Heima er bezt - 01.02.1968, Blaðsíða 4

Heima er bezt - 01.02.1968, Blaðsíða 4
BJORN SIGURBJARNARSON: Pál sson, Forfaðir Melaættar. órsteinn hét maður. Hann var sonur Jóns bónda Hákonarstöðum Jökuldal, 1723 og 1730, Þór- steinssonar bónda Kjólsstöðum Möðrudalsör- æfum 1703 og Eiríksstöðum Jökuldal 1728, Magnússonar bónda Eiríksstöðum Þórsteinssonar bónda Brú og Eiríksstöðum Magnússonar. Eru þessir feðgar taldir að langfeðgum frá Þórsteini jökli Magnússyni, sem talið er að hafi búið á Brú um 1500. Þórsteinn Jónsson nýnefndur var fæddur um 1737. Hann bjó á Hákonarstöðum 1762 en flutti að Melum í Fljótsdal 1774 og bjó þar síðan til æviloka. Hann dó í svefni á Aðalbóli 24. maí 1804, þá talinn 66 ára. Bú hans nam til skifta 375 ríkisdölum og 9 skildingum. Þórsteinn var tvíkvæntur. F. k. Þórbjörg Sigfúsdóttir bónda Kleppjárnsstöðum Tungu. Eru 4 börn þeirra nafngreind. S. k. 1774 Solveig Pálsdóttir bónda Mel- um Fljótsdal Jónssonar. Börn þeirra talin 11. Frá Þór- steini og konum hans er mikill ættbogi runninn, er kall- ast Melaætt. Hafa þeir frændur tekið tryggð við Mela og setið þar allt til 1950 og lengur. Jón yngri Þórsteins- Aslaug Ólafsdóttir og Jón Pálsson á ungum aldri. 40 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.