Heima er bezt - 01.04.1973, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.04.1973, Blaðsíða 6
Þegar búið var að rista Landeyjarnar sundur með öllum þessum djúpu og miklu skurðum fór víða að bera á vatnsleysi í brunnum, annars höfðu Landeyingar lengi búið við leitt neyzluvatn, járnmengað sem hvorki var Brimlending á Landeyjasandi. Landeyingar reru fram á sið- ustu striðsár frá Landeyjasandi á opnum skipum. Þekktir for- menn hin siðustu útgerðarár voru: Guðjón i Hallgeirsey, Sœ- mundur á Lágafelli, Guðmundur í Hólmahjáleigu og einnig var Erlendur á Skiðbakka formaður. gott til matargerðar né þvotta, en þegar Vestmannaey- ingar hófu hið mikla starf við að leiða neyzluvatn frá Syðstu Mörk í Vestur Eyjafjallahreppi niður á strönd- ina vestan við Bakka í Landeyjum sá Erlendur oddviti sveit sinni leik á borði og greip gullið tækifæri. Hann náði hagstæðum samningum við Eyjamenn og áður en þeir sjálfir höfðu rennt niður dropa úr hinni feysku fjallalind, freyddi vatnið úr öllum eldhúskrönum í Austur-Landeyjum. Þetta mikla og stórmyndarlega nauðsynjaverk var unnið í góðri samvinnu við Vest- mannaeyinga. Erlendur annaðist um samninga við þá sjálfur og sá um framkvæmd verksins og öll fjármál, en hann er gamalvanur verkstjóri í vegum sveitar sinnar, en að vegamálum hefur mikið verið unnið í Austur- Landeyjahreppi bæði í hans oddvita tíð og fyrirrenn- ara hans. Svo að þar í sveit er veganetið bæði þétt og gott. Vatnsveitukerfið var vitanlega teiknað af fag- mönnum, en heimamenn lögðu og tengdu leiðslur að mestu leyti sjálfir og allt hefur vatnsveitukerfið reynst traust. Fyrir um það bil tuttugu árum byggðu Austur-Land- eyingar myndarlegt félagsheimili, sem þeir nefndu 114 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.