Heima er bezt - 01.02.1968, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.02.1968, Blaðsíða 11
Mikih ritverk um íslenzka hestinn Nfú eru liðin 36 ár síðan hin merka bók Theó- dórs Arnbjarnarsonar, HESTAR, kom út á vegum Búnaðarfélags íslands. — Sú bók hlaut miklar vinsældir og seldist upp á tiltölulega stuttum tíma. Theódór var landsþekktur maður og ráðunautur í hestarækt á árunum 1920—1939. Hestamenn og bændur hafa mjög saknað þess, að ekki skuli vera til á bókamarkaði landsins ýtarlegt rit- verk um íslenzka hestinn, svo merkilegt og mikið efni, sem hann er og vel til ritverka fallinn frá mörgum hliðum séð. Að vísu bættu hér úr hinar einstöku sögu- bækur Ásgeirs frá Gottorp „Horfnir góðhestaru, og fyrir þá, sem taka reiðmennsku og tamningar fræðileg- um tökum, var bók þeirra Gunnars Bjamasonar og Boga Eggertssonar „A Fákiu mjög gagnleg hjálp, og átti Landssamband hestamannafélaga skilið þakkir fyrir það framtak, en þessi bók er uppseld fyrir löngu. Það eru nokkur ár síðan Bókaforlag Odds Björnssonar fékk vitneskju um, að Gunnar Bjarnason, kennari á Hvanneyri, sem hafði verið ráðunautur í hestarækt og frumkvöðull í félagsmálum bænda og hestamanna í kynbótum og hestamennsku árin 1940—1961, hafði í fórum sínum handrit, sem hann hafði áhuga á að fá gefið út. Hann hafði fengið leyfi Búnaðarfélags íslands til að semja við útgefanda að eigin vilja um útgáfu þessa handrits. Við nána athugun á handriti Gunnars, varð forráðamönnum Bókaforlags Odds Björnssonar ljóst, að hér var á ferðinni yfirgripsmikið ritverk, bæði fræðsluefni og skemmtiefni og óvenjulega myndskreytt, sem mjög þurfti til að vanda og taka mundi langan tíma að gefa út. Nú er á leiðinni frá Bókaforlaginu fyrsta bindi þessa ritverks, stórt og myndarlegt (í sama broti og Búfjár- fræðin) skreytt fjölda mynda. Efni þess skiptist í kafla. Fyrsti kaflinn er starfssaga ráðunautarins árin 1940 til 1950, og segir Gunnar þar frá fyrstu kynnum sínum af hestum íslands og hestamönnum. Ferðaðist hann á þess- um árum nálega urn allt land, hélt góðhestasýningar og hitti að máli mikinn fjölda bænda víðsvegar um landið. Segir Gunnar mjög skemmtilega frá ferðum sínum og kynnum af mönnum og hestum á þessu tímabili. Auk þess að vera mjög fróðlegur, er þessi kafli bókarinnar bráðskemmtilegur aflestrar. Næsti kafli fjallar um starfsemi hrossaræktarfélaga og hrossaræktarsambanda, og nær sú saga allt frá því upp úr síðustu aldamótum til 1960. Efni þessa kafla er tekið úr ferðabókum ráðunauta Búnaðarfélagsins, og hefur þessi fróðleikur hvergi komið áður fyrir almenn- ingssjónir. 1 þessu fróðlega yfirliti, annál hrossaræktar- Gunnar Bjarnason er hér á mynd með hestinum Dreyra frá Alfhólum. félaganna, geta menn í hinum ýmsu byggðarlögum landsins séð glögglega, hvernig hrossastofn hvers byggð- arlags og hrossaættir eru saman settar úr ýmsum ólík- um þáttum. Að síðustu kemur svo sá þáttur bókarinnar, sem landsmenn hafa beðið eftir með eftirvæntingu í áratugi, má segja, en það er ættbókin, og í þessu 1. bindi, er ætt- bók og niðjatal stóðhesta, sem fengið hafa fyrstu verð- laun á sýningum eða valdir hafa verið til undaneldis og notaðir til að móta íslenzka hestakynið frá aldamótum til 1960. Er hér alls um að ræða 560 stóðhesta, og auk lýsinga og niðjaskrár eru myndir af talsverðunt hluta þessara hesta. / öðru bindi verður ættbók fyrir verðlaunaðar hryss- ur frá sama tímabili ásamt niðjatölum og starfssaga ráðunautarins tímabilið 1950—1962, en á þeim tíma starfar hann mest með hestamönnum landsins í bæjum og sveitum, og ault þess á hann atburðaríka sögu erlend- is á þeim árum, er hann vann íslenzka hestinum svo marga aðdáendur í ýmsum löndum, að það varð grund- Framhald á bls. 55. Heima er bezt 47

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.