Heima er bezt - 01.02.1968, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.02.1968, Blaðsíða 20
ÞATTUR ÆSKUNNAR RITSTJOHI Hnappadalur (Fy rri hluti) Þrír syðstu hreppar sunnanfjalls á Snæfellsnesi heita Hnappadalssýsla. Fyrrum var Hnappadalssýsla sama lögsagnarumdæmið og Mýrasýsla, en um 1870 var Hnappadalssýsla sameinuð Snæfellsnessýslu og sýslufé- lagið nefnt Snæfellsness- og Hnappadalssýsla. En þrátt fyrir þessar breytingar á lögsagnar-umdæmunum, þá heldur Hnappadalssýsla ennþá sínu gamla, góða nafni. Allir bæir í þessum sveitum eru því ennþá innan Hnappadalssýslu, þótt sýslufélagið heiti Snæfellsness- og Hnappadalssýsla. Þeir sem fara leiðina frá Borgarnesi vestur á Snæfells- nes, koma eftir 30 km akstur vestur að Hítará. Er þá komið að sýslumörkum Mýrasýslu og Hnappadals- sýslu. Ef litið er til hægri, þá blasa við sýn há og klett- ótt fjöll. Er þar austast Fagraskógarfjall með Grettis- bæli. En Grettisbæli er tindóttur fjallskambur með snar- brattar sandskriður hið neðra. Vestan við Fagraskóg- arfjall er Kaldárdalur og norðvestan við Kaldárdal er Kolbeinsstaðafjall, sem sjómenn kalla Kolbeinsstaðaham- ar. — Þessi fjöll mætti vel kalla austurmörk Happadals í víðari merkingu. Jafnframt blasir við í vesturátt tígu- Iegt og fagurt fjall, sem Hafursfell nefnist. Má segja að þar séu vesturmörk Hnappadals. — En í þrengri merkingu er Hnappadalurinn fjallabyggð. Tveir dalir með fjallavatni í hvorum dal. Er það Hlíðarvatn í syðri (eða eystri) dalnum, en Oddastaðavatn í þeim vestari. Hár múli aðskilur þessa dali. Hinar þrjár sveitir Hnappadalssýslu eru frjósamar og fagrar sveitir. Eru hrepparnir Miklaholtshreppur og Eyjahreppur eitt samfellt gróðurlendi, en í Kolbeins- staðahreppi eru þrjár stórar hraunbreiður og víðlendir uppblásnir melar, sem áður hafa verið skóglendi og gróðurlendi. Munu ekki liðnir hér frá margir áratugir, eða aldir, áður en þessir melar verða gróðurlendi á ný. Hraunin heita Eldborgarhraun, Gullborgarhraun og Barnaborgarhraun, sem er þeirra minnst. í þessum þætti um Hnappadalinn ætla ég meðal annars að segja frá þess- um hraunum og nefni þá fyrst Eldborgarhraun, sem er þeirra lang stærst. 1. EEDBORGARHRAUN. Langstærsta hraunið í Kolbeinsstaðahreppi er Eld- borgarhraun. Það nær frá þjóðveginum hjá Skjálgarlæk niður til sjávar. Er Haffjarðará að vestan en Borgarlæk- ur og Kaldá að austan. Er Eldborgarhraun talið um 30 ferkm að flatarmáli. Þessi hraunbreiða er svo víðlend, að vel gætu verið á þessu svæði 3—5 bæir, ef hraunið væri gróðursælt láglendi. Eldborgarhraun er að því leyti merkilegt, að svo er að sjá að hraun hafi þrívegis runnið yfir nokkuð af því svæði, sem nefnt er Eldborgarhraun. Meginhluti hrauns- ins er í landi þriggja bæja, er standa við hraunið neðan-

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.