Heima er bezt - 01.07.1956, Side 19

Heima er bezt - 01.07.1956, Side 19
Nr. 7-8 Heima ---er bezt Sandvík slepptu Hauksmenn dráttartauginni samkvæmt beiðni Sæfinns. Var klukkan þá um hálf tvö. Meðan drátturinn stóð yfir hafði vél Sæfinns verið í gangi, og er drættinum lauk, setti Sæfinnur upp segl og sigldi norður að Stafnesi. Þar voru segl tekin sam- an, enda var þá komið logn, og siglt fyrir vélarafli unz lagt var við Gerðahólma kl. 6 um kvöldið. Voru netin þá skorin til fulls úr skrúfunni og því verki lokið kl. 9 um kvöldið. Þegar Haukur hafði lokið drættinum hvarf hann aft- ur til netja sinna, er hann hafði lagt á Sandvík sunnan Reykjaness. En þar sem veður og sjór hafði, að sögn Hauksmanna aukizt, sneri hann við hjá Reykjanesi, fór inn fyrir Skaga og vitjaði eigi um net sín fyrr en næsta dag. Eigendur og skipshöfn Hauks kröfðust nú 120 þús. króna björgunarlauna úr hendi eiganda Sæfinns. Töldu Hauksmenn, að Sæfinnur hefði verið í þeirri hættu staddur, þar sem hann var með net í skrúfunni á Sandvík en vindur staðið á land, mikið brim og vaxandi sjór, að hér hefði verið um að ræða björgun úr yfh> vofandi háska. Héldu Hauksmenn því fram, að litlar líkur hefðu verið til þess, að Sæfinnur hefði af eigin ramleik komizt fyrir Reykjanes, en ógerlegt að liggja fyrir akkeri á Sandvíkinni, eins og botni og veðurfari hefði verið háttað. Sæfinnsmenn mótmæltu því hins vegar, að um björgun hefði verið að ræða, þar sem Sæfinnur hefði, er Haukur tók hann í eftirdrag gengið 3/4 úr mílu á móti sjó og vindi og auk þess haft seglaútbúnað í fyllsta lagi. Héldu þeir því fram, að Sæfinnur hefði t. d. auðveldlega getað siglt beitivind með hjálp vélar sinnar útsuður til Vestmannaeyja. Loks töldu Sæfinns- menn, að þeir hefðu getað lagzt við akkeri á Sandvík- inni og hreinsað skrúfuna til fulls þar. Hefði hér því í hæsta lagi verið um að ræða aðstoð af hálfu Hauks. Bátar þeir, Sæfinnur og Haukur, sem hér komu við sögu voru báðir af Norðurlandi og kom það í hlut sjódóms Akureyrar að dæma í málinu. Komst sjódóm- urinn að þeirri niðurstöðu, að þar sem ekki hefði verið hnekkt þeirri skýrslu Sæfinnsmanna, að skipið hefði gengið 3/4 úr sjómílu móti sjó og vindi og þar sem skipið hefði haft nokkur segl til þess að bjarga sér, ef í nauðir rak, þá yrði að ætla að Sæfinnur hefði af eigin ramleik komizt fyrir Reykjanes, enda veður, samkvæmt vottorði veðurstofunnar, ekki farið versnandi. Að þessu athuguðu og því öðru, sem áður var rakið, var dæmt, að hér hefði ekki verið um að ræða björgun í merkingu siglingalaganna. Hins vegar þóttu Hauksmenn eiga kröfu til nokkurrar þóknunar fyrir aðstoð sína, og þar sem sannað þótti, að þeir hefðu orðið fyrir aflatjóni vegna aðstoðarinnar taldi sjódómurinn þóknun þeim til handa hæfilega ákveðna kr. 8000.00. Ekki vildu Hauksmenn una þessum úrslitum og skutu þeir máli sínu til Hæstaréttar, en þar urðu máls- úrslit þau, að niðurstaða sjódómsins var staðfest, að 247 öðru leyti en því, að þóknun Hauksmanna var hækkuð úr kr. 8000.00 í kr. 12000.00. Þá voru þeim og dæmdar 4500 krónur í málskostnað fyrir báðum dómum úr hendi eigenda Sæfinns. Lauk þannig netjaflækju þessari. LJÓÐ (Christina Georgina Rossetti) Yndið mitt, þá eg er dáin engin sorgarljóð mér kveð. Engar rósir á mitt leiði eða skuggsæl sýprustré. Grasið vaxi grænt mér yfir við gróðrarskúr og daggartár. Getur verið að þú munir og getur verið að þú gleymir. Eg mun ekki skuggann skynja, eg mun ekki regnið finna. Eg mun ekki heyra óðinn, næturgalans ljúfsár ljóðin. Og í húmi er mig dreymir, ei því lyftir, ei það fellur, getur verið að ég muni og getur verið að ég gleymi. Þorbjörg Árnadóttir íslenzkaði Christina Georgina Rossetti (1830—1894) fæddist í London, Englandi, og var dóttir ítalska skáldsins Gabri- els Rossetti, sem settist að í Englandi, og systir málarans Dante Gabriels Rossetti. Hún hlaut menntun sína í heimahúsum og lifði hlédrægu lífi. Mörg Ijóðasöfn hafa komið út eftir hana og er hún talin meðal fremstu skáld- kvenna Englendinga á nítjándu öldinni.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.