Heima er bezt - 01.07.1956, Qupperneq 24
252 Heima Nr. 7-8
I— :----------------------------er bezt-----------------------------
legra virtist að tveir færu saman. Auk þess var svo von
á Hallgrími Krákssyni Siglufjarðarpósti von bráðar, á
leið þangað, uin Ólafsfjörð og Fljót og gat komið til
greina að verða honum samferða, þótt hann færi raunar
lengri leiðir en mér var nauðsynlegt.
Svo kom Hallgrímur í þann mund er veður þótti
tiltækilegt. Slógumst við í för með honum og drógum
við með honum póstsleðann, sem var nokkuð þungur í
byrjun. Fyrsta daginn komumst við út í Svarfaðardal
og gistum við tveir hjá frændfólki mínu á Böggvisstöð-
um, en Hallgrímur þurfti að skila pósti á Dalvík og
gisti annars staðar, en ákveðið var að hittast með
morgni. Á Böggvisstöðum var okkur sagt, að Hallgrím-
ur færi ætíð svokallaða Reykjaheiði í Ólafsfjörð og
Lágheiði í Fljótin og væri það póstleiðin, en hinsvegar
væri styttra fyrir okkur að fara Grímubrekkur og
Ólafsfjarðarskarð og ákváðum við félagar að fara þá
leið á eindæmi, ef Hallgrímur fengist ekki til þess líka.
Morguninn eftir var nærri logn, en hríðarslitringur og
mjög dimmt yfir. Mættum við Hallgrími á tilteknum
slóðum og mæltumst til þess, að hann yrði með okkur,
að minnsta kosti í Ólafsfjörðinn. Hann kvað það ekki
koma til mála, með því að hann væri bundinn við póst-
leiðina og eggjaði okkur mjög á að verða sér samferða,
enda okkar leið lítið styttri og mesta óráð fyrir ókunn-
uga að fara hana í þessu færi og veðurútliti. Við töld-
um hinsvegar okkar Ieið ákveðna og áttum við þá
skamman spöl samleið upp á Böggvisstaðadal neðan-
verðan, sem Hallgrímur mundi fara upp eftir, en við
beygja bráðlega af.
Grímubrekkur er brattur og hár fjallgarður (rúmlega
1000 m. hár), milli Svarfaðardals og Ólafsfjarðar, en
innar á sama fjallgarði, heitir Reykjaheiði, fullt svo
há, en tæpast eins brött. Sé hún farin, er gengið inn
Böggvisstaðadal, þaðan upp á hciðina og komið niður
að Reykjum, innst í Ólafsfirði. Af Grímubrekkum er
komið niður neðan við miðja sveit Ólafsfjarðar. Sími
lá yfir Grímubrekkur og átti því ekki að vera mjög
vandratað, en í dimmviðri gat þó út af borið og vara-
samt ef svo hefði farið.
Nú var farið að snjóa dálítið og svo blindað, að lítið
sá framundan. Kom svo að vegamótunum, og kvaddi
ég þá Hallgrím og þakkaði samfylgdina. En þá skeði
það, sem mér hafði orðið verst við á æfinni til þess
tíma. Félagi minn réttir mér hendina til kveðju og segist
ætla áð verða Hallgrími samferða. Ég lét mér þó hvergi
bregða og kvaddi hann virðulega, en þóttist sjá að þeir
hefðu svo um samið á bak við mig í öruggri vissu um
það, að ég yrði þá með, en of mikið sárnaði mér við
förunaut minn til þess, að slíkt hvarflaði að mér. I.agði
ég svo ótrauður á brekkuna. Þó hafði ég ekki gengið
nema skamman spöl, þegar ég heyri dimma rödd Hall-
gríms neðan að: „Bíddu! við ætlum að koma með þér“.
í hreinskilni sagt, þá létti mér all-verulega, því ekki var
ég með öllu laus við beyg undir niðri, af því að leggja
þarna einn út í fullkomna óvissu um allt framundan.
Þegar nokkuð kom upp í brekkuna, tók snjór mjög
að dýpka, svo að versta færi gat talizt og bratti of
mikill til þess að gengt væri á skíðum nema sumt af
leiðinni. Þó var sæmilega fastur snjór undir þeim ný-
fallna.
A þessari leið sá ég nú þann mesta snjó, er ég hefi
augum litið, því þótt veturinn 1910 væri einn mesti
snjóavetur er menn þá mundu, varð elcki á mínum vegi
önnur eins ógna snjódyngja og þarna; en það hafði ég
meðal ahnars til marks um snjódýpið, að símalínan var
gerð af venjulegum símastaurum, en ofan á þá á nokkr-
um kafla var boltuð alllöng viðbót og á tveim stöðum
náði snjórinn upp undir þræðina, svo að mátt hefði
stíga yfir þá, hefði snjórinn verið nógu fastur til þess.
Marga klukkutíma vorum við að brjótast upp, en úr
því gekk ferðin mun hraðar, en ég kærði mig um. Tók
nú Hallgrímur við allri stjórn, settist klofvega á staf-
inn sinn, sagði okkur að gera það sama og fara í slóð-
ina sína, eða sem næst því og hvarf svo eitthvað út í
dimmuna, því raunar sáum við alls ekkert framundan.
Er svo ekki að orðlengja það, að hér fór ég þá ein-
stökustu ferð, sem ég hefi hingað til farið. I nokkrar
mínútur að mér fannst, vissi ég hvorki í þennan heim
né annan; fann að ég rauk eitthvað út í buskann með
ógna hraða og að snjókófið lék um mig eins og í hvass-
asta hríðarbyl. Öll sú litla hugsun, sem að komst, beind-
ist að því að halda fast um stafinn, húkandi niður á
skíðin, reyna að halda jafnvæginu og ná andanum. Inn-
an lítillar stundar stöðvuðust skíðin að mestu, en hvar
ég var eða hvað skeð hafði, vissi ég naumast fyrst um
sinn. Man ég lítið til næstu stunda annað en það, að
einhvernveginn náðum við félagar saman heilir á húfi,
neðan við bröttustu brekkurnar, í dálítilli dalskoru. I
raun og veru hafði hér verið um svo bratta og háa
brekku að ræða, að ofætlun var fullgóðum skíðamönn-
um að standa hana í góðu skíðafæri á hörðum sjó, hvað
þá lítt æfðum, eins og mér, en lausi snjórinn nýfallni,
sem víða var klofdjúpur, hafði gert þetta fært.
Varð mér nú hugsað til þess, hvað úr mér hefði orð-
ið einum á þessu ferðalagi og setti að mér hálfgerðan
hroll, því þegar niður kom, vissi ég ekkert hvert halda
skyldi, því síininn sást nú ekki, enda farið að skyggja.
En hvað um það; nú hafði ég Hallgrím að förunaut
og kunnugleiki hans og forsjá komu okku í öruggt
húsaskjól fyrir nóttina.
Þegar ég ákvað að fara Grímubrekkur, var að sjálf-
sögðu ætlunin að fara Ólafsfjarðarskarð til Fljóta, sem
er langsamlega stytzta leiðin, ef fara á neðan til í Fljót-
in, en að tilmælum Hallgríms, sem mér fannst nú mak-
legt að taka til greina, breytti ég áætlun og fór með
honum um Lágheiði í Stíflu og niður öll Fljót, enda
þótt það tefði mig minnst um einn dag, miðað við