Heima er bezt - 01.02.1968, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.02.1968, Blaðsíða 10
 Heimili Jóns og Aslaugar á Selfossi. rækt embætti sitt af fúsleik og farsæld. Sanngjarn og vægur í kröfum fyrir læknisaðgerðir sínar og ferðalög. Vinsæll af alþýðu manna. Þá má geta þess, að Jón gaf dýralæknanemum kost þess að gerast aðstoðarmenn á yfirreiðum og við læknisaðgerðir í sínu umdæmi. Er slík starfskynning og verkleg æfing nauðsynleg þeim, er stunda bókfræði á þessu sviði. Léttir þeim námið og eflir þá til námsárangurs. Fjöldi nemenda notuðu sér þessi tækifæri. Voru þeir Jóni harla þakklátir fyrir. Jón Pálsson er maður glaðlyndur og gamansamur, léttur í máli og hressilegur. Félagslyndur og hefur kom- ið nokkuð við sögu í þeim efnum. Hefur setið í hrepps- nefnd bæði á Reyðarfirði og Selfossi. Einkum hefur hann þó látið til sín taka á sínu sviði. Einn af stofn- endum Dýralæknafélags íslands og formaður 15 ár. Dýravinur og hestavinur. Hestaferðir og hestamennska hafa verið líf Jóns og yndi. Hann hefur ætíð átt góð- hesta og stundum gæðinga. Hefur stundað kynbætur hrossa um skeið. Eiga þeir feðgar nú hestakost mikinn og góðan. Jón var langa stund formaður hestamanna- félagsins Sleipnis í Flóa. Átti frumkvæði að stofnun Hrossaræktarsambands Suðurlands og stjórnaði því ár- um saman. Þá tók hann og þátt í undirbúningi að stofn- un Landssambands hestamannafélaga. Síra Sigurður Einarsson skáld í Holti sendi Jóni Páls- syni eitt sinn afmæliskveðju. Orkti fyrir munn Jóns lyfseðil á þessa lund: R.p. Hestar, vín og hollir vinir, hlátur glaður. Einnar ástar, einnar konu eiginmaður. Framhald á blaðsíðu 55. 46 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.