Heima er bezt - 01.02.1968, Blaðsíða 19
Jón Pálsson, dýralæknir
Framhald af bls. 46.
Vökul aðgát, alúð starfs
og eining heima.
Sumarfrelsi og ferðalög
um fjallageyma.
J- P.
Það hefur dugað virktarvel
sem vænta máttum.
Sitja muntu knár þinn klár,
unz kemur að háttum.
Jón Pálsson varð 76 ára 7. júní s.l. (1967). Er hann
ern vel, hestfær bæði og ölfær. Þóttu slíkir hlutgengir
til harðræða á Sturlungaöld. Svo mun enn vera.
Jón Pálsson er kvæntur glæsilegri konu Áslaugu Ól-
afsdóttur frófasts í Bjarnarnesi Stephensens Magnússon-
ar úr Viðey og k. h. Steinunnar Eiríksdóttur frá Karls-
skála við Reyðarfjörð. Fór hjónavígslan fram 5. júlí
1918 í Ráðhúsi Kaupmannahafnar. Framkvæmdi hana
borgarstjóri sjálfur. Þeim hjónum varð fjögurra sona
auðið. Eru þeir taldir hér í aldursröð:
Garðar Jónsson skógarvörður.
Ólafur Jónsson kaupmaður.
Páll Jónsson tannlæknir.
Helgi Jónsson bankafulltrúi.
Allir búsettir á Selfossi.
Mikið ritverk um íslenzka hestinn
Framhald af bls. 47.
völlur að nýjum þætti í sögu hans og sölu á reiðhestum
úr landi.
Þriðja bindið verður aðallega tamninga- og hesta-
fræði. Verður þar fjallað um gerð og sköpulag rcið-
hesta og síðan tekin fyrir reiðmennska og tamning frá
erlendu sjónarmiði og íslenzku, þjóðlegu sjónarmiði, og
m. a. byggt á reynslu höfundar í samskiptum við hesta
og nemendur á Hvanneyri s. 1. ár, en hann stofnsetti vísi
hins fyrsta íslenzka reiðskóla á Hvanneyri veturinn
1951, og hefur kennt tamningar og hestamennsku óslit-
ið síðan. Eru nemendur hans, sem numið hafa tamning-
ar nú (1968) orðnir um 350 talsins, og hafa á þessum
tíma verið tamdir alls um 500 hestar.
Búnaðarsaga landsins mun sýna, er fram líða stundir
að Gunnar Bjarnason og Theódór Arnbjarnarson hafa
unnið hið merkasta grundvallarstarf í ræktun og kyn-
bótum íslenzka hestsins. Bók Theódórs, HESTAR, var
ekki nema að litlu leyti ættbók, en fjallaði almennt um
hestinn frá víðtæku sjónarmiði. Nú kemur öll ættbóldn
fyrir sjónir Islendinga, auk annars efnis um hesta, menn
og margþætta starfsemi, sem mun gera þetta ritverk
sígilt, og þegar hefur komið til tals að gefa það einnig
út á erlendu máli.
Allmargir kaupendur hafa þegar látið skrá sig sem
áskrifendur þessa ritverks, en þar sem all langt er liðið
síðan, eru menn beðnir að endurtaka áskrift sína, enda
var þá, þegar bókin var boðin af Búnaðarfélagi Islands,
gengið út frá fjölritaðri útgáfu. Áskrifendum „Heima
er bezt“ verður bráðlega gefinn kostur á að panta 1.
bindi bókarinnar fyrir útgáfudag, með sérstökum vild-
arkjörum.
r
Islenzki hesturinn
Framhald af bls. 52.---------------------------------
í Hornafirði til fundahalda og verzlunarmála. Einnig
formaður Kreppulánasjóðs í A.-Skaftafellssýslu. Vann
einnig við fasteignamat o.fl. Reyndi jafnan að koma
heim sem fyrst úr hverri ferð. Reiðhestur minn var þá
jafnan Skotti. Kom þá oft að kvöldlagi yfir Almanna-
skarð og áði á bæjum í Suður-Lóni. Taldi þá fólk mig
mjög af því að halda heim yfir Jökulsá, er dimmt væri
orðið. Hafði ég þá stundum byggt smávörður úr mal-
arsteinum við vöð á mestu kvíslunum, en hæpið var að
hitta á þær í myrkri. Fann ég vel tregðu hestsins, ef ég
fór út af slóð okkar frá næstu dögum áður. Svo ég
lagði tauminn á makkann og lét hann ráða. Þefaði hann
þá fljótt upp spor sín og tók öll sömu vöð og áður, er
við fórum vestur yfir, eða suður yfir, eins og við segj-
urn flestir á landi hér, suður til Reykjavíkur.
Þannig valdi Skotti ána, er heim var haldið, og allt
gekk það snurðulaust. Hann hafði einnig vit á að velja
beztu leiðina, þótt hann hefði ekki séð slóð sína að
leiðarvísi.
Ég er þakklátur „Heima er bezt“ fyrir að hafa gefið
mér kost á að minnast þessara þörfu þjóna, sem svo
mikið var að þakka.
BRÉFASKIPTI
Ellý Sœunn Reimarsdóttir, Steinclyrum, Svarfaðardal, Eyjafjarð-
arsýslu, óskar eftir bréíaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 12
til 14 ára.
Ingibjörg E. Þórarinsdóttir, Bakka, Svarfaðardal, Eyjafjarðar-
sýslu, óskar eftir bréfaskiptum við stúlku á aldrinum 11 til 15
ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi.
Jóhanna Friðbjörnsdóttir, Hlíð, Skíðadal, Eyjafjarðarsýslu, ésk-
ar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 12 til 14 áta.
Mynd fylgi fyrsta bréfi.
Heima er bezt 55-