagraskógi, byggt sér timburhús. Að því kom ég og hitti þar fjóra ferðafélaga mína. Vissu þeir ekki, hvað hinum liði, en bjuggust þó helzt við, að þeir væru komnir eitthvað lengra áleiðis. Veður var enn afskaplega hvasst, bleytuhríð, en ekki mikil snjó- koma. Leggjum við svo af stað, þessir fimm, og kom- umst með sæmilegu móti út og upp að Fagraskógi. Þar hittum við hina ferðafélagana, það er að segja fimm, en eins og áður er getið, veiktist Jón Runólfsson, og einn okkar, Hallgrímur Halldórsson á Melum, varð eftir hjá honum til að annast um hann. Þarna vorum við þá tíu komnir saman í einn hóp aftur. Nú virtust allir búnir að fá ærið nóg af volkinu og vilja setjast að, ekki þó að gera neitt vart við sig í Fagraskógi, en leita fyrir sér í fjárhúsunum. En þau voru þá full af fé nema eitt hús úti og niðri á sjávarbakkanum. Þar tókst okkur að koma öllum hrossunum inn, en mannskapurinn hélzt við í fjárhúsgarðanum. Mat höfðum við með okkur og fengum okkur nú bita, og ekki var kalt, því að hrossin hlýjuðu upp, en allir vorum við meira og minna blautir og jafnvel holdvotir, þar sem ekki þekktist þá, að menn

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.