Heima er bezt - 01.07.1956, Qupperneq 49

Heima er bezt - 01.07.1956, Qupperneq 49
Nr. 7-8 Heima 277 --------------------------------er bezt ---------------------------- eftir var morgunsins, hafði hún setið við borð sitt og gætt þess að líta aldrei við honum. Nú var Kalli ekki reiður, aðeins sneyptur. Þetta kemur þér ekki við, Kalli, sagði hann við sjálf- an sig. Þetta var hrein og bein afsögn. Orlögin vildu þá ekki annað. Sjá, hvernig hún er núna, er hún talar í símann, — enginn drumbsháttur, engin hlédrægni. Skammbyssa og aftur skammbyssa! Þetta hafði hann ekki getað skilið. Hann gat ráðið hina gátuna: Vildi ekki líta við honum, talaði nú við annan strák af mikl- um ákafa, hafði einsett sér að fylgja hinum góðu föður- ráðum. En hvernig átti að skilja þetta með skamm- byssuna? Og hvað var hún að segja í símann. Ef hann vissi það, þá mundi.... Það, sem Cindý hafði sagt í símann, var ósköp sak- laust, fannst henni: henni hafði dottið nokkuð i hug, svo að nú skyldi hann hlusta, án þess að grípa fram í fyr- ir henm. Setjum nú, að hún eða Dan — gilti einu hvort þeirra var — gæti komizt yfir þetta fé á einn eða annan hátt, miklar fjárupphæðir, ef til vill fimm til sex þús- und dali. Ef þessir peningar, sem Glenn Griffin beið altaf eftir, kæmu ekki seinnipartinn, þá mundi hún, heldur en að bíða, fara með lánsféð heim til þeirra? Var ekki eitthvert vit í þessu? Nú biðu þeir ekki stúlk- unnar, aðeins peninganna. Og svo gætu þeir farið á fund stúlkunnar, — enda þótt Cindý vonaði raunar, að þeir kæmust aldrei svo langt. „Hve mikla peninga, Cindý? Þótt við nú gerum því skóna, að við gætum fengið slíkt lán, hvernig getum við þá verið viss um að hann viti ekki nákvæmlega þá upphæð, sem hann á von á? Ef hann sæi, að upp- hæðin væri annaðhvort of há eða of lág, kæmist hann að raun um, að við værum að blekkja hann. Og ef þú færðir honum féð, en ekki ég, mundi hann vera viss í sinni sök.“ „O, við þyrftum ekki að láta svo ólíklega, að pen- ingarnir kæmu frá þessari stúlku. Gerum því skóna, að ég segði honum, að þú værir í litla skóginum fyrir utan skotmál skammbyssunnar, með riffil, og þeir ættu ekki annars úrkosta en að hypja sig. Og ef þeir reyndu að taka mömmu, Ralphie eða mig með sér sem gisla, mundir þú standa þama og bíða þeirra, reiðubúinn að stöðva þá. Skyldu þeir vilja eiga á hættu að verða skotnir, ef þeir gerðu sér Ijóst, að þeir hefðu féð handa á milli og gætu komizt á brott án erfiðleika?“ „Cindý, Cindý,“ sagði Dan dapurlega, „já, þeir munu leggja á tæpasta vað.“ Hann var þolinmóður að heyra, en þreyttur. „Hvers vegna? Af því að þeir eiga ekki um neitt að velja. Þeir vita ofurvel, að ég mundi ekki skjóta, ef líkur væru til, að skot gæti hitt eitthvert ykkar. Þannig hafa þeir leikið okkur, og við verðum að horfast í augu við þá staðreynd. Og þótt skot hafi komið í mann, getur hann samt hleypt úr byssu. Þess vegna létu þeir EIlu lesa þessa frásögn í blaðinu. Þeir voru að kenna okkur. Og auk þessa, Cindý, þá trúa þeir því aldrei, að þeir muni láta lífið. Nei. ekki þeir. Allt til þessa hefir lánið leikið við þá, og þeir hafa gert sér í hugarlund, að þeir væm ódauðlegir. Þeir hugsa alltaf, að skot hljóti að hitta einhvern annan. Og þeir eru neyddir til að hugsa á þenna hátt. Þannig hugsa menn líka í orustu. Þetta er eina hjálpræðið.“ Hann þagnaði og dró djúpt andann. „Þú hefur þá hugsað um þetta allt?“ „Mér þykir þetta leitt, Cindý. Enginn getur látið sér detta slíkt í hug. Það er.... “ Hann þagnaði. „Ég skal hringja í þig, þegar pósturinn er kominn aftur.“ „Þakka þér fyrir.“ „Borðaðu nú eitthvað, Cindý. Þú bragðaðir ekkert í morgun.“ „Já.“ Þegar Cindý lét tólið á, starði hún á símann, en sá í hans stað húsið, sem var í sextán kílómetra fjar- lægð. Eftir fimm stundir mundu peningarnir koma. Koma eða koma ekki. Hún bað guð þess í hljóði, að enginn kæmi í heimsókn þangað til. Enginn. Sízt af öllu lögreglan, og heldur ekki sölumenn, trygginga- salar eða aðrir. „Ég sá hann snasa í kringum bölvaða gluggana,11 sagði Robish og titraði. „Við verðum að hafa hendur í hári hans, Griffin. Heyrirðu það! Hann tyllti sér á tá og gægðist inn í bílskúrinn. Rétt áður en hann gekk aftur að vörubílnum. Trúirðu mér ekki?“ „Hann herra Patterson?" spurði Elenóra, sem sat við eldhúsborðið. „Hann kom aðeins til að taka rusl. Hann safnar því saman á hverjum fimmtudagsmorgni, og svo kemur hann, eftir morgunverð, annanhvern fimmtu- dag til að sækja það.“ „Borgið þér honum alltaf með ávísun, frú HiIIiard?‘r spurði Glenn, sem fyrstur tók til máls. „Já næstum alltaf. Það kemur til af því, að ég þarf að hafa mikla peninga hjá mér, og við eigum heima svo utarlega-------“ Hún hafði verið komin á fremsta hlunn með að segja, að öruggara væri að hafa ekki mikið af handbæru fé heima, en hana svimaði og þagn- aði því. „Ég veit ósköp vel, hvað ég sá,“ sagði Robish byrst- ur. „Hann sá bílinn. Ég skal svei mér læsa klónni í hann. Lánaðu mér skammbyssuna þína.“ „Hank,“ kallaði Glenn inn í borðstofuna, „hvert ók karlinn?“ „Til hússins hérna við hliðina. Bak við trén. Ég sé aftan á pallinn á bílnum í beygjunni þarna niður frá.“ „Hann er að hóa í lögregluna!“ sagði Robish. „Nei,“ sagði Elenóra. „Wallingfóikið er ekki heima, svo mikið veit ég.“ „Þá get ég ef til vill náð honum enn þá, Glenn.“ „Glenn,“ kallaði Hank innan úr stofunni, „hvers vegna skyldum við eiga nokkuð á hættu? Við skulum gera þetta.“

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.