Heima er bezt - 01.02.1968, Blaðsíða 23
leitinni, skreið hún úr fylgsni sínu og flýtti sér heim.
Sagði hún þá frá, hvers hún hefði orðið vör.
Morguninn eftir var svo farið að leita mannanna, að
tilvísun stúlkunnar. Fannst þá hellirinn og sá þess merki,
að þar hefðu menn verið, en þeir voru horfnir. Ein-
hvern grun höfðu leitarmenn um það, í hverja átt þeir
höfðu farið, því að þeir leituðu þeirra í vesturátt frá
hellinum. Náðist annar þeirra við Haffjarðará, en hinn
náðist ekki fyrr en vestur við Hafursfell. Kom þá í
ljós, að þetta voru piltarnir frá Görðum og Snorrastöð-
um, sem fara áttu í verið veturinn áður.“
Þegar ég lærði þessa sögu heima á Snorrastöðum, er
ég var barn að aldri, þá man ég ekki eftir að neitt væri
rætt um ástæður til þess, að þessir ungu menn gripu til
þess örþrifaráðs, að leggjast út í hraunhelli í miðri sveit.
Ekkert var heldur minnzt á að þeir hefðu þekkt jarð-
hitann, sem var þarna rétt hjá hellinum eða haft hans
not, en vel gæti það verið þótt þjóðsagan gæti þess
ekki. Það fylgdi heldur ekki þjóðsögunni, hvað gert
var við þessa ungu, ógæfusömu menn, sem gerðust úti-
legumenn og þjófar. — En í annarri þjóðsögu, sem ég
hef síðar heyrt, er frá því greint, hvað gert var við
þessa ungu útilegumenn. Er þar sagt, að dómur hafi
verið kveðinn upp yfir þeim í héraði og þeir dæmdir til
dauða og síðan hengdir í svonefndum Steinbogaklett-
um við Steinbogalæk við sjóinn milli Jörfa og Hítar-
ness í Kolbeinsstaðahreppi. Er þar jafnan talið reimt.
í lýsingu fslands eftir Þorvald Thoroddsen er þetta
meðal annars um Eldborg sagt:
„Niðri á flatlendinu milli ósanna á Haffjarðará og
Kaldá er Eldborgarhraun (eða Borgarhraun). Það er
apalhraun, sem komið hefur úr stórum, sérstökum eld-
gíg. Eldborg er reglulega löguð, sporöskjulöguð og
uppbyggð af gjallkenndu hrauni. Barmurinn er mjög
þunnur að ofan og gígskálin brött að innan.“
Eldborg er, samkvæmt mælingum Eggerts Olafsson-
ar (á árunum 1752—1757), 639 fet að þvermáli eða um
200 metrar. Á dýpt er hún talin 169 fet, en það eru um
53 metrar. Má af þessum tölum sjá, að gígskálin í Eld-
borg er meira en meðal grautarskál að stærð.
Eldborg er prýði sveitarinnar, hvaðan sem á hana er
litið, en fegurst er hún séð frá Snorrastöðum, því að
þá njóta sín í hæfilegri fjarlægð skógiklæddar hlíðar-
brekkur borgarinnar. Vafalaust hefur mikið gengið á,
þegar Eldborg varð til, en þó er það næstum óskiljan-
legt, hvernig barmar gígsins hafi getað hlaðizt svona
reglulega upp í eldsumbrotunum. Má um þessa undra-
smíð segja hið sama og Jónas Hallgrímsson segir í
kvæðinu Skjaldbreiður: „Gat ei nema guð og eldur
gert svo dýrlegt furðuverk.“
2. BARNABORGARHRAUN.
Fáar eða engar þjóðsögur þekki ég, sem tengdar eru
við Barnaborgarhraun, en örnefnið sjálft flytur eigin-
lega sorgarsögu.
Þorvaldur Thoroddsen lýsir hrauninu þannig í ís-
landslýsingu sinni:
„Fyrir neðan Fagraskógarfjall, milli Kaldár og Hít-
ár, er Barnaborgarhraun. Það er á sléttlendi og nærri
kringlótt í laginu. Aðal gígurinn, sem heitir Barnaborg,
er í miðju hrauninu. Hann er hlaðinn upp af klepruð-
um hraunlögum, og rauðu gjalli og á honum eru tvö
op og hrauntraðir miklar frá. í hrauninu er töluverð-
ur gróður, lyng, birkihríslur og víðar.“
Annað segir hann ekki um þetta hraun og ræðir ekk-
ert um, af hverju örnefnið sé dregið. En eins og Þor-
valdur Thoroddsen segir, er hraunið á sléttlendi og all-
ur vestur hraunjaðarinn er hlaðinn upp af gosinu, sem
virðist hafa farið hægt yfir og storknað í jaðrana og
hvert lagið hlaðist ofan á annað En örnefnið segir sína
sorgarsögu, eins og fyrr segir. — En í þjóðsögum Jóns
Árnasonar er smá grein, og er þar sagt, að allmikið sé
til af sögum um slysfarir barna, sem hafa týnzt og
styðjist þessar sögur oft við örnefni.
Þannig segir í þessari grein að því sé farið með ör-
nefnið Barnaborgir í Kolbeinsstaðahreppi í Hnappa-
dalssýslu. En þar eru hraunhólar tveir, er nefnast Barna-
borgir. Er sagt að þeir dragi nafn af því, að einu sinni
hafi tvö börn frá næsta bæ við hraunið — en bærinn er
ekki nefndur — villzt í hrauninu, og látizt þar ein og
yfirgefin í þessari hrœðilegu auðn eins og segir í þjóð-
sögunum.
_ E p-i—
L J «1 E£- j ^
a HT DJEGURLAGA^
í nóvemberblaðinu á fyrra ári birtist fyrirspurn frá
konu á Vestfjörðum, sem ekki vildi láta nafns síns get-
ið. Spurði hún um kvæði, sem hún kunni aðeins nokkr-
ar Ijóðlínur úr. — Nú hefur önnur vestfirzk kona, Guð-
björg Ásgeirsdóttir í Súðavík, sent mér afrit af þessu
kvæði.
Kvæðið heitir Island og höfundur þess er Baldvin
Bergvinsson, sem mun hafa verið Þingeyingur.
Og hér birtist þetta kvæði í afriti Guðbjargar Ás-
geirsdóttur.
ÍSLAND.
Fjallkonan kæra, ég flytja vil þér
fegurstu ljóð, sem hugkvæmast mér.
Þú ert mín vagga, og þú ert mitt líf,
þú ert mitt athvarf og skjöldur og hlíf.
Þú ert mín sæla og þú ert mitt skjól,
þú ert mín hrífandi vordrauma ból.
Heima er bezt 59*