Heima er bezt - 01.02.1968, Blaðsíða 5

Heima er bezt - 01.02.1968, Blaðsíða 5
son tók þar við búi eftir föður sinn og bjó þar 1816. Gáfumaður fátalaður. Faðir Páls bónda Merki, föð- ur Fánars prests Reykholti föður Eggerts læknis Borg- arnesi og Vilhjálms, er bjó í Galtafelli og síðar Laug- arbökkum. Mjög gætir þess í Melaætt, að þar komi fram búþegnar góðir og atgerfismenn, sem trúa á mátt sinn og megin og gróðurmátt íslenzkrar moldar. Hér kernur næst við sögu Páll Þórsteinsson. Hann var fæddur í fardögum 1774, er foreldrar hans voru að flytja búferlum að Melurn. Fóstraður í föðurgarði og kvæntist 1795 Unu Sveinsdóttur bónda Klúku Magn- ússonar og k. h. Ingibjargar Asmundardóttur. Þau byrj- uðu búskap í Hamborg og fluttu 1805 að Víðivöllum fremri. Þar munu þau hafa búið iengst. En 1831 er Páll talinn bóndi Þórgerðarstöðum og þar dó hann 6. maí 1856, 82 ára. Þeim varð 9 barna auðið, er þau kornu til þroska á þeim tíma, er löngum var illa ært í landi, bæði sakir tíðarfars og vondra stjórnarhátta. Einn sona Víðivalla-hjóna var Jón Pálsson, er fædd- ur var 1. des. 1805 á Víðivöllum fremri. Fóstraður í foreldrahúsum. Kvæntur 18. nóv. 1829 Guðrúnu f. u. 1801, d. 23. febr. 1870 Þórsteinsdóttur bónda Egils- stöðum Jónssonar og k. h. Kristínar Sveinsdóttur bónda Klúku Magnússonar. Systrabörn. Jón og Guðrún voru vinnuhjú í Hlíðarhúsum Fljótsdal, þegar þau stofnuðu hjúskap. í fardögum 1830 fluttu þau að Kleif í Fljóts- dal og bjuggu þar í 20 ár. Fluttu 1850 að Skriðuklaustri og bjuggu þar 10 ár í þríbýli. Fluttu enn búferlum 1860 að Víðivallagerði og luku þar ævi sinni. Jón dó þar í niarz 1905, nálega tíræður. Hann var mikill vexti og vörpulegur. Vaskleikamaður til allra verka, bókhneigð- ur og fróður. Jón og Guðrún eignuðust 5 börn, 2 dæt- ur og 3 sonu. Öll ógift og niðjalaus nema: Þórsteinn Jónsson f. 7. maí 1832 á Kleif og ólst upp hjá foreldrum sínum. Þann 7. okt. 1859 gekk hann að eiga Sigurbjörgu f. u. 1833, d. 1900 Hinreksdóttur bónda Víðivallagerði Hinrekssonar og k. h. Sigríðar Eiríksdóttur bónda Rauðhólum Stöðvarfirði Bjarnar- sonar. Bjuggu Víðivallagerði og eignuðust 8 böm. 4 dóu í bernsku. Þau sem upp komust voru: Sigurður bóndi Víðivallagerði, Páll bóndi Tungu, Guðrún hús- freyja Karlsskála og Margrét húsfreyja þar. Þórsteinn Jónsson var mikill vexti og vasklegur, þó eigi jafnoki föður síns. Víkingur til allra verka og smið- ur góður, einkum á járn. Hann dó 1909. Páll Þórsteinsson f. 22. okt. 1863 Víðivallagerði og fóstraður í föðurgarði við heilbrigt heimilislíf, vinnu- semi, nýtni og trúmennsku í hvívetna. Var bráðþroska Sitjandi frá hcegri: Áslaug Ólafsdóttir, Garðar, Jón Pálsson, Helgi. Standandi frá hœgri: Páll, Ólafur. Heima er bezt 41

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.