Heima er bezt - 01.02.1968, Blaðsíða 31
íórtri sínu. Og mikið hefði hann viljað gefa til að
geta jórtrað bitann sinn upp aftur og aftur.
Nú varð hann að fara úr blessuðum ylnum út í
kuldann. Það var kalt í fjárhúsunum, og skóf innum
allar rifur á hlöðunni. Síðustu næturnar hafði hann
kúrt hjá fimm veturgömlum gimbrum sem voru í
lambakrónni. Hann var búinn að klappa þeim svo og
kjassa þær, að þær voru orðnar elskar að honum eins
og heimalningar.
Þótt bóndinn kæmi í húsin áður en Úlli vaknaði,
var hættan ekki ýkja mikil. Sveinn bóndi var vana-
fastur, hann opnaði alltaf austustu dyrnar fyrst og
kveikti á olíulukt, sem alltaf hékk á nagla yfir garð-
anum. Luktin gaf litla birtu, svo Úlla var leikur einn
að skjótast upp í hlöðuna, meðan féð var að standa
upp. Þar klifraði hann upp á heystabbann og lá þar
og tuggði strá, meðan fatlaði bóndinn baslaði við
morgunverkin.
Þetta var döpur og tilbreytingalaus ævi hjá unga
útlaganum. Hann var vanur fjölmenni og miklum
gestagangi, heimboðum og skemmtunum. Hér var
enginn nema Vala. Hún hafði þroskazt mikið þenn-
an vetur.
Væri sjóveður reri Sveinn á sjóinn. Hann varð að
bíta í það súra epli að hafa Jónatan mág sinn með sér,
því Guðvarður og Bjarni reru á Kálfskinnstrillunni.
Jónatan var svo myrkfælinn, eins og systir hans
og reyndar þau öll á Kálfskinni, að til vandræða
horfði. Það var því enginn vandi að gera honum
smáglettur, svo hann væri ekki að þvælast um bæinn
að óþörfu. Það yrði verra þegar bátarnir frá Litlu-
vík, Stóruvík og Avík kæmu. A þeim væru kátir
strákar, sem ekki hræddust drauga né forynjur.
Allt frá því Vala rnundi fyrst eftir sér, og síðan
elztu menn mundu, fengu þessir bæir að hafa upp-
sátur að Hamri. Þar var ágæt lending sem aldrei brást
né varð ófær, og þaðan var venjulega stutt á miðin.
Vala hlakkaði óskaplega til, en kveið þó enn meira
fyrir. Fanggæzla þessara báta væri geðvond skrukka
um fimmtugt, sögðu strákarnir, en sannleikurinn var
sá, að þeim þótti öllum vænt um hana, því hún var
þeim hlý og góð á sinn hátt. Ráðskonan hét Jósefína
og var ekkja og átti fullorðinn son, sem var á einum
bátnum, og telpu sem var jafnaldra Völu.
Öll þessi haust höfðu þær tvær verið óaðskiljan-
legar, sagt hvor annarri öll sín leyndarmál. Það var
nú samt Nunna, sem flest leyndarmálin átti, og í
fyrra, þegar hún var bara fjórtán ára, hafði strákur
kysst hana. Ekki neitt svona í gamni, eins og þeir
gerðu stundum strákarnir á bátunum, heldur í fúl-
ustu alvöru. Tekið utanum hana eins fast og hann
gat, hvíslað í eyrað á henni, hvað hún væri sæt og
alls konar svoleiðis. Svo hafði hann kysst hana, aga-
lega fast, svo hún hefði haldið að hún myndi missa
andann, og hefði orðið alveg kolmáttlaus í hnjánum,
og hvað hjartað í henni hefði barizt. Nunna lokaði
augunum og lagði höndina á hjartað.
„Ég sver að það tók kipp og slær miklu harðara
núna, meðan ég var að segja þér frá þessu,“ sagði
Nunna og brosti sæl.
Vala skellihló. Oj, bara, láta strák kyssa sig, það
skyldi hún aldrei gera.
„Þú segir annað, þegar þeir fara að reyna það,“
sagði Nunna dularfull á svipinn.
Nú var Vala í vanda stödd. Áður hafði Nunna átt
allar hennar frístundir, en nú yrði hún að hugsa um
Úlla, ekki þótti honum þær of margar eða langar
stundirnar, sem hún gat verið hjá honum. Og ekki
kom til mála að segja Nunnu frá Úlla. Hún myndi
ekki geta þagað heilan dag yfir svo miklu og merki-
legu leyndarmáli.
Nunna átti ákaflega bágt með munninn á sér. Hún
sagði sjálf, að hann þyrfti alltaf að vera að einhverju
mali, það væri varla, að hann gæti þagað meðan hann
tyggði matinn. En Nunna var kát og fjörmikil telpa,
og Vala hafði hlakkað til komu hennar á hverju
hausti, þar til nú.
Það var glaumur og gleði daginn, sem verkamenn-
irnir komu. Þeir voru tíu fullorðnir og fjórir hálf-
vaxnir strákar, sem áttu að stokka upp. Þetta haust
breyttist margt í sambandi við útgerðina á Hamri.
Áður hafði allur fiskur verið saltaður og hertur í
skreið og óhemju mikil vinna, sem hver maður varð
að leggja á sig dag hvern, stæði stilla lengi. En kom-
ið hefði fyrir, að róið hefði verið látlaust í þrjár
vikur, og mátti þá heita, að allir væru að niðurlotum
komnir. En aldrei brást samt, að ekki gerði einhverja
landlegudaga, og það voru sannarlegir sæludagar.
Þegar strákarnir voru búnir að sofa úr sér mestu
þreytuna, fóru þeir út og léku sér eins og krakkar,
enda margir varla komnir af barnsaldri. Vinsælust
var glíman, og svo alls konar stökk. Það var grátið
af hlátri að tilburðum sumra hverra, en enginn mátti
skcrast úr leik; það þótti ódrengilegt.
Nunnu þótti útilegumannaleikurinn lang skemmti-
legastur. Það var svo gaman, þegar einhver dálítið
Heima er bezt 67