Heima er bezt - 01.07.1956, Síða 32
260 Heima Nr. 7-8
--------------------------------er bezt----------------------------
þeir, sem ynnu fyrri hálfleik, væru í meiri hættu en
hinir, tíðkazt í fáeinum, gömlum spilum. Stúlkan sagði:
„Við skulum láta þá, sem unnið hafa fyrra hluta,
vera í aukinni hættu, en hækka um leið vinning þeirra
fyrir slemmur.“
Þau reyndu þetta, og það gafst vel. Og upp af þess-
um hrærigraut úr plafond, aktions-bridge, slemmum,
hættusvæði og hugkvæmni Vanderbilts spratt svo vin-
sælasti og skemmtilegasti leikurinn, sem nokkru sinni
hefir verið háður í víðlendu ríki spilanna.
Skömmu síðar spurði ég Mike Vanderbilt, sem gerzt
hafði brautryðjandi kontrakt-bridgsins:
„Hvað hét hún, þessi fallega kona, sem fyrst átti
hugmyndina að honum?“
Hann hugsaði sig lengi um og svaraði svo:
„Það man ég ekki.“
Og nú veit enginn, hver hún var.
• -----o-----
Við undrumst yfirlætisleysi fornra höfunda, er ekki
létu nafns sín getið á handritum íslendingasagnanna.
Of vægt er að orði kveðið, að við undrumst þau ósköp,
er íslendingum tókst að týna sjálfu Lögbergi, og að
því er virðist á fáum áratugum. En er þó hitt ekki
miklu furðulegra, að í auglýsingaskrumi og metorða-
vafstri tuttugustu aldarinnar skuli höfundurinn að vin-
sælasta leik veraldar hjúpa sig viljandi og vafalaust af
ráðnum hug blæjum þagnar og gleymsku?
Höfunda Islendingasagnanna hefir að öllum líkindum
ekki órað fyrir, að nöfn þeirra mundu geymast um
óraleiðir sögunnar, ef þeir festu þau á bókfellið. Slíku
er hér ekki til að dreifa. Unga stúlkan, er kenndi
auðjöfrinum vesturheimska kontrakt-bridginn úti á
rniðju Atlanzhafi fyrir 25 árum, er ekki enn meira en
miðaldra. Hennar hefir verið leitað logandi ljósum, en
árangurslaust. Vafalaust hefir þessi gáfaða kona fljót-
lega vitað, þótt ef til vill hafi hana ekki grunað það í
fyrstu, hvað beið hennar, ef hún einn góðan veðurdag
kæmi fram á sviðið og segði: Sjáið, hér er ég! Nafn
hennar yrði á hvers manns vörum. Hún væri aufúsu-
gestur í glæstustu sölum, þægi heimboð frá höfuðborg-
um og þyrfti aldrei að drepa hendi í kalt vatn. Samt
lætur hún ekkert til sín heyra, horfir álengdar á upp-
findinguna sína fara sigurför um víða veröld. Ef til vill
hnyklar hún brýnnar dreymandi á svip, ef til vill
bregður háðbliki úr glampandi augum.
En hvað veldur?
Virti þessi unga og fagra kona að vettugi auð og
frægð? Vissi hún kannske, að gæfan siglir ekki alltaf
með stöfuðum seglum yfir steindum borðum? Eða
hafði hún eins og íslenzka skáldið fundið, að hvergi er
færra „en í hópsins geim né hljótt þar sem glaumur er
mestur.“ Eða blundaði kannske í hug hennar óljós
uggur um, að fleiri vættir mundu vaka yfir bridge-
borðinu en gleðin ein? Engri þessari spurningu verður
að líkindum nokkru sinni svarað. Huldumærin í ævin-
týri bandaríska auðkýfingsins hvarf jafn sviplega og
hún kom eins og álfameyjarnar í íslenzkum þjóðsögn-
um inn í órofa bergið. Og hún- eins og þaér skildi gullið
sitt eftir í mannheimum. Það var álagagull.
Maður er nefndur Tupper Bigelow í Toronto vest-
anhafs. Hann hefir tekið sér fyrir hendur að safna
skýrslum og heimildum um allt það, er gerist við
bridgeborðið, varðar við lög og upp kemst. Þetta safn
kvað nú vera orðið geysistórt og ná yfir málaferli og
afbrot ótrúlega margvísleg. Algengustu málin eru
hjónaskilnaðir. Dómarinn í Montreal kvað upp úr-
skurð í einu slíku máli 22. júlí 1949. Maður að nafni
Gay hafði sparkað í botninn á konunni sinni, af því
að hún tapaði rúbertu á klaufalegri spilamennsku. Þótti
frúnni þetta ósanngjörn refsing, kærði og krafðist
skilnaðar. Fékk hún hann, og varð dómaranum að
orði, er hann kvað upp úrskurðinn: „Einmitt þetta er
orsök margra hjónaskilnaða hér í borginni.“
Annar kunnur, bandarískur dómari, Peabody, sagði
meðal annars, er hann reifaði hjónaskilnaðarmál fyrir
kviðdómendunum:
„Maðurinn krefst skilnaðar vegna ósamkomulags,
einkum vegna lélegrar spilamennsku og heimskulegrar
þrákelkni við bridgeborðið. Ef honum gefst færi á að
tvöfalda og ná sér rækilega niðri á andstæðingunum,
tekur hún ævinlega sögnina af honum. Eg býst við,
að þið, heiðruðu kviðdómendur, séuð mér sammála
um, að slíkt er ekki aðeins óhæfileg frekja, heldur með-
fædd ástríða til að láta aðra þjást (Sadisme).“ Auðvitað
fékk mr. Rawlings skilnað greiðlega og ágreiningslaust.
En hverfum frá smámunum eins og hjónaskilnuðum,
kjaftshöggum, hnífsstungum, þjófnaði, ránum og of-
beldi og svipumst um í salnum, þar sem dauðinn glottir
yfir öxlina á spilamanninum.
Það er hásumar," 8. júlí 1940. í litlu þorpi, sem
Dondo nefnist, á bökkum fljótsins Cuanza í Vestur-
Afríku, sátu þrír karlmenn og ein kona að spilum.
Allt voru þetta Portugalir, enda landsvæði þetta portu-
gölsk nýlenda. Spilafólkið var hjón nokkur að nafni
Ferganza og tveir kaupmenn þar á staðnum, Mc
Pherson og AIc Tavish. Spiluð var þráseta, og voru
hjónin saman. Sat frúin í austur en hr. Ferganza í vest-
ur. Mc Pherson var í suður, en Mc Tavish í norður.
Voru þeir taldir mun sterkari spilamenn en hjónin.
Spilað var geysihátt eða 10 escudos stigið, en það mun
svara til 5—6 þús. íslenzkra króna á meðal rúbertu, eða
10—12 þús. kr. á tapaða rúbertu hjá báðum.
Þegar komið var að örlagaspili leiksins, höfðu hjónin
tapað um 70 þús. króna. Herra Ferganza var orðinn
daufur í dálkinn og mun hafa brotið heilann um, hvort
andstæðingarnir mundu ganga til samninga um gjald-
frest og afbörganir.