Heima er bezt - 01.01.1960, Síða 19
komið ummæli frá andlegum leiðtoga í öðrum heimi
þess efnis, að sálarrannsóknahreyfingin þar væri undir
stjórn æðri máttarvalda, og hann hefði sagt svo orð-
rétt: „Við náðum undir áhrif okkar þeim mönnum, sem
í efnisheimi ykkar nutu virðingar fyrir frábært starf á
lífsferli þeirra. Við kusum þá vegna þess, að við viss-
um, að vitnisburður þeirra yrði virtur af öllum, nema
þeim, sem blindaðir eru af fordómum. „Eitthvað þessu
líkt gæti manni dottið í hug í sambandi við starf E. H.
K. fyrir málefnum sálarrannsóknanna á Islandi.
Eg gat þess fyrr, að talið væri, að bók Myers hins
enska hefði fært E. H. K. svarið við spurningunni, „er
nokkuð hinumegin?“ upp úr aldamótunum síðustu. Víst
er það, að þá fer hann brátt að taka þessi mál til með-
ferðar í ræðu og riti. Hvenær það hefur verið er mér
ekki kunnugt með nákvæmni, en árið 1905 birtist rit-
gerðin Trú og sannanir í Skírni, og sama ár kom fyrir-
lesturinn Samband við framliðna menn á prent í sér-
stökum ritlingi. Arið 1906 gaf hann út fyrirlesturinn:
Dularfull fyrirbrigði og ári síðar kom þýðingin af
Bréfum frá Júlíu, sem enski rithöfundurinn W. T.
Stead hafði skrifað ósjálfrátt. Með þessum ritum má
segja, að E. H. Iv. hefji baráttuna fyrir þessum málum.
En á sama tíma stofnaði hann ásamt Haraldi Níelssyni,
prófessor, og fleiri áhugamönnum um þessi mál, Til-
raunafélagið í Reykjavík, þar sem hin furðulegu fyrir-
bæri með Indriða Indriðason miðil gerðust. Það má
telja fullvíst að tilraunirnar með Indriða hafi rekið
smiðshöggið á þá sannanakeðju, sem efagjarn og var-
færinn hugur E. H. K. krafðist til svars við spurning-
unni, sem lengst hafði leitað á hug hans, síðan hann
orti urn Sindbað sjómann. Frá þeim tíma gat hann
„glaður horft á lífsins fjöll“, því að hann hafði „eign-
azt nýja veröld“, eins og hann kemst að orði í hinu
undurfagra trúarljóði, Lífsins fjöll, er hann orti há-
aldraður.
En hvernig var svo þessum boðskap tekið? Margir
fögnuðu honum, aðrir létu hann afskiptalausan, en mest
bar á þeim, sem fylltust ofsa og heipt gegn hinum nýju
kenningum. Það voru ófögur orð, sem féllu í garð
þeirra Tilraunafélagsmanna, og jafnvel mátti segja, að
andúðin gegn þeim gengi ofsóknum næst. En þeir högg-
uðust ekki, en voru óþreytandi að leita og fræða. Og
á rúmum áratug mátti kalla að hin opinbera andstaða
hjaðnaði niður. Þannig var það 1919, þegar Sálarrann-
sóknarfélag íslands var stofnað, þá sætti það engri and-
stöðu, kulda né háðsglósum. Og 1916, aðeins áratug
eftir að E. H. K. kvaddi sér fyrst hljóðs um þessi mál
hér á landi segir hann sjálfur: „Ég hygg að mótþróinn
sé að réna, hafi fengið dauðameinið og leggist bráðum
á banasængina“. Og engurn forvígismannanna mun vera
gert rangt til, þótt fullyrt sé, að enginn einn maður átti
drýgri þátt í að eyða þessum mótþróa eða deyfa eggj-
ar hans, en E. H. K. Hann gerði það með þrotlausu
starfi sínu í ræðu og riti, bæði beinni boðun þess sann-
leika, sem hann taldi sig hafa höndlað, og þó engu síð-
ur óbeint í skáldverkum sínum. Vissan um ódauðleika
mannsins, og þau viðhorf sem sú þekking eigi og hljóti
að skapa meðal mannanna, er undiraldan í nær öllum
sögum hans, sem ritaðar eru eftir þann tíma, sem hann
sjálfur hafði öðlazt þessa fullvissu. Hinn einlægi boð-
skapur friðar og fyrirgefningar, mildi og mannúðar
sem birtist á nær hverri síðu í sögum hans, er sprott-
inn af vissu höfundar um persónulegt framhaldslíf
mannsins og þeirri þekkingu, sem hann taldi sig hafa
fengið af því, hvernig yfir oss væri vakað, og hver
ábvrgð hvíldi á oss öllum í breytni vorri.
