Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1960, Qupperneq 12

Heima er bezt - 01.01.1960, Qupperneq 12
JOH. ASGEIRSSON: Gísli í Pálsseli Frásögn sú er hér fer á eftir er ein af þeim, sem gefur nútímamönnum nokkra hugmynd um kjör þau, sem fátækar einstæðingsstúlkur áttu við að búa, er varð það á að eiga börn í lausaleik eða í meinum, eins og það var orðað. Og einnig hvernig þjóðfélagið bjó að þeim bömum, sem komu í heiminn, undir slíkum kringumstæðum, óvelkomin og illa séð, bæði af hinu verslega og geistlega valdi. — Árið 1874 er á Saurum í Laxárdal í Dölum hjá Jó- hanni Vigfússyni, bónda, vinnukona að nafni Guðbjörg Gísladóttir, ættuð að norðan, dóttir Gísla Jónssonar og Sigríðar Jónsdóttur, sem þá bjuggu á Brunngili í Bitru. Árið eftir, 3. júní 1875, elur Guðbjörg sveinbarn, og er það látið heita Gísli, talinn sonur Jóhanns Vigfús- sonar á Saurum. Ekki mun sálusorgari Laxdælinga hafa talið hollt að Gisli i Pálsseli. hafa Guðbjörgu til lengdar á Saurum, þegar svona var komið. Hún varð því tafarlaust að hrekjast burt úr hreppnum með barnið. Sjálf réðist hún að Harrastöð- um í Miðdölum, en drengnum gat hún komið fyrir á Skallhóli hjá Nikulási, föður Jóns, er lengi bjó á Kringlu í sömu sveit. Að ári liðnu varð hún svo að taka hann aftur til sín að Harrastöðum. Og eftir eins ár veru þar fór hún svo aftur að Saurum með barnið. En ekki mun henni hafa verið þar lengi til setu boðið, því hin verslegu völd hreppsins hafa víst ekki talið heppilegt að hún stæði þar við að ráði. Og varð hún þá eftir eins árs vist að fara enn frá Saurum með Gísla son sinn vestur að Fremri-Brekku í Saurbæ. Þar voru þau í eitt ár. — Þaðan fór þá Guðbjörg að Lambastöðum í Laxár- dal, sem ráðskona til Jósefs Jónssonar, og eru þau þar einnig í eitt ár. Og að því liðnu fara þau enn að Saur- um. Snemma fór Gísli að vinna fyrir sér og sitja hjá á sumrum. Hann mun hafa verið á áttunda ári er hann sat fyrst hjá á Saurum með Jóhanni bróður sínum. Sum- arið eftir fer hann að Hrappsstöðum sem smali til Sturlaugs bónda. Næsta sumar er hann á Fjósum. Þar bjó þá Einar, faðir Einars Einarssonar, er bjó í mörg ár á Leysingja- stöðum í Hvammssveit. Þar er hann eitt sumar. Þá fer hann að Goddastöðum, en þar bjó þá Jón Bjarnason, afi Björns H. Jónssonar, skólastjóra á ísafirði, og Magnúsar Jónssonar, sem nú á heima í Mávahlíð við Hagamel í Reykjavík. Og er hann einnig þar eitt sum- ar, og fer aftur að Fjósum. Og svo sumarið eftir að Ljárskógum til Guðmundar Guðmundssonar, föður Jóns ljósmyndara og refaskyttu, er bjó í Ljárskógum eftir föður sinn um margra ára skeið. Árið sem Gísli fermist ræðst hann til Kristjáns Tóm- assonar, hreppstjóra á Þorbergsstöðum, og er þar smali um þriggja ára tímabil. — Á þeim árum var selstöð frá Þorbergsstöðum fram í Skógsmúla og setið hjá þar lengst fram í fjalli. Smalar og selkonur héldu því til í Skógsmúla yfir sumarið, að mestu. Kvíaær voru þar venjulega 180—200 ár hvert. Ekki losnaði Gísli við fjárgæzlu á réttum, eins og síðar varð siður, heldur varð hann að fylgja því myrkr- anna á milli, ásamt öðrum manni, allt haustið og fram á vetur er snjóa lagði. Þá var féð um fimm hundruð og stundum á sjötta hundraðið, er flest var. Á þessum smalaárum varð Gísli að vakna kl. 5 og 6 á hverjum morgni. Símon Dalaskáld kom eitt sinn sem oftar að Þorbergs- 8 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.