Heima er bezt - 01.07.1956, Síða 11
Nr. 7-8 Heima 239
--------------------------------er bezt----------------------------
ættu hlífðarföt, er nokkurt hald væri í fyrir rigningu
og bleytuhríð. Ekki varð mönnum svefnsamt heldur en
fyrri nóttina, en þegar kom fram undir morgun, birti
allt í einu upp með sunnan og vestan froststormi. Var
þá sveljandalegt að fara út í nepjuna, svo illa sem við
vorum á okkur komnir, en hiklaust er lagt af stað, og
ekki voru neinar sérstakar torfærur á leiðinni vegna
snjóa. Og áfram var haldið, og allir náðu heim til sín
fyrr eða seinna mánudaginn 19. september, og varð
engum meint af þrátt fyrir allt þetta vos. Af okkur
ferðafélögunum er nú einn enn á lífi auk mín, Björn
Björnsson í Göngustaðakoti. Ég vil geta þess, að þessi
ferð og allt, sem á dagana dreif, tók nokkuð á mig sök-
um þess, að ég gat búizt við, að konan mín legðist á
sæng að fyrsta barni okkar, meðan ég var í þessari ferð.
Enda hafði svo orðið, að okkur fæddist dóttir á sunnu-
dagsnóttina, sem við lágum í Glerárrétt, en báðar voru
við beztu heilsu, er heim kom. Má geta nærri, hve glað-
ur ég varð að sækja svona vel að og ná heim eftir allt
þetta amstur.
AF BRÚARSMÍÐ
Á barnsárum mínum átti ég enga leikbræður og sýsl-
aði einn míns liðs. Þótti mér þá betri leikvöllur á svoköll-
uðum Lambhúshól norðan við bæjarlækinn. Bæjarlæk-
urinn var allvatnsmikill, og komst ég ekki hjálparlaust
yfir hann, en þegar dró að fráfærum, var lækurinn brú-
aður, svo að mjaltakonur ættu hægara með að bera
mjólkina frá kvíunum heim til bæjar. Var ég svo hrif-
inn af þessari brúargjörð, að mín bezta skemmtun var
að brúa ýmsar smásprænur og jafnvel veita úr lækjum
smáseytlum og leggja á þær brýr. Var þar með vakinn
áhugi minn á brúargerð. Annað var það, að í fyrsta
sinn, sem ég fékk að fara í lambarekstur, tók það mjög
á mig, hve illri meðferð mér fundust lömbin verða
fyrir, þegar þau þurfti að reka í ýmsar þverár, sem
urðu á leiðinni til afréttar. Kom þá í huga minn, hve
æskilegt væri, að hægt væri að brúa þessar ár. Átti það
síðar fyrir mér að liggja að smíða brýr á nokkrar þeirra
og aðrar meiri, sem nú skal greina.
Það mun hafa verið haustið 1894, að fyrstu göngur
urðu ekki gengnar sökum stórrigningar og vatnavaxta.
Næsta dag komust þó göngur á, en vatnavextir voru
þá enn nokkrir og töfðu mjög, að féð kæmist á áfanga-
staði. Tepptust fjárrekstrar, sem komu framan úr Þver-
árrétt í Skíðadal, úti í tungunni milli Skíðadalsár og
Svarfaðardalsár, og varð að vakta féð þar í tungunni
yfir nóttina. Þetta atvik, held ég, að hafi orsakað það,
að ýmsum kom til hugar, að nauðsynlegt væri að brúa
Skíðadalsá og Svarfaðardalsá. Mér var þetta eins og
öðrum brennandi áhugamál. Hafði ég frétt, að Einar
bóndi á Hraunum í Fljótum hefði numið brúarsmíði
úti í Noregi og byggt nokkrar stærri brýr í Skagafirði,
og skömmu eftir nýár 1895 tók ég mér ferð á hendur
vestur í Skagafjörð til að skoða brýrnar, er ég vissi, að
Einar hafði gert, bæði á Grafará og Hofsá á Höfða-
strönd. Tók ég allnákvæmt mál af þeim, og þegar heim
kom, smíðaði ég líkan af annarri og leitaðist við að
hafa öll hlutföll í fullu samræmi. Nú var farið að líta
eftir, hvar tiltækilegast mundi að brúa árnar, og til
frekari tryggingar var Einar á Hraunum fenginn hing-
að í dalinn að álíta brúarstæðin. Kom honum alveg
saman við okkur, sem höfðum hugsað okkur brúar-
stæðin áður fyrr. Sá hann þá líkan það, sem ég hafði
gert, líkaði honum það vel, og hvatti hann mig ein-
dregið til þess að smíða brýrnar. Var ég mjög hikandi,
þar sem ég hafði aldei séð smíðaða brú, og hér voru
einnig þau vandkvæði, að sérlega erfitt var að koma
þeim á. Þó fór svo, að þetta lukkaðist. Einar tók allt
efni til í báðar brýrnar. Hvatti hann okkur til að snúa
okkur urn efnisöflun til Kristins Havsteen, sem þá var
framkvæmdastjóri Gránufélagsins, því að Einar kvaðst
þekkja hann að því, að hann myndi leysa hlutverk sitt
vel af hendi, ef hann á annað borð tæki það að sér. Fór-
um við nú tveir, Jón Runólfsson á Hreiðarsstöðum og
ég, til Akureyrar 30. júní 1895 og sömdum við Kristin
Havsteen um útvegun á öllu efni til brúnna. Var hann
nokkuð tregur til að byrja með, en þó tókust samning-
ar með okkur, og innti hann starf sitt af hendi af frá-
bærum drengskap. Efnið, bjóst hann við, að gæti komið
í ágústmánuði með millilanda- og strandferðaskipinu
„Thyru“, sem þá var hér í förum fyrir Sameinaða
danska gufuskipafélagið. Sendi hann svo hraðboða í
ágúst hingað út eftir, að nú kæmi efnið og skyldi hann
sjá um, að „Thyra“ skilaði því út að Hrísey, þegar
hún færi frá Akureyri. En þá yrðum við að vera við-
búnir að veita því þar viðtöku.
Fórum við ellefu saman hinn 10. ágúst yfir til Hrís-
eyjar á tveim sexæringum og fengum leyfi til að skipa
efninu þar í land. Fórum við yfir kvöldinu, áður en
skipsins var von. Kom það svo tímanlega dags út undir
eyna, og við hlupum í bátana og rerum fram til skipsins.
Þegar við komum að skipslilið, sjáum við, hvar Kristinn
Havsteen stendur við borðstokkinn. Ávarpar hann okk-
ur strax og spyr, hvort okkur sé nokkurt kappsmál, að
Gisli Jónsson með fyrstu sláttuvélina, sem notuð var.