Heima er bezt - 01.02.1968, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.02.1968, Blaðsíða 16
Jón Eiríksson er hann kom frá Hvanneyrarskóla 1906. heiðar og áin skoðuð á vaðinu. Tekur þá Leiri í taum- ana, sem hann vilji drekka, dýfir flipanum í vatnið og frísar og blæs fram úr nösum. Það skildi ég, að yfir vildi hann fara og allt gekk vel. Áin var á bóghnútu. Greitt gekk ferðin vestur á heiðina upp fyrir Gjá, en þar voru grunnir troðningar í grjótmelum og myrkur skollið á með þoku og rigningu. Leiri lætur ekki að stjórn og sígur upp í nefið. Sleppi ég þá taumhald- inu og læt hann ráða. Er þá vikið ögn til hliðar og síðan skokkað léttilega áfram hverja sniðgötuna af annarri upp á heiðarvörpin og niður til Lónsins, án alls hiks, og heirn í hlað á Stafafelli. Það var óhætt að fela Leira stjórnina þegar heim var haldið, og þegar hann drap nösum í vatnsföll og dró ýsur, saup hregg, skyldi þar ekki farið yfir heldur leitað að öðru vaði. Rétt eftir aldamótin réðist til föður rníns vinnu- piltur, Jón Eiríksson, sem síðar varð urn áratugi hrepp- stjóri okkar og bjó í Volaseli. Við vorum mjög sam- rýndir. Hann kom til okkar frá Hólum í Nesjum, sem var mikil hrossasveit. Hafði þar átt við tamningu tryppa og kunni vel með hesta að fara. Varð mikill ferðamaður og fylgdi oft fólki yfir Jökulsá á öllum árstímum. Hann vildi ég telja með beztu vatnamönnum okkar Austur- Skaftfellinga, í eystri sveitum sýslunnar. Eitt af því, sem sérstaklega einkenndi Jón, var hversu allir, sem kynntust honum, báru mikið traust til hans, hvort heldur var á sjó eða landi. Nú var það einn vetur, er við vorum saman, að samkomu skyldi halda fyrir sveitina vestan Jökulsár að Þorgeirsstöðum. Kökubakstur var innleiddur fyrir hátíðar og manna- mót, og bakstri jafnað á heimili, einkum þar sem elda- vélar voru góðar. Jón Eiríksson var nú beðinn að koma með kökurnar vestur fyrir á til samkomustaðarins, áður en ballið átti að byrja. Biður hann mig þá að lána sér Leira og var það auðsótt mál. Jökulsá var á góðum ísi ytra frá Byggðarholti að Volaseli, og þá leið fer Jón með kökurnar í smákössum, poki utan um. Reiðir hann pokann fyrir frarnan sig, sem segja mætti í faðmi sér. Gengur nú allt vel yfir ána og tjarnir eru allar á ísi vestan hennar. Vill nú Jón fara beina leið yfir Vola- selsland, sem hann þá ekki þekkti svo vel sem síðar meir. Þegar hann ætlar yfir tjörn eina litla tregðast hesturinn h'tið eitt, stígur samt framfótum á ísinn, sem í sömu svipan brotnar og þar hyldýpi undir. Afturfætur hests- ins eru enn á tjarnarbarminum. I sömu svipan hefur hann sig upp frá vökinni aftur á bak og til hliðar, svo Jón er rétt fallinn af honum, en kökurnar fljóta í vök- inni. Þetta var þá Ekjuhylur, versti drápshylur í Vola- selslandi, sem Jón komst í kynni við síðar á æfinni. — Taldi hann, að þarna hefði röskleiki hestsins og snar- ræði bjargað, þar sem lífshætta þeirra beggja lá fram undan. Áratugum síðar ólzt upp hjá okkur rauður foli með svarta lokka í taglinu. Hann var nefndur Skotti. Ekki var hann að öllu leyti Hornfirðskur, því formóðir hans var brúnskjótt hryssa, sem móðir mín lagði í búið og kom með frá Hallormsstað. Þetta var gæðingur, eins og áður var talið. Alikill skeiðhestur með lítið hýruspor á hægri ferð, enda taminn af Svavari Guðnasyni, listmál- ara. Mjög viljagóður og vitur hestur. Á árunurn eftir 1930 átti ég margt erindið til Hafnar Framhald á blaðsíðu 55. Davíð Sveinsson bóndi á Brekku og hestur hans Brekku- jarpur. 52 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.