Heima er bezt - 01.02.1968, Blaðsíða 17
SIGURÐUR VILHJÁLMSSON, HÁNEFSSTÖÐUM
] íiigleibijig um Njál
(Ni&urlag)
Höskuldur Þráinsson Hvítanesgoði virðist hafa verið
fæddur um 980. Þegar faðir hans féll fyrir öxi Skarp-
héðins Njálssonar tók Ketill föðurbróðir hans hann til
fósturs. Ketill var tengdasonur Njáls og var bóndi í
Mörk. Engin ástæða er til að ætla þessi atriði séu skáld-
skapur Njáluhöfundar. Meira er það með ólíkindum
að Njáll skuli blanda sér í málefni Höskuldar á eftir
því sem á undan var gengið. Líklega er það staðreynd
að Ketill í Mörk hefur í raun og veru farið á bak við
Þorgerði mágkonu sína þegar hann bauð henni að ala
drenginn upp. Hvernig svo sem þessu hefur verið var-
ið, hefur Njáll leitað Höskuldi kvonfangs. Og Njáll
réðst ekki á garðinn þar sem hann var lægstur. Hann
bregður sér austur að Svínafelli og leitar fyrir sér hjá
einhverri stoltustu höfðingjaætt landsins. í för með
honum var Höskuldur, sem vafalaust hefur verið glæsi-
legt mannsefni. Samkvæmt því er sagan segir var Flosi
Þórðarson forsjármaður Hildigunnar Starkaðardóttur
bróðurdóttur sinnar, en það var konan sem Njáll hafði
hugsað sér handa Höskuldi. Hildigunnur var ekki smá-
lát, mannsefni hennar þarf að hafa goðorð en það hafði
Höskuldur ekki. Þrátt fyrir augljósa tortryggni Flosa
og Hildigunnar réðst það svo að þessi ráð skyldu tak-
ast ef Höskuldur fengi mannaforráð. Með þessi mála-
lok fara þeir Njáll og fylgdarlið heim.
Fyrirfram mátti sjá að erfitt yrði fyrir Njál að upp-
fylla skilyrðið um mannaforráð. Enginn vildi láta goð-
orð sitt í hendur Njáls eða skjólstæðings hans. E. t. v.
hefur samþykki Flosa verið gefið á þeirri forsendu.
Eins og sagan af aðdraganda og stofnun fimmtardóms
er sögð í Njálu er hún ótrúleg, en þó nauðsynleg til
að Njáll komi fram áformum sínum. Talið er að Skafti
Þóroddsson hafi lögleitt fimmtardóminn 1004. Hann
var þá nýorðinn lögsögumaður. Varla hefur Skafti eða
aðrir goðorðsmenn ætlazt til að með fimmtardóms-
goðorðunum væru stofnsett ný mannaforræði. En Njáll
hefur treyst á syni sína, venzlamenn þeirra og Sigfús-
syni föðurbræður Höskuldar og fær samþykki til þess
að Höskuldur fái það goðorð, sem Sunnlendingum bar.
Höskuldur hafði fengið goðorð og út á það fékk hann
Hildigunni og Hvítanesgoða-heitið. Samfara því aflaði
hann sér andstöðu frænda sinna goðorðsmannanna í
Rangárþingi. Njáll hafði komið áformum sínum fram,
en vafasamt er að hann hafi gert sér grein fyrir hugar-
ástandi sona sinna. Njáll hafði tekið þeim óskyldan
mann upp á arma sína, aflað honum valda og virðu-
legs kvonfangs, en gert eins og hann gat til að bæla
metnað þeirra.
En höfundur Njálu er ekki í neinum vandræðum,
hann hefur Mörð Valgarðsson í bakhöndinni og teflir
honum fram. Það þarf ekki að draga í efa að þegar
Mörður varð þess var, að Höskuldi varð vel til manna-
forræðis, mundi hann gera eins og hægt var að koma
honum á hné. Ég held að það verði að taka með varúð
frásagnir Njálu um þá atburðarás sem fylgdi því að
völd drógust til Höskuldar Hvítanesgoða. Það er ekk-
ert greint frá samskiptum Höskuldar og Bergþórshvols-
fólksins eftir að Hildigunnur kom vestur. Njálssynir
höfðu sýnt það í viðskiptum sínum við Þráin og
bræður hans, að þeir voru engir jafnaðarmenn. Hildi-
gunni er lýst sem metnaðarkonu og átti hún ekki langt
að sækja jjað, svo líklegt er að svo hafi verið. Það hef-
ur því varla þurft mikið til að slettist upp á vinskap-
inn milli þeirra í Vorsabæ og á Bergþórshvoli. Það er
líklegast að álykta, að Njálssonum og þá sérstaklega
Skarphéðni, hafi þótt Höskuldur sjálfstæðari en í upp-
hafi var gert ráð fyrir og þeir feðgar hafi ekki haft
hann eins í hendi sér og þeir hafi ætlast til af honum. Það
hefur því verið sameiginlegt áhugamál þeirra Marðar
og Njálssona að ryðja Höskuldi úr vegi. Líklega hef-
ur Njáll verið saklaus með öllu af morði Höskuldar,
en hann hlaut að hafa grunað syni sína og hefði því átt
að gera ráðstafanir til þess að þeir kæmu áformi sínu
ekki fram. Það hefur verið ásælni Höskuldar, senni-
lega fyrir áeggjun Hildigunnar, sem hefur orðið hon-
um að banasök. Skafti hefur ekki sett fimmtardóm til
þess að rýra hin fornu goðavöld.
Samkv. annálum var Njálsbrenna að líkindum 1010
fremur en 1009, verður því að líta á það sem sögulega
staðreynd. Þó ekki sé sagt í annálum hver stóð fyrir
brennunni er vafalaust rétt, að það hefur verið Flosi
á Svínafelli. Astæðan til þess að Flosi stendur fyrir svo
hroðalegri aðgerð, hefur verið brýn í augum hans og
fylgismanna hans. Það er ekki kunnugt um nein bein
samskipti Njáls og Flosa önnur en þau sem felast í
kvonbænum Njáls til handa Höskuldi Þráinssyni. Það
Heima er bezt 53