Boðun E. H. K. á spiritismanum færði mönnum
smám sarnan heim sanninn um það, hvort sem þeim var
það ljúft eða leitt að viðurkenna það, að hér var hugar-
stefna, sem í krafti rannsóknar og þekkingar, færði
mönnum huggun í hörmum, von í örvæntingu, traust í
óvissunni og Ijós í myrkrinu. Þeirri staðreynd varð ekki
neitað, að kenning þessi hafði fært þúsundum og aftur
þúsundum manna huggun og hamingju, en engum unn-
ið tjón. Að hún hafði gerzt boðberi margra þeirra hug-
sjóna, sem kristnir menn höfðu talið fegurstar og ágæt-
astar.
E. H. K. var vissulega trúhneigður maður að eðlis-
fari. En efagirnin var einnig rík í huga hans. En þegar
hann hafði fengið við spurningum sínum þau svör, sem
stóðust gagnrýni vísindalegrar efagirni hans, þá gáfu
þau trú hans byr undir vængi. Þekkingin gerði trú hans
í senn innilegri, bjartari og víðfeðmari, og þessari
reynslu sinni miðlaði hann af örlæti hjarta síns til
hinztu stundar.
Þegar Sálarrannsóknarfélag Islands var stofnað, gerð-
ist E. H. K. forseti þess og ritstjóri tímaritsins jMorg-
uns frá upphafi, og til þess er hann lézt. Má segja, að
síðustu 20 ár ævi hans séu ófrávíkjanlega tengd starfi
þessa félagsskapar.
Ég gat þess fyrr að E. H. K. hefði verið einn áhrifa-
mesti rithöfundur Islendinga á fyrstu áratugum þessar-
ar aldar. Áhrifa hans gætti á nær öllum sviðum þjóð-
lífsins. Hann var einn skæðasti baráttumaðurinn á vett-
vangi stjórnmálanna. Hann var einn vinsælasti og mest
lesni skáldsagnahöfundur landsins, og hann var einn
ötulasti áróðursmaðurinn fyrir nýrri lífsskoðun, sem
hlaut að hafa djúptæk áhrif á trú og siðgæði.
Og þótt margt breytist í þjóðlífi voru, sem annars
staðar í heiminum, verða þessi áhrif seint máð út. Nýj-
ar stefnur í stjórnmálum, eða ef til vill öllu heldur nýir
stjórnmálaflokkar, hafa skyggt á þau baráttumál, sem
hæst bar þegar E. H. K. stóð í stríði á þeim vettvangi.
Svipað má einnig segja um skáldskapinn, að ný tízka
láti hina gömlu snillinga rykfalla um skeið. En siðaboð-
skapur hans, mildi og friður, fyrirgefning og kærleik-
ur, mun vara. Sá boðskapur er ódauðlegur og hafinn
langt yfir allar stefnur og strauma í stjórnmálum og
bókmenntatízku. Hann er ódauðlegur eins og maður-
inn sjálfur. I krafti þess boðskapar mun E. H. K. verða
minnzt, sem eins af fánaberunum, og eins þeirra braut-
ryðjenda, sem lögðu lífsstarf sitt fram til að skapa nýj-
an heim, víðari, fegurri og betri en þann, sem eldri
kynslóðir höfðu haft kynni af.
Heima er bezt 15