Heima er bezt - 01.07.1956, Qupperneq 43
Nr. 7-8 Heima 271
--------------------------------er bezt-----------------------------
Dan stóð upp með skammbyssuna í handi. „Stattu
ekki vælandi þarna úti,“ sagði hann við Glenn Griffin.
„Ég kem að bakdyrunum.“
Það var ekki óp, sem barst til hans að utan, heldur
hlátur, stuttur, hæðnislegur sigurhlátur.
„Læstu svefnherbergisdyrunum, Cindý. Ef þú heyrir
skotið niðri, skaltu'þrátt fyrir allt hringja. En ef ekk-
ert kemur fyrir, skaltu ekki hringja.“
Fyrst bærði Cindý ekki á sér, en þegar Dan gekk
niður bakstigann með öryggið á byssunni, heyrði hann,
að dyrum svefnherbergisins var lokað og síðan aflæst.
Hann geklt eins og í blindni gegnum litlu skonsuna
við uppgönguna, nam aðeins andartak staðar til að
hlera eftir gnauðinu í vindinum. Svo opnaði hann
dyrnar.
„Fleygið byssunni fyrst út,“ sagði Glenn Griffin í
viðvörunartóni.
Dan kastaði skammbyssunni út. Aftur var svo kom-
ið, að hann átti ekkert val. Hann heyrði til þeirra,
sem aldrei urðu ráðþrota. Hann stóð hræringarlaus
og beið þess, er koma skyldi: byssukúlu, höggs mann-
anna eða þá drengsins hans.
Glenn kom fyrst út úr myrkrinu. Síðan kom Ralphie.
Dan fann hönd drengsins í handlegg sér, heyrði niður-
bælt kjökrið, um leið og drengurinn hallaði sér upp að
honum.
„Farðu upp, góði,“ sagði Dan.
Drengurinn hlýddi fljótt og hljóp berfættur upp
stigann, og Dan heyrði, er þær mæðgur tóku á móti
honum.
Nú stóð Glenn fyrir framan hann, hár vexti og
mikilúðlegur, eins og ógreinilegur, flöktandi skuggi.
Að baki Glenns grillti í Hank Griffin, undarlega stirð-
legan og pervisinn að sjá.
„Við náðum Robish líka,“ sagði Glenn Griffin, um
leið og hann ýtti Dan inn í búrskonsuna. „Ég varð að
kæla hann dálítið, Hilliard, til þess að koma honum í
skilning um, hver hér ræður húsum.“ Maðurinn talaði
kuldalega og án ástríðuhita.
Það var ef til vill þessi skortur á æsingu, sem olli
því, að Dan var orðinn rólegri, er hann hlaut höggið.
Þetta var hið versta högg, og var greitt að ofan, um
leið og hlaup skammbyssunnar kom við enni honum
rétt við hársræturnar.
Hann féll. Þetta var fyrsta höggið.
Hann hafði enga hugmynd um, hve lengi þetta stóð
yfir. Hann vaknaði í rúmi sínu í svefnherberginu og
sá ekkert fyrir myrkri. Hann hreyfði sig og stundi
við og heyrði stunur sínar eins og úr fjarlægð. Svo
fann hann, að lófi Elenóru lagðist að munni honum,
þýðlega og svalandi. Hann reyndi að setjast upp, en
hún hélt aftur af honum.
„Dan,“ hvíslaði hún, „Dan, vertu ekki að reyna á
þig með að tala eða hreyfa þig. Dan, viltu gera fyrir
mig það, sem ég segi þét, góði?“
Hún fann, að hann kinkaði kolli. Myrkrið var aftur
að þéttast, ekki myrkrið í herberginu, sem olli því,
að gluggaumgjörðirnar sáust ógreinilega, heldur rnyrkr-
ið, sem áður hafði gleypt hann, er hann lá meðvitundar-
laus og án sársauka.
„Dan, ég gaf þér nokkrar svefntöflur Það fer bráð-
um að elda aftur. Ef þú getur skilið það, sem ég segi,
hlustaðu þá á mig.“
„Ralphie?“
„Honum líður vel, Dan. Hann sefur.“
„Og.... þeir, þeir þessir....?“
„Þeir eru hér enn. Cindý er inni hjá Ralphie, og
einn þeirra er í svefnherbergi hennar hérna uppi. Hinir
tveir eru niðri. Hlustaðu á mig, Dan. Ég hefi verið
að hugsa málið í alla nótt. Þér varð á heimskuleg og
hræðileg skyssa, en dásamleg, og ég elska þig. Nei,
þetta var nú ekki það, sem ég ætláði mér að segja.
Getur þú heyrt, hvað ég segi, góði? Ég vil gjarna taka
það fram, að þú mátt aldrei gera neitt svipað aftur. Þú
mátt ekki reyna að endurtaka þessa tilraun. Þeir hefðu
getað drepið þig, Dan. Og þeir hefðu drepið þig í nótt,
Dan, ef þeir hefðu elcki þurft að hafa gagn af þér.
Heyrirðu til mín, Dan? Það er mikilvægt. Þú getur
ekki frelsað okkur, ef þú deyrð. Við björgumst ekki,
ef þú deyrð. Getur þú skilið það? Þú verður að skilja
það, Dan. Getur þú það ekki? Ef þú gerir þér þetta
ekki ljóst, mun eitthvað ógurlegt koma fyrir. Enginn
hefur minnsta grun um, hvað hér er að gerast, ekki
nokkur sála. Aðeins við, Dan. Ég grátbið þig. Lofaðu
mér því, elsku Dan, lofaðu mér, að þú reynir ekkert
þessu líkt aftur.“
„Ég lofa því,“ hvíslaði Dan, án þess að vita, hvað
það var, sem hann átti að lofa, en sökum hreimsins í
rödd hennar varð hann að játa þessu. „Já, góða, ég skil
þetta.“
„Þú mátt ekki vera hugdjarfur,“ sagði kona hans,
sem nú hafði lagzt við hlið hans. „Við viljum ekki, að
þú sért hugdjarfur. Við viljum, að þú sért alheill og
hress meðal okkar.“
Dan hafði einhverja óljósa hugmynd um, hvað kona
hans var að fara, en gat samt ekki áttað sig á hlutun-
um. „Kom þessi stúlka ekki?“
„Hún hringdi," sagði Elenóra blíðlega. „Einkaviðtal
við herra James eftir miðnættið. Hún kemur ekki, Dan.
Ég veit ekki, hvað það hefir í för með sér. Ég var
svo önnum kafin, að ég gat ekki spurt þá. Hún kemur
ekki, en þeir verða kyrrir hér. Reyndu nú að sofna
aftur. Skurðurinn á enni þínu er ekki djúpur, en þú
þarfnast hvíldar. Gerðu nú eins og ég segi þér.“
Hann fann varir hennar, mjúkar og votar, og ást
hennar vermdi hann ef til vill meira nú en nokkru
sinni áður. Hann fann heitan andardrátt hennar og
lófann við kinn sér. Hann sofnaði.
Það fór að rigna um hálfsexleytið um morguninn, rétt
fyrir aftureldingu. Jessi Webb hafði rétt fest svefn,
meðan höfuð hans hvíldi á handleggjunum, en er