Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1960, Qupperneq 40

Heima er bezt - 01.01.1960, Qupperneq 40
378. Aldrei á ævi minni hefur verið nostrað eins rækilega við mig eins og hjá frú Thomson og eldabuskunni henn- ar. Um kvöldið er mér fylgt til hvílu í sallafínu svefnherbergi og rúmi, sem myndi sóma sér á hverju listiðnaðarsafni. 379. Hve það var dásamlegt að smeygja sér ofan á milli hreinna lakanna! Og óðar en ég hef slökkt á náttlampanum, fell ég í svefn og ljúfa drauma. Skyndi- lega vakna ég við það, að Mikki urrar framan við hurðina. 380. Ég kveiki á lampanum. Hvað gat nú verið á seyði hjá Mikka? Ég áset mér að athuga það tafarlaust og fer fram úr rúminu. Þegar ég opna dyrnar, þýtur Mikki fram í göngin fyrir framan her- bergjaröðina. 381. Mikki þeytist eins og elding fram eftir göngunum og urrar grimmilega öðru hvoru. Gætu hér verið þjófar á ferðinni um hánótt, og læddust þeir fram og aftur um allt húsið. Ég læðist á eftir Mikka fram göngin. 382. Mikki stanzar við hurðina á bóka- safninu og rekur upp hvellt gelt. í sama vetfangi heyri ég einhvern gauragang fyrir innan hurðina, eins og einhverj- um húsgögnum sé velt um koll þarna innan við hurðina. 383. Ég hrindi upp hurðinni. Tungls- Ijósið varpar daufum bjarma inn um háan glugga, og þar inni sé ég mér til mestu skelfingar, einhverja óhugnanlega „vofu“ í bleikum bjarmanum. Ég verð alveg agndofa af hræðslu. 384. £n „vofan“ virðist sjálf verða enn skelkaðri en ég. Draugurinn þrammar þungstígur út að opnum glugganum og virðist ætla þar út, en Mikki ræðst á hann og geltir grimmdarlega. 385. Það er auðséð, að draugurinn ætl- ar að klifra niður eftir veggnum, en í óðagotinu, sem á honum er, verður hon- um fótaskortur og dettur ofan í garðinn. Ég þýt út að glugganum. 386. Þegar ég lít niður í garðinn, sé ég þessa skringilegu vofu skreiðast á fætur með mestu erfiðleikum og flýta sér haltr- andi, hoppandi og skakklappandi burtu frá húsinu.

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.