Heima er bezt - 01.02.1968, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.02.1968, Blaðsíða 28
anna. Það var enginn efi á því, Halli var búinn að finna ný leynigöng. En hvert myndu þau nú liggja? Það væri gaman að vita. Við bræðurnir urðum að sjálfsögðu mjög glaðir yfir fundi þessum og ég lýsti inn í göngin í rann- sóknarskyni. Þau virtust liggja í því nær beinni stefnu, að minnsta kosti það langt sem ég sá. „Jæja, bróðir sæll,“ sagði ég, „er þá nokkuð annað fyrir okkur að gera en leggja af stað inn í þessi leyni- göng?“ „Nei, ætli það. En vilt þú nú ekki lána mér vasa- Ijósið þitt. Mér finnst það réttlátt að ég fái að minnsta kosti einu sinni að vera á undan,“ sagði Halli. Þar eð mér fannst það einnig réttlátt, lánaði ég bróður mínum vasaljósið. Því næst lagði hann af stað inn í leynigöngin með mig á hælum sér. í fyrstu voru göngin svo lág og þröng að við þurftum að skríða eftir þeim og var það allt annað en skemmtilegt. En til allrar hamingju fóru þau brátt víkkandi svo að við gátum gengið eftir þeim, þó með því að beygja okkur mikið. En svo kom að því að við gátum geng- ið teinréttir eftir þeim og þá fór nú ferðin að ganga öllu betur. „Þetta virðast ætla að vera löng göng,“ mælti Halli allt í einu. „Já, það held ég, en einhvers staðar hljóta þau að taka enda,“ sagði ég. „Já, líklega gera þau það og vona ég að við höf- um bláan himininn fyrir ofan okkur,“ sagði Halli, svo bætti hann við: „En hvernig ætli þessi göng hafi orðið til?“ „Það er ekki gott að segja. Þetta er nokkuð fyrir jarðfræðingana,“ svaraði ég. Og áfram héldum við eftir þessum dularfullu leynigöngum. Allt í einu snarbeygðu göngin og við fórum að heyra iðandi sjávarnið. Vorum við að kom- ast á leiðarenda? Var frelsið framundan? Brátt sáum við smá skímu framundan. Já, það lék enginn efi á því, við vorum að komast á leiðarenda. Svo kom sjórinn í ljós, en það var ekki þar með sagt að við bræður værum komnir út undir bláan him- inn, nei, nú uppgötvuðum við, að göngin enduðu í helli sem þessa stundina var að minnsta kosti hálfur af sjó og það var nú verri sagan því að ef við ættum að komast áfram, þyrftum við að synda út úr hellin- um, og það var allt annað en skemmtileg tilhugsun. Við vissum nefnilega að sjórinn gat verið mjög kald- ur þó að sumartími væri. Og hvað mundi svo taka við þegar út úr hellinum kæmi, enn þá meira sund eða hvað? „Nei, bróðir sæll, við verðum bara að taka því ró- lega og bíða eftir því að það fjari. Ég tel nefnilega mjög líklegt að nú sé háflóð,“ sagði ég. „Já, en ég get bara ekki verið rólegur, og beðið. Maður verður að hafast eitthvað að. Ég legg því til, að við syndum út úr hellinum. Við erum hraustir eða er ekki svo?“ mælti Halli. „Jú, að minnsta kosti hefur okkur verið sagt það í óspurðum fréttum,“ samþykkti ég. „Jæja, þá mundi ég segja að lítið leggðist fyrir kappana, ef þeir þyrðu ekki að synda svolítið,“ sagði Halli. Hann var sem sé fylgjandi því að við tækj- um sundtökin. Ég maldaði eitthvað í móinn, en lét undan að lok- um. Við gengum því út í sjóinn, sem mér fannst hrollkaldur. Hægt og varlega héldum við áfram. Sjórinn náði okkur nú upp í mitti og skömmu síðar tókum við sundtökin og syntum af stað út að hellis- munnanum. Ég fann þegar, að þetta var ekki eins ægilegt, og ég hafði hugsað mér. Satt að segja fann ég ekki til mikils kulda. Við syntum hægt, en brátt vorum við þó komnir út fyrir hellismunnann og farnir að átta okkur á hlut- unum. Sáum við að stytzt væri í land skammt austan við okkur, en sitt hvoru megin við hellinn voru þver- hnípt björg er gengu alveg í sjó fram. Við syntum nú áfram, rösklegar en áður því að á þurrt land vild- um við komast sem fyrst. Ekki vorum við mjög þrekaðir er við, að lokum, gengum upp á sendna ströndina og upp að björgun- um, rétt ofan við hana. Þar fundum við góðan felu- stað í smáskúta og þar ákváðum við að afklæðast og vinda föt okkar. Það fyrsta sem við gerðum, í þá átt, var að leysa af okkur strigaskóna. Þar eð þeir voru, sem eðlilegt var, rennvotir, gekk okkur það verk eigi vel. En sem betur fór tókst okkur það að lokum og síðan gekk allt betur. Veður var hlýtt, logn og sólskin, svo að okkur fannst ráðlegt að leggja fötin til þerris eftir að við höfðum undið þau. Breiddum við því úr þeim á steinum, rétt utan við skútann, svo að sólin næði til að skína á þau. Síðan biðum við klæðalausir, inni í dimmum og köldum skútanum, þótt við gjarnan vildum liggja í mjúkum volgum sandinum utan við hann og njóta sólarinnar. Framh. 64 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.