Heima er bezt - 01.01.1960, Page 38

Heima er bezt - 01.01.1960, Page 38
HEIMA ______________ BEZT BÓKAH 1 LLAN Einar Kristjánsson: Dimmir hnettir. Akureyri 1959. Bókaútgáfan Víðifell. Þetta er þriðja smásagnasafnið, sem Einar Kristjánsson gefur út, svo að hann er ekki lengur neinn viðvaningur í smásagnagerð. • ' Ast og hatur Framhald af bls. 29 ------------------------------- — Þú tekur undir fætur Jóns, en ég undir herðar hon- um, svo berum við hann heim að Austurhlíð. Atli hikar. Hatrið til Jóns ólgar í brjósti hans. Nú er tækifæri til að hefna fyrri kynna. En samhliða þeirri rödd rís önnur ný í sál hans. Hvað hefði hann sjálfur viljað láta gera fyrir sig í kringumstæðum Jóns? Rétta sér bróðurhönd. Neiti hann nú að hjálpa, glatar hann ekki einungis sínu eigin drengskaparheiti, heldur áliti og virðingu sonar síns líka. Nei, ódrengur vill hann ekki vera, hvað sem öðru líður. Hann gengur til Jóns og tekur undir fætur hans, en Jónatan lyftir undir herðarnar, og svo halda þeir af stað heim að Austur- hlíð. Mæðgurnar í Austurhlíð sitja báðar inni í baðstofu við handavinnu. Harðskeyttur norðanbylurinn hvín ömurlega umhverfis bæinn. Anna lítur upp frá vinnu sinni og segir við Lilju: — Ósköp lætur veðrið illa. — Já, það er stöðugt að versna. — Og pabbi þinn er ókominn úr fjárhúsunum. Hann er óvanalega lengi að gefa fénu í dag. — Ég fer að verða hrædd um hann. Framhald Fyrir sextíu árum Framhald af bls. 17 --------------------------------- skapar. Aldamótaljóð þjóðskáldanna urðu herhvöt til þjóðarinnar. Þessi nýfermdu ungmenni sóttu fram í fylkingum nýrrar aldar svo að 3 piltanna urðu hreppstjórar, og hin öll nýtir menn hvert á sínu sviði. Sveitin þeirra, Lónið, er nú fámennari en fyrr, eins -og flestar sveitir austanlands. Ein jörð hefur farið í eyði, og einbýli er á flestum hinna. Þrátt fyrir fólksfæð hafa lönd verið ræst og ræktuð, brýr byggðar, vegir lagðir og bílar og vélar syngja sinn söng. í steinsteyptu fundahúsi, sem byggt var 1912, syngur fólkið: Eldgamla Úlfljótssveit enn býr í þínum reit sumar og sól o. s. frv. Enda sést það brátt, að hann kann með þá hluti að fara. Sögurnar eru yfirleitt hnitmiðaðar, útúrdúralausar og hlýða lögmálum smásögunnar. Eitt af megineinkennum höfundar er kímni hans, sem þó hverfur of oft yfir í napurt háð. Sögurnar eru býsna jafnar að gæðum, en bezt er þó fyrsta sagan, Heiða-Lísa. Höfundur teflir þar fram andstæðunum svo haglega, að fáir myndu betur gera. Kjörgripur er og góð saga, og löngum harmleik mannlegs lífs er þar brugðið upp í skyndimynd. Man eg þig mey sýnir oss, hversu fljótir vér erum að gleyma, jafnvel sárum hörmum. I stuttu máli sagt, sögurnar eru vel gerðar, en betur mvndi höfundur ná sér á strik, ef hann slævði nokkuð eggj- ar kaldhæðninnar en temdi sér hina léttu kímnigáfu, sem hann á í fórum sínum. C. W. Ceram: Grafir og grónar rústir. Björn O. Bjöms- son íslenzkaði. Bókaforlag Odds Bjömssonar. Akur- cyri 1959. Það, sem fyrst vekur athygli á bók þessari er, hversu fögur hún er að ytri gerð. Myndarlegt brot, aragrúi fallegra mynda, sem sumar eru í litum, skýrt og fagurt letur og smekkvísleg uppsetn- ing. En er þetta þá nokkuð annað en fögur myndábók til að gleðja augað? Ekki þarf lengi að blaða í bókinni, til að fá svar við þeirri spurningu. Hún er þrungin að efni, sem bæði er skemmti- legt og vænlegt til fróðleiks, en myndir og lesmál fellt saraan af frábærum hagleik í órofa heild. í bókinni er lesandinn leiddur um töfraheima horfinnar hámenningar. Honum eru sýndar svip- myndir úr lífi Rómverja hinna fornu. Umhverfi Hómerskvæða verður þarna Ijóslifandi. Borgir, sem týndar höfðu verið öldum saman inni í frumskógum Mexíkó, stíga fram á sjónarsviðið, svo að eitthvað sé nefnt, en svona mætti lengi telja. En sem eins konar undirspil er svo saga og athafnir þeirra afreksmanna fornfræð- innar, sem lyft hafa tjaldinu frá hinu forna lífi og menningu og gefið oss færi á að skyggnast um hina löngu liðnu tíma. Frá- sagnir bókarinnar eru stuttar og meitlaðar, en ásamt myndunum kveikja þær löngun til að vita meira, skyggnast dýpra inn í þessa huldu heima, og er slíkt einkenni góðra bóka. Þýðingin hefur tekizt vel, og er hún þó ekkert áhlaupaverk, því að auk annarra erfiðleika varð lengd hverrar greinar að vera hnitmiðuð við til- tekinn orðafjölda að kalla má. f stuttu máli sagt: Hér er fögur bók, skemmtileg og menntandi. Kristján Eldjám: Stakir steinar. Akureyri 1959. Bóka- útgáfan Norðri. Hér birtast nokkrir þættir um muni og minjar í Þjóðminja- safni voru ásamt hugleiðingum í sambandi við þá. Höfundi er gefin sú náðargáfa, að kunna að sjá furðumarga og merkilega hluti, þar sem við hinir sjáum einungis ryðgaðan járnmola, eydd- an koparskjöld, skinið bein eða feyskinn viðardrumb. Þegar Krist- ján Eldjárn hefur farið um þessa hluti höndum, horft á þá og lifað með þeim um skeið, rís upp af þeim löng saga, sem hann segir oss á heillandi hátt. Og ekki að tala um, ef hann hefur handa á milli silfurbúið drykkjarhorn eða haglega skorna fjöl. Skáldskapur og vísindi fara þar saman á hinn skemmtilegasta hátt, 34 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.