Heima er bezt - 01.07.1956, Side 50
278 . Heima Nr. 7_8
--------------------------------er bezt----------------------------
Elenóra horfði fast á andlit Glenns, en hann gætti
þess að láta ekki sjá, hve óráðinn hann var.
„Patterson er áreiðanlega ekki tortrygginn. Hann....
Ja, þér sáuð hann, slíkir menn....“
„Haldið yður saman!“ sagði Glenn og rétti Robish
skammbyssuna. „Frú Hilliard, óskið þér eftir, að karl-
inn kalli lögregluna hingað inn á flötina. Notið skyn-
semi yðar. Hvað getum við annað gert?“
Robish stakk skammbyssunni í vasann á gráa jakk-
anum af Dan, er hann var í. Hann gekk í áttina að
bakdyrunum. Rödd Glenns stöðvaði hann. „Ef þú
kemst í vandræði, skaltu ekki snúa hingað aftur, Ro-
bish.“
„Ég? Ég veit ekki hvað það er, að komast í vand-
ræði.“
Um leið og Elenóra féll fram á borðið, var hún
að hugsa um, að hún hefði aldrei séð Robish svona
kátan, upprifinn og æstan, og nú var hann ekkert
ægilegur eða....
Um svipað leyti — rétt um klukkan tólf — gekk
Dan Hilliard inn í veitingahús eitt, þar sem enginn
þekkti hann, spurði eftir sendli, sagði síðan nokkur
orð í flýti við miðaldra mann, sem var í hnotubrún-
um einkennisbúningi, með messinghnöppum. Maður-
inn kinkaði kolli, án þess að láta undrun í ljós, en horfði
hvasst á Dan Hillard, er hann fékk honum hvítt umslag
og fimm dala seðil. Því næst lagði sendiboðinn af stað,
og Dan Hilliard gekk hvatlega út um dymar, út í
rigninguna. Tæplega einni mínútu síðar hélt sendill-
inn vestur Washingtonstræti í áttina til Alabama, þar
sem lögreglustöðin var, gegnt fangelsi Marionumdæm-
isins og skrifstofu lögreglunnar.
Wallingfjölskyldan var ekki heima, og Patterson kom
það raunar ekki á óvart, því að frú Walling var félags-
Iynd kona, mynd af henni oft í blöðunum og þar fram
eftir gcitum. Patterson gekk því aftur að bíl sínum og
steig dálítið stirðlega upp í hann, því að rigningin hafði
jafnan slæm áhrif á gigtina. En í þessu kom hann auga
á mann, sem sat í bílnum.
„Komdu bara inn, lagsi,“ sagði maðurinn. Patter-
son sá skammbyssuna og hrakkaði ennið, um leið og
hann hlassaði sér niður.
„Aktu, en engan asa samt. Aktu austur á bóginn.“
Patterson ræsti bílinn og leit út undan sér á þenn-
an beljaka, sem hafði hlassað sér niður við hlið hans.
Maðurinn var í fallegum fötum, sem klæddu hann
ekki. Patterson þekkti andlit mannsins eftir nokkra
umhugsun, og svo varð honum hugsað um bílinn, sem
stóð inni í skúr Hilliards, útvarpstilkynningamar og
myndirnar í fréttablöðunum.
„Hvers vegna var ég að bíða,“ spurði hann sjálfan
sig. „Eftir hverju hinkraði ég? Og hvers vegna stanz-
aði ég hjá Wallingshúsinu?"
„Herra minn trúr,“ sagði hann hátt, „herra minn
trúr, vesalings fólkið! “
Maðurinn virtist skemmta sér vel. Hann hló.
„Já, hafði ég ekki rétt fyrir mér?“
Patterson hafði gleymt öllu, nema svipnum á frú
Hilliard, er hún skrifaði ávísunina fyrir nokkrum mín-
útum síðan. Hún sat við eldhúsborðið, en hann beið
eins og venjulega í litla ganginum við bakdyrnar.
Skammbyssu hafði verið beint að henni úr herberginu
við hliðina. Hvers vegna hafði hann ekki getið sér þess
til? Hvers vegna hafði hann verið svona seinn að
hugsa?
Ef hann hefði farið rakleiðis inn í einhverja verzl-
un og hringt til Jessa Webb, hefði hann ef til vill
getað orðið þeim að liði. Patterson hafði einmitt
hripað niður númerið á bílnum, og nú var þessi lappi
í vasa hans. Hann ætlaði að spyrja Jessa Webb um
númerið, því að hann hlaut að þekkja gamla Patterson,
þar eð hann hafði hér fyrrum oft tekið í spil með
föður hans. Og þar sem Jessi var nú lögreglustjóri,
hlaut hann að eiga að taka við þessum upplýsingum,
og ef þær reyndust einskis virði, nú, já, þá var engu
spillt, hann mundi aðeins verða talinn dálítið sérlund-
aður og tortrygginn karlbjálfi.
En hér hafði honum ekki skjöplazt. Og hann hafði
ekkert gert! Og ef eitthvað illt kæmi nú fyrir þetta
fólk, mundi hann aldrei geta fyrirgefið sér glópskuna.
Nú fyrst var honum ljóst, að mistökin mundu brátt
koma honum sjálfum í koll. Andardráttur hans varð
örari og óreglulegur, og liðagigtarþrautirnar heltóku
hægra hnéð. Petterson heyrði einhvert kynjahljóð í
bílnum, þrátt fyrir stormgnauðið á rúðunni: karlinn
við hlið hans raulaði dægurlag, og gleðin og eftir-
væntingin leyndi sér ekki. Patterson gat getið sér til,
af hverju þessi æsing mannsins stafaði.
Hann fylltist ekki hryllingi. Hann var ekki skelk-
aður. Hann hugsaði málin í kyrrþey og réð ráðum
sínum.
Þeir voru nú komnir austur úr bænum, ut a þjóð-
veginn. Með vinstri olnboga þrýsti hann með stökustu
gætni dyrahandfanginu niður. Hann reyndi að gera
sér tímann í hugarlund, fór hann að tala hátt, um leið
og smellurinn heyrðist: „Ég sver það við guð almátt-
ugan, að ég skal ekki segja aukatekið orð! Ég er gam-
all maður. Ég hef ekki gert yður neitt.“
Þá hló maðurinn við hlið hans. „Hvers vegna fellur
þú ekki á kné og biður, lagsi?“
Nú voru dyrnar opnar. Uti fyrir sá hann tvær bláar
bensíndælur alveg við veginn. Þar var einnig afgreiðslu-
skúr úr tré. Hann mældi fjarlægðina sem gerzt og
reyndi að draga andann hægar en hann langaði til.
(Framhald.)