Heima er bezt - 01.02.1968, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.02.1968, Blaðsíða 30
ars nokkrir til. Ekki gæti hann trúað því að þeir héldu til á fjöllum uppi eftir að snjór væri kominn, og að láta sér detta í hug að nokkur heilvita maður héldi hlífiskildi yfir þeim, — hu, svei því barasta! “ Pabbi minn, sem betur fer ert þú ekki guð almátt- ugur og veizt ekki allt, hugsaði Vala og brosti ofur- lítið. Aumingja Úlli, sá hlaut að hafa verið hræddur, meðan þeir leituðu í fjárhúsunum. Það var gott að nú var kominn snjór, þá færi hún að hirða féð og gæti haft samband við Úlla oft á dag. Þá yrði betra að lauma bita og bita til hans. Og eftir að búið væri að troða slóð milli fjárhúsanna og bæj- ar, gæti Úlli sótt mjólkina sína sjálfur í fjósið, því það var erfiðast að koma mjólkinni til hans. Manga hélt uppteknum hætti, setti nýmjólk í merkurmálið sitt og faldi það upp á hillu. Það ætlaði hún að gera þangað til huldumaðurinn léti hana vita, að hann þyrfti hennar ekki lengur með. Einu sinni lá við að illa færi er Úlli var í fjósinu. Hann dvaldi þar oft langtímum saman, því þótt hon- um þætti fjóslyktin ekki góð, var hlýjan af kúnum ómetanleg, og svo komst hann upp á að fá sér auka- dreitil um leið og hann fór. Það var auður einn básinn, þar sem enginn kálfur hafði verið látinn lifa þetta árið. Þar lá Úlli oft löng- um stundum á strigapoka sem hann breiddi yfir moð- binginn. Stundum sofnaði hann í hlýjunni, en reyndi þó að varast það. En svo kom það fyrir eina kalda og hryssingslega desembernótt, að hann svaf of lengi. Manga fór snemma á fætur alla morgna ársins, og byrjaði þá á því að hreinsa moðið frá kúnum og henda því í auða básinn, þar til henni fannst nóg komið til að fylla tunnusekkinn og færa hestunum moðið. Þennan morgun kom hún að venju með olíulukt- artýru sína, hengdi hana á stoð, þar sem birtan gerði mest gagn, þótt lítil væri. Síðan fór hún að spjalla við kýrnar eins og hún var vön, og þá vaknaði Úlli loks við tuldrið í kerlu og varð ekki um sel. Nú voru góð ráð dýr, en það eina sem honum datt í hug, var að liggja grafkyrr, þar sem hann var kominn, { þeirri veiku von, að þá tæki kerla ekki eftir honum. „Svona, svona, greyskarnið, óskapa moð er þetta hjá þér. Það er von, annar eins béaður ruddi sem fyrir ykkur er borinn í vetur. Svo eigið þið að mjólka, blessaðar, og ekki nokkurt kálfstetur í fjós- inu í vetur til að hygla. Já, því segi ég það og segi það enn, mikils er af ykkur krafizt, þessum vesaling- um, sem ekki geta kvartað á mannamáli. Og ekki fóðurbæti að fá fyrir gull og gersemar. En úti í löndum berjast þeir og berjast, já, svo hjálpi okkur guð, meir en berjast, þeir hreinlega drepa hver annan. Hafið þið heyrt annað eins. Hvað ætli sagt yrði og gert, dytti ykkur í hug að sálga þó ekki væri nema kálfskratta hérna handan frá Kálf- skinni. Það kostaði víst ekki neitt lítið, gæti ég trú- að.“ Og kerla jós moðinu yfir vesalings Úlla, meðan hún lét dæluna ganga. „Hvaða rækalli er komið rnikið moð í básinn, það fyllir víst posatetrið og meira en það,“ sagði hún og rýndi yfir í básinn. „Nei, skollakorninu sem ég nenni að troða því í pokann núna, það er ólukkans gigt í mjöðminni á mér, ég verð að fá Völu til að hjálpa mér. Blessað lambið, hún er alltaf svo vikaliðug við kerlingarhróið, þó hún geti engan veginn verið henni það, sem hún vildi vera, ójá, ekki er allra ævin sem skyldi.“ Úlli reyndi að bæra ekki á sér, meðan Manga var svo nærri, en moðið var alveg að kæfa hann. Bráðum yrði hann að hnerra. Loks rölti Manga af stað inn í hlöðuna til að ná í meisana. Úlli skreið upp úr moðhrúgunni og skauzt hálfboginn á eftir kerlu, sem tuldraði hástöfum við sjálfa sig, svo lítil hætta var á, að hún heyrði fóta- tak hans. Svo faldi hann sig bak við hurðina meðan Manga gekk fram hjá með meisana, skauzt síðan fram í dimma hlöðuna, og þá var auðvelt að kom- ast út. Völu varð ekki um sel, þegar Úlli sagði henni sögu sína, en verra varð þetta þó, þegar kvígan hún Ást- rós átti að bera. Þá fór Sveinn bóndi sjálfur í fjósið um nóttina að gá að kvígunni. Úlli var einmitt að reyna að koma Skjöldu á fæt- ur, ætlaði að mjólka ofurlítinn sopa í málið sitt, áður en hann færi. Skjalda var eintóm vonzkan, blés bara og skók hausinn geðvonzkulega, en datt ekki í hug að standa á fætur. Allt í einu var fjóshurðin opnuð, og Sveinn bóndi lýsti með vasaljósi sínu inn. Úlli seig niður með hliðinni á Skjöldu gömlu og kúrði þar lamaður af ótta, en er bóndi sá að allar kýrnar lágu rólegar, og allt virtist með felldu, sneri hann aftur inn í hlöðuna. Úlli lá hreyfingarlaus um stund og þrýsti höfði að hálsi Skjöldu gömlu. Hann fann hve tuggan rann hratt upp háls hennar, og hún tók aftur að jórtra. Mikið öfundaði hann kindurnar og kýrnar af þessu 66 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.