Heima er bezt - 01.07.1956, Blaðsíða 47

Heima er bezt - 01.07.1956, Blaðsíða 47
Nr. 7-8 Heima 275 --------------------------------er hezt --------------------------- pabbi,“ sagði Cindý. „Ég skal sjá um hann. Ég býst við, að ég hafi verið eitthvað skrýtin í viðmóti við hann í gærkveldi, en nú er ég miklu hressari. Ég vil ekki, að þú farir líka að hafa áhyggjur út af þessu.“ Dan hafði ekki um þetta hugsað, honum hafði ekki dottið Karl Wright í hug. En það var líka ef til vill ekki rétt. Aldrei var að vita, hvar feyra var, hvar laus steinn var, sem gat valdið því, að allt þetta hrófatildur lygi og svika hryndi. Pósturinn í dag, hugsaði hann. Hann kemur kl. 9.30, og svo aftur kl. 2.45. Látið bréfið koma með fyrsta pósti, látum það koma sem fyrst. Svo greip drungi næturinnar hann aftur andartak, og truflandi hugsun greip hann, hugsun, sem ekki hafði valdið honum áhyggju fyrr: Símtalið. Konan hafði hringt. Það lítur helzt út fyrir, að lögreglan hafi reynt að klófesta hana. Svo hringdi hún. Hún hafði hringt heim til hans. Og hvað mundi gerast, ef lögreglan gripi hana við þann verknað eða rétt á eftir? Hvað mundu þeir gera, ef þeir hefðu símanúmerið, hvernig mundu þeir haga atlögunni? Dan vissi ekkert um starfshætti lögreglunn- ar, en í anda gat hann séð þá læðast hægt að húsinu, með hlaðnar byssur og reka upp heróp. Hann gat séð, hvernig Elenóra og Ralphie tóku þessu, og Glenn, sem sentist frá glugganum. Hann sá Robish, sljóvan og klunnalegan, sem þegar tók undir sig stökk og rétti fram hendumar----------- Og hvað gat Dan gert? Hvernig gat hann ráðið rás þessara viðburða? Hann heyrði djúpa stunu, er bifreiðin nam staðar við dyr vöruhússins. Mínúta Ieið, unz honum varð Ijóst, að stuna þessi hafði liðið frá brjósti hans sjálfs. Svarta bifreiðin með sírenumar á þakinu og orð- inu Lögreglustjóri máluðu stóru letri báðum megin á bílnum, var rétt við útjaðar bæjarins, nokkrar hús- lengdir frá húsi Hilliards. í bifreiðinni sat Jessi Webb og hugsaði sem svo, að þessi dagur mundi og fara til lítils. Margar klukkustundir voru síðan hann var viss um, að hinn langi listi með nöfnuin, heimilisföngum og símanúmerum mundi veita lausn gátunnar. En nú hafði hann rannsakað hálfa tylft símtala, og vom þau öll, nema eitt, símtöl frá sjálfsímum í Columbus, Ohio, til Indianapolis Indina, og þau höfðu farið fram milli tíu að kvöldi til kl. 3 að morgni. Hann hafði athugað tímann á skrifstofu sinni, en bjóst ekki við, að slíkt bæri mikinn árangur. Nú átti hann aðeins eftir eitt nafn, eitt heimilisfang og símanúmer af fyrstu tylftinni: Þeir voru færri, sem notuðu sjálfssíma á langlínum. Og ef Helena Lamar hafði greitt þar fyrir símtalið, þurfti hann að athuga tvö númer í viðbót. Og ef allt þetta bæri engan árangur, ætlaði hann að ráðgast við einkanúmer í Columbus. En þessi flokkur mundi senni- lega ekki veita neina vitneskju, en Jessi hugsaði sér að kanna alla möguleika. Sökum þráfaldra vonsvika varð hann sí og æ að vera þess minnugur, að hann var raunar að þreifa sig áfram í myrkri. Hið eina, sem hægt var að fara eftir, var frá- sögn konunnar, sem leynt hafði Helenu Lamar í Col- umbus. En hún vissi ekki betur, en Helena hefði farið út til að kaupa bíl og hringja. Engan bíl hefði hún keypt sér á lagalegan hátt hjá bílasala. Það var fljótlegt að ganga úr skugga um það. Og hún hafði ekki heldur notað neinn síma í grendinni. Því hafði þegar verið slegið föstu. Auðvitað var það hugsanlegt, að hún hefði hringt til New York eða þá Chicago, ef hún á annað borð ætlaði sér að tala við Glenn Griffin. Hví skyldi hún einmitt hringja til Indianapolis? Hvers vegna gat hann verið svo viss í sinni sök? Jessi Webb var alls ekki viss í sinni sök. Hann hafði aðeins gert sér þetta í hugarlund, og nú þrjózkaðist hann við að hafna þessari hugmynd, því að hann vildi svo vera láta, að Glenn hefði haldið til æskustöðv- anna. Katrín hafði meira að segja hrist höfuðið við morgunverðarborðið, er hann skýrði henni frá þess- ari vafasömu hugmynd eða von. En þá hafði Jessa dottið í hug visni handleggurinn á Frank frænda hans og enn visnari sál í visnum búk. Hann sá aftur í hug- sýn, er hinn yfirlætislegi, ungi maður hafði fyrst hleypt skoti úr byssunni og síðan fleygt henni út á götuna. Hann minntist ennfremur orðanna, sem voru hvæst í eyru hans á gangi fangelsisins: Þú átt von á hirtingu, löggi sæll! „En herra minn trúr,“ sagði Jessi reiðilega við sjálf- an sig, um leið og hann hægði ferðina. „Það er ekki hægt að treysta einvörðungu á öfgafulla vonina og hæpið hugmyndaflug! Þú ert vel þjálfaður lögreglu- maður eða hitt heldur. Reyndu að halda þér við stað- reyndirnar!“ Ágætt, þá varð að taka því. Hann mundi gera allt, sem hann gæti. Hann stöðvaði bifreiðina, þreifaði með hendinni undir frakkann, tók á skammbyssu sinni og opnaði bílhurðina. Ávallt gat svo farið, að hann gengi hjá einhverjum akstíg eða rangala beint í flasið á Glenn Griffin með skammbyssu á lofti. En hann varð að hætta á að Glenn kynni að leynast við einhvern glugga. Slíkt var betra en að vara Glenn við með símahring- ingum. Hér bar að treysta á heppnina. Hans mögu- leikar voru þessir: Sáralitlar líkur fyrir launsátri, aðeins sökum þess að ekkert benti til, að Glenn Griffin lægi hér í felum. Hann teygði höfuðið í veðrið, regnið draup af hatt- barðinu. Hann gekk í humátt að húsinu. Er hann var rétt að segja kominn að dyrunum, sá hann hlut, sem hann hefði raunar átt að koma auga á frá bílnum: Á glerhurðinni var blómaskilti. Hann stanzaði. Sam- brotsstólarnir, sem heyrðu til verzlun líkfaraboðans, voru í snyrtilegum hlaða undir skyggninu.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.