Heima er bezt - 01.02.1968, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.02.1968, Blaðsíða 21
vert. Eru |>að bæirnir Snorrastaðir, Litlahraun og Stóra- hraun. Heim undir Snorrastaðabænum er vel gróið hraun með gróðursælum lyngbrekkum og smáhvömmum og dældum, grasivöxnum. A milli dældanna er víðast hellu- hraun. En um mitt hraunið, niður undir Eldborg, er mjög hnökrótt og óslétt brunahraun, lítt gróið. Einn fegursti og reglulegasti hraungígur landsins er Eldborg í Eldborgarhrauni, sem ætíð er í fræðibókum nefnd Eldborg á Alýrum, sem er rangmæli, þar sem takmörkin á milli Mýrasýslu og Hnappadalssýslu eru við Hítará. í Landnámu er sagt frá því, hvernig Eldborg varð til, og þótt sú saga sé alkunn, þá ætla ég að rifja hana upp, þar sem frásögnin er svo skýr og fáorð, eins og meitluð í berg. Þegar Landnáma hefur sagt frá landnámi Þóris, er bjó að Rauðamel ytri, þá segir svo: „Þá var Þórir gamall og blindur, er hann kom út síð um kveldið og sá, að maður reri utan í Kaldárós á járnnökkva, mikill og illilegur, og gekk þar upp til bæj- ar þess er í Hripi hét, og gróf þar í stöðulshliði. En um nóttina kom þar upp jarðeldur, og brann þá Borg- arhraun. — Þar var bærinn, sem nú er borgin.“ Þetta segir Landnáma, og þótt hún sé gagnmerk bók, þá hafa flestir litið á þessa sögu sem þjóðsögu. Eitt var þó, sem sérstaka athygli vakti, og það er sú staðreynd, að brunahraunið beint niðurundan borginni virðist miklu yngra en það, sem lá t. d. næst Snorrastöð- um. Þetta vakti athygli bæði leikmanna og vísinda- manna. — Jóhannes Áskelsson jarðfræðingur og síðar með honum Ari Brynjólfsson hófu nákvæmar rann- sóknir á aldri beggja hraunanna, bæði hins gróna hellu- hrauns næst Snorrastaðabænum og brunahraunsins gróð- urlausa niðurfrá Eldborg. Rannsóknir þessar voru marg- brotnar og tekin voru sýnishorn af báðum tegundum og send til rannsóknar ytra. Þær rannsóknir leiddu í ljós, að brunahraunið gæti vart verið eldra en það, að gosið hefði átt sér stað um árið 1000. — Geti því þjóð- sagan í Landnámu átt við einhver rök að styðjast. Ég sagði fyrr í þessum þætti, að Eldborg í Eldborg- arhrauni, sem ég vildi helzt kalla Eldborg í Hnappadal, væri fegursti og reglulegasti eldgígur á íslandi. Borgin er í laginu eins og heljarstór skörðótt skál. Að innan í skálinni er ofurlítill gróður, sérstaklega neðan til. — Sunnan og suðvestan í borginni er allmikill skógur og fjölbreyttur gróður, bæði lyng og blómabreiður. Hvergi á landinu hef ég séð meira af aðalbláberjum en sunn- an í Eldborg, en á síðari áratugum hafa bláberin þar sjaldnast náð fullum þroska, eins og víðar á Suðvestur- landi. Fegurð og gróðursæld Eldborgar hefur vakið athygli allra er þar hafa komið og nú hefur Náttúruverndar- ráð ákveðið að friðlýsa þessa fögru náttúrusmíð, þótt enn hafi það ekki verið formlega staðfest. — Tel ég það Eldborg í Hnappadalssýslu. mjög ánægjulegt að Náttúruverndarráð skuli hafa tek- ið þessa ákvörðun, því að Eldborg er „undrasmíð úr afli rauðum“, eins og segir í kvæði eftir Sigurð Hallbjörns- son á Brúarhrauni. Niður í brunanum, skammt fyrir neðan Eldborg, er lægð eða rjóður í brunann, nokkuð gróið af birkikjarri. Neðst í þessu rjóðri er hellir, sem nefndur er Þjófhell- ir, en rjóðrið allt er nefnt Þjófhellisrjóður. — Þjófhell- ir er eins og venjulegir hraunhellar, með leirmoldar- gólfi og hraunhelluhvelfingu yfir. Lengd hellisins er um 30 metrar en breidd aðeins 5—10 metrar. Allur er hellirinn manngengur, og allhár um miðjuna. Hraun- hvelfingin yfir hellinum er mjög þunn um miðjuna og hafa verið göt á henni, sem steinar hafa verið felldir í. Um miðjan hellinn er allstórt gat eða op á hellisþakinu, sem virðist hafa hrunið allmiklu síðar en hellirinn var notaður. Kampar eru hlaðnir að dyrum hellisins beggja vegna og er hleðslan nú mjög mosavaxin. Líka hefur verið rutt grjóti úr hellisgólfinu næst dyrunum og er gólfið þar alveg slétt. Ekki sjást nú önnur mannvirki í hellinum eða merki um mannabyggð en hér eru greind, en þó minnist ég þess, að þegar ég var 7—9 ára drengur heima á Snorrastöðum, en sá bær liggur næst þessum helli, þótt hann sé allfjarri, að þá fóru þeir elzti bróð- ir minn og mágur í grenjaleit á þessar slóðir og komu þá í Þjófhelli. Sögðust þeir þá hafa séð bein í hellinum og komu heim með legg, sem var sýnilega úr fullorð- inni kind, og er mér það minnisstætt, að svo leit út sem leggurinn hefði verið boraður til að ná úr honum merg. Talið er að nú sjáist engin bein í hellinum, enda gætu refir fyrir löngu verið búnir að bera þau burt. Skammt frá hellinum, rétt úti í brunagarðinum, er allmikill gróður, bæði af birki, burkna og reynihrísl- um. Stafar þessi gróður af jarðhita, enda er þar hola á bak við klett með allheitu vatni. Var hitinn í þessari holu mældur árið 1945 á gamlaársdag, og reyndist hann þá 45 gráður. Um þennan helli er eftirfarandi þjóðsaga, sem lifað hefur í munnmælum: „Einhvern tíma fyrr á öldurn, ef til vill á 16. eða 17. öld, varð sá atburður að tveir ungir piltar, annar frá Snorrastöðum, en hinn frá Görðum, skyldu fara til sjó- róðra, líklega vestur undir Jökul, annaðhvort að haust- Heima er bezt 57

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.