Heima er bezt - 01.02.1968, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.02.1968, Blaðsíða 8
Jón og Aslaug njóta veðurbliðunnar sl. sumar á „verönd“ húss sins. saman nokkra fjárhæð í því skyni að geta gripið til, ef veikindi steðjuðu að. Kvað einsætt, að þessi fjárhæð færi í súginn og miklu meira. Elínborg taldi kjark í Pál og sagði: „Hvað er meiri trygging góðs heilsufars en heilnæmt lindarvatn til heimilisnota,“ — Vatnsleiðslan varð fullgerð og fjárhagur Tungu-heimilisins haggað- ist ekki. Fiirsæld, manndáð og fornar dyggðir. Hér að framan hefur verið rakin ein grein Melaætt- ar í fimm ættliðum. Lýst hefur verið ævi þeirra og at- ferli eftir föngum. Forfaðirinn fæðist 1737 og sá yngsti deyr 1959. Ferill þeirra tekur yfir fullar tvær aldir. Er margt í fari þessa fólks, sem vekur athygli og umhugs- un. Allir ná háum aldri. Einn verður nær tíræður, ann- ar 96 ára. Kynsæld er mikil. Heilbrigði og lífsþróttur ríkjandi. Þeir koma upp stórum barnahópi án hjálpar eða styrks úr nokkurri átt. Farsæld, manndáð og fom- ar dyggðir einkenna þessa ættkvísl. Þessar kynfylgjur eru ekki einkennandi fyrir Melaætt eina. í öllum ættbálkum íslenzkum um gjörvallt ísland var á þessu tímaskeiði ríkjandi sú karlmannlega lífsskoð- un að duga eða liggja dauður ella. Þessi andlega reisn hlaut að skapa gróandi þjóðlíf og giftusama kynslóð. Fólldnu, sem um aldamótin 1900 var í broddi lífsins, svall móður og var þess albúið að hefja sókn til efling- ar atvinnuvegum og menningu í landinu. Unga fólkinu, sem var að rísa á legg, aldamótaæskunni, var sú trú í blóð borin, að henni væri búin vænlegri framtíð í landi sínu en nokkurri kynslóð á undan henni. í stuttu máh verður hér á eftir sagt nokkuð frá ævi- starfi eins manns úr æskusveit aldamótanna. Jón Pálsson, dýralæknir. Jón Pálsson dýralæknir fyrrverandi, Hlöðum, Sel- fossi, er fæddur 7. júní 1891 að Þingmúla, Skriðudal í Suður-Múlasýslu. Þriðji í röðinni 14 systkina. Hann var fóstraður í föðurgarði í hópi glaðværra systkina. Kom brátt í ljós að þessi sveinn var námfús og fram- gjarn. Gekk í Flensborgarskóla. Gagnfræðingur þaðan 1909. Próf úr 5. bekk M.R. 1913. Sigldi til Kaupmanna- hafnar til náms í dýralækningum. Próf í þeim fræðum 1918 úr Dýralækna- og landbúnaðarháskólanum í Höfn. Dýralæknir í Austfirðingafjórðungi 1918—1934. Sat á Reyðarfirði. Þegar 5. dýralæknisembættið var stofnað 1934, var Jón skipaður í embættið og gegndi því til 1950. Skyldi hann sitja á Selfossi og fá til yfirsóknar Árness- og Rangárþing, Vestur-Skaftafellssýslu og Vestmannaeyjar. 1950 var þessu embætti skift í tvennt. Síðan héraðsdýralæknir í Árness-sýslu og Vestmanna- eyjum til 1961. Fálkariddari 1962. Jón Pálsson hefur Fjórir œttliðir 1950. 44 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.