Heima er bezt - 01.01.1960, Síða 15

Heima er bezt - 01.01.1960, Síða 15
greiða af honum, fylgdir til ferðalaga og svoleiðis við- vik. Hér er einn draumur Jóns færður í ljóð af Þor- steini tól: Bar svo til í bauluhúsi, á básnum var eg standandi, vomurinn skæði vélafúsi vóð þar að mér grenjandi. Baulur stukku brátt upp þar búnar mér til aðstoðar. Afsögðu að illskuglanni angraði mig í sínum ranni. Kúlur steyptu rétt af ráði ráðhollar mér þetta sinn. Þeim eg eftir þukla náði og þeytti framan í djöfulinn. En hann hopar ekki hót, örðugur mér stefndi mót, nálgaðist þó nauðir særi næst var h'tið undanfæri. í þessum staddur þrautarvanda þar eg leit í greindum stað næturker mitt nær þar standa næsta traust og vel smíðað. Dýrgrip þennan dávænan í dauðans hættu greip eg hann og tvíhenti sem traustast kunni í trýnið mitt á helvítunni. Stukku bönd, en stafir hrjóta, stórmannlegt var tilræðið. Út um húsið allt nam þjóta í smámola keraldið. Líka hafði lamazt hans linaður í véla fans. Latur burtu lalla gáði, lausn eg fékk og vakna náði. Þessir kveðlingar út af draumum Jóns hafa eflaust nokkrir verið, sem nú eru glataðir. En sá er næst verður getið hér virðist vera sá fimmti í röðinni og hljóðar svo: Eékk eg enn í fimmta sinni freistingu nýsofnaður. En fyrir gátu mun þó minni merkilegur atburður. I Litla-Hofs-fjósi eg var inni og minn hlýri Guðmundur. Horfði eg á hvar heljarbokki í heklu grárri vestan fór. Vonda sleðans víst af flokki var með karli her órór. Allir hildar reyrðir rokki reis mér af því furða stór. Fala náði fjandinn grái fylgd okkar í Hornafjörð. Svaraði Gvendur sinnis þrái: Eg sýni þér enga hér á jörð miskunn eða fylgd þú fáir fjörtjón eða gæfu skörð. Riðaði mjög og reiði kenndi ragur karl við orð sér kvað. Böls þótt Gvendur bænir sendi bifaðist ekki hinn við það. Með því líka hann hafði í hendi hárbeitt sverð og tvíeggjað. Þar með Gvend í gegnum lagði, gusaðist niður dreyrasáð. Herra minn við Satan sagði: Sýndu mér nú vægð og náð. Eg skal fara fljótt að bragði og fylgja þér með reynd og dáð. Skjónu kaus eg finna fljótur að fylgja þessum sleða fans. Þá var mér ei þungur fótur, því má trúa hver til sanns. Nasabrotinn þulu-þrjótur þvingaði mig og strákar hans. Hindurvitni eg hafa vildi hvað sem kæmi hér uppá. Grásleppunnar góðum skildi gat eg náð og stakk mér hjá. Hópnum síðan fús eg fylgdi og fengum slæma Jökulsá. Hvíldar unti ei heljarsvaði, húsbóndi hann þóttist minn. Yfir björg og blauta staði barði undir harðleikinn. Þar til austur á Hoffellshlaði hvíldi eg lítið kapalinn. Hún þar leysti heitar niður hægðirnar til lífs og baks. komu að mér kvíðahviður Kölska vegna samfélags. Þarna loks eg vakna viður, var þá stundarkom til dags. Sætur á mig svefninn dundi, sami draumur enn var kyns. Stafafelli stefndum undir, staðráðnir til prófastsins. Þarna loks eg brá upp blundi og bölvaði freistni djöfulsins. Ekki er nú til fleira af þessum kveðskap, allt glatað og gleymt. En þetta, sem hér er ritað af þeim, er eftir sögn Oddnýjar Sveinsdóttur á Breiðabólsstaðargerði, sem mundi vel þá bræður. Oddný var fædd 1821 og dó 1917. Heima er bezt \ 1

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.