Heima er bezt - 01.02.1968, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.02.1968, Blaðsíða 12
SÆMUNDUR DUASON: MIÐSVETRARÍS Við bjuggum aldrei á Krakavöllum því rausnar- búi, að við gætum birgt okkur upp á haustnótt- um með allt, sem við þurftum til vetrarins. En oft fluttum við heim á klökkum að haustinu þungavöru, sem entist fram á áramót. Eftir áramót var alla tíð gripið fyrsta færi, sem kom, til að fara með hest og sleða í kaupstað. Þá var flutt heim eins mikið og kostur var, af þeim hlutum, sem nauðsynlegt var að hafa, til þess að entist fram úr. Svo kom veturinn 1917—1918. Þá hittist svo á um áramótin, að færi var hið bezta, bæði fyrir hest og sleða, hjarn, þar sem fannir voru, ís á vötnum og mýrum. Um leið og búð hafði verið opnuð í Elaganesvík eftir áramótavörutalningu, biðum við ekki lengur boðanna heima, heldur héldum strax af stað í kaupstaðinn. Rögnvaldur Gíslason var hjá okkur Guðrúnu á Kraka- völlum þenna vetur, eins og á er minnzt í æviminning- um okkar Guðrúnar. Hann fór með mér í kaupstaðar- ferðina. Yfir hafinu grúfði grá kuldamóða, frostreykur. Við fjörur í Haganesvík lóaði hvergi á steini. Svo staðkyrr var sjórinn. Á Víkinni flutu nokkrir hafísjakar, flatir og borð- lágir. Meðan við stönzuðum neðra, bættust nokkrir fleiri við. Þetta voru eins konar framherjar, forustulið, fyrir miklum her. Við kynntumst því betur seinna. Við hlóðum á sleðann þungu æki. Við ætluðum ekki með það alla leið heim í einni lotu, heldur skipta á sleð- anum, þegar komið væri fram undir Nes. Þar verður á nokkrum kafla meira í fangið. Við skildum þar nokk- uð eftir. Það átti að sækja daginn eftir. En hitt var meira, sem við héldum með áfram alla leið heim. Vað er á ánni, þar sem kallað er á Melshorni, fyrir sunnan og neðan Neskot (gamla bæinn). Þar fórum við yfir. Um morguninn var áin þarna hrein, ekkert krap komið í botninn, og grunn, svo að hún naggraði í grjóti. Nú var komið í hana krap og byrjaðar að frjósa að skarir. Við Rögnvaldur bárum yfir farangurinn í klofdjúpu krapi, létum síðan hestinn draga lausan sleðann á eftir. Um leið og allt var yfir komið létum við á sleðann á ný og héldum svo áfram, eins og ætlað var. Við höfðum heldur hraðan á. Frost var orðið nokk- uð mikið. Það fundum við á sjálfum okkur, en merkt- um þó greinilegar á því, hversu mikið áin hafði bólgn- að upp af krapi og frosið, stundina sem við vorum fyrir neðan. Hugsanlegt var, að okkur kæli á fæturna, ef við yrðum lengi á leiðinni. Á því var þó engin hætta, með- an enn var vatn ófrosið í plöggunum og innan í skón- um. En það fraus alltaf meira og meira að utan, og buxur urðu strax gaddfreðnar og eins ytri sokkar og skór. Ég hafði um morguninn farið í klofháa snjósokka til skjóls á sleðanum, því að frost var þá þegar nokkurt. Þeir lyppuðust niður um fæturna, þegar ég fór að vaða í krapinu. Þess vegna smeygði ég mér úr þeim, er ég var kominn yfir fyrstu ferðina, og henti þeim á bakk- ann. Þeir voru orðnir stokkfrosnir, er allt var komið yfir. Við fleygðum þeim lausum ofan á sleðann. í Lág- hólum, nokkru fyrir sunnan Helgustaði, tókum við eftir því, að annar sokkurinn hafði dottið af sleðanum. Við vildum ekki tefja okkur á að leita að honum. Það hefði getað tekið nokkra stund, því að orðið var dimmt af nóttu. Morguninn eftir vorum við snemma á fótum til að sækja það, sem eftir var skilið daginn áður. Það var lítið eða alls ekki neitt farið að birta af degi, þegar við fórum þar um, sem við héldum að sokkur- inn hefði dottið af sleðanum. En við sáum hann ekki, enda gátum við ekki greint slóðina okkar frá því um kvöldið áður. Það var ofurlítil hríðaríma, lognmugga með stórum snjóflygsum, svo léttum og efnislitlum, að þær komu á litlu þéttar en þokuhrím. Af þessum sök- um sást enn verr til en ef verið hefði alveg heiðskírt veður. Við Rögnvaldur stönzuðum þarna svolitla stund til að hyggja í kringum okkur. Og þá varð ljós! Það var líkt og brugðið hefði verið upp á risaeld- spýtu, varð albjart yfir okkur og allt í kring, sást lang- ar leiðir, bjarminn ögn rauðleitur. Þá komum við auga á snjósokkinn. Hann lá skammt þar frá, sem við stóð- um. Við tókum sokkinn upp. Svo dó Ijósið. Og okkur varð enn myrkara fyrir augum en áður. Nú var áin ekki lengur fær, þar sem við fórum hana kvöldið áður. Hún hafði bólgnað svo upp, að krap var orðið dýpra en manni væri stætt, skarir hins vegar ekki komnar alveg saman, svo að aka mætti á ísi yfir. En þar sem Helgustaðaeyrar taka enda að norðan, þar sem saman kemur áin og Helgustaðasíki, var hún enn að kalla auð á parti. Þarna leggur hana alla tíð seinna en annars staðar þar í nánd. Kaldavermslisspræna 48 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.