Heima er bezt - 01.07.1956, Síða 52
55) Nú er tekið að kvölda, og dimmir
óðum. Allt í einu sé ég tveimur skugga-
verum bregða fyrir all-langt framundan
mér á veginum. En þrátt fyrir myrkrið
þvkist ég þekk ja, að annar þessara skugga
sé Jónas.
56) Til vonar og vara bregð ég mér á
bak við stórt tré. Mig langar sem sé ekk-
ert sérstaklega til að hitta Jónas. Aíeð
honum er annar piltur, nokkru eldri.
Þeir tala saman nteð mesta ákafa, og er
þeir nálgast tréð, þar sem ég hef falið
mig, nema þeir staðar.
57) Ég heyri, að sá eldri, sem nefnist
Sexteinn, er að reyna að telja um fyrir
Jónasi og reyna að fá hann til að taka
Jtátt í einskonar brögðum eða strákapör-
um. En mér er ekki fyllilega ljóst, hvað
hann á við, en skilst þó, að þeir eru að
tala um að „næla í kort verkfræðingsins."
58) Þegar félagarnir báðir eru farnir,
flýti ég mér aftur fram á veginn og
hleyp heimleiðis. Ég verð að játa, að sam-
tal Jónasar og Sexteins veldur mér dá-
litlum kvíða og ótta.
59) Þegar ég kem loks heim er komið
miðnætti. Móðir mín yfirheyrir mig
með ótal spurningum, en það er alveg
árangurslaust að reyna að skýra frá því,
hvers vegna ég hafi verið svona lengi.
60) Ekki er mér samt trúað, fyrr en ég
dreg upp 500 króna seðilinn, sem skip-
stjórinn gaf mér. Hrifsar hún þegar
seðilinn af mér og stingur honum á sig.
„Farðu nú strax að hátta!“
61) Uppi á lofti rekst ég á Stínu. Ég
segi henni, um hvað Jónas hafi verið
að spjalla við félaga sinn, og spyr hana
hvað henni virðist ég eigi að gera. Ætti
ég ekki helzt að aðvara Jónas? Og hver
er annars þessi náungi, Sexteinn?
62) Stína segir mér allt, sem hún veit
um Sextein. Hann sé náungi, sem lent
hafi á glapstigum og reyni nú að ginna
strákana í nágrenninu til allskonar ó-
knytta og strákapara. Réttast væri að
aðvara Jónas, því Sexteinn væri eflaust
að ginna hann til einhverra óknytta.
63) Daginn eftir heyri ég póstmanninn
segja frá innbroti hjá Wadmann verk-
fræðingi, og að þjófarnir hafi stolið
nokkrum verðmætum teikningum. Eg
stend sem steini lostinn af ótta og skelf-
ingu. Nú er of seint að aðvara Jónas!
Hvað á ég nú að taka til bragðs?