Heima er bezt - 01.04.1973, Blaðsíða 19

Heima er bezt - 01.04.1973, Blaðsíða 19
ið. Og það hafði tendrað ný vonaljós, eins og það gerir alltaf. Mundi bróðir var horfinn úr rúminu. Ég hentist á fætur. Gleðilegt sumar hafði blessuð sólin boðið öll- um hér, þennan bjarta morgun. Og hún byrjaði strax á því að þýða héluna, sem veturinn hafði skilið eftir. Það þótti góðs viti. Þegar ég kom út á hlaðið, stóðu þeir þar Mundi bróð- ir og Jón. Þeir töluðu saman í bróðerni á lægri nótum. Á leiðinni út hafði það ruglað mig, að ég heyrði ein- hvern segja talsvert hátt: „Halló, halló! Ferjukot. Ferju- kot. Halló.“ Ég botnaði ekki í neinu. Þegar ég kom út á hlaðið sá ég símastaurana. Þá skildi ég hvernig í öllu lá. Þetta hlaut að vera Grönfelt. Ég heyrði það á fram- burðinum. Hann vildi ná sambandi við Ferjukot. Og — mér kom í hug Ferjubakki við Jökulsá heima. Sennilega hafði verið róið yfir Hvítá frá þessum bæ, og af því var nafnið dregið. En nú var það annað, sem hreif eftirtekt mína. Þarna langt austur í mýrunum voru stelkar að syngja sumrinu lof, eða ef til vill fremur sólinni, sem skein nú óvenju skært. Og alltaf var röddin þeirra jafn hvell og hressandi. Þeir virtust alltaf svo lífsglaðir, bjart- sýnir og nægjusamir, þótt yfir öllu lægi snjór, ef þeir aðeins höfðu auða bletti við læki og dýjaseyrur. Og aldrei brást þeim dugnaðurinn og skerpan til að bera sig eftir björginni, meðan þróttur entist. Þeir voru sann- nefndir hrókar alls fagnaðar, þar sem þeir héldu til. Og þá skorti heldur ekki samvinnu, þegar relta þurfti burtu óvin, eins og ófétið hann krumma, sem alltaf var til alls vís. Og þó var hann aldrei eins áleitinn og þegar hann var að afla fæðu handa ungunum sínum, sem virt- ust alveg óseðjandi. Við morgunborðið minntist frú Þóra á það, að eigin- lega væri það sjálfsagt að við yrðum þar um kyrrt í dag, — ekki mundi skorta umræðuefnin og óvíst að svona tækifæri kæmi nokkurn tíma aftur. Mundi bróðir þakk- aði auðvitað mætavel fyrir boðið, en bjóst við að réttara væri að róla af stað seinnipartinn, svo við styttum okkur leið að Fornahvammi. Þangað yrðum við að komast annað kvöld. Við yrðum sjálfsagt nógu labbakútslegir yfir Holtavörðuheiðina, þar sem að líkindum væri þrælafæri, efdr allar norðanhríðarnar, því ekki virtist hann hlákulegur enn. Og sá varð endirinn. En við urð- um ekki ferðbúnir fyrr en eftir nón. Dagurinn leið fyrr en varði og færra komst að en ætlað var. Ur nóni dró fyrir sól og virtist norðanáttin hafa bet- ur, því þaðan mjakaðist skýjaþykknið suðureftir, þar til hvergi sást í heiðan himin. En yndislegt var veðrið fram um hádegi og virtist hann fjallabjartur til norðurs og austurs. Feikna snjór lá yfir hálendinu og sást þar varla á dökkan díl, nema þá klettabelti og fjallseggjar. Það var langt síðan að svona hlýr og bjartur dagur hafði heilsað. Áður en við fórum, fékk Mundi bróðir langt prik og talsvert svert, hjá Jóni, sem sagðist vona að það gæti komið sér vel fyrir hann á heimleiðinni. Það reyndist líka svo. Þegar við svo kvöddum óskuðu allir okkur góðrar ferðar norður. Og Þóra og Jón báðu fyrir beztu / februarheftinu birtist mynd af Theodór Gunnlaugssyni, sögð tekin árið 1919. Sú mynd var af honum fimmtugum, en hér er rétta myndin, tekin 1919. kveðjur til kunningjanna í Öxarfirði. Mér heyrðist Jón segja heima, en það gat alveg eins verið undirspil í eigin brjósti, eða — að í svip hans hafi ég greint dulda þrá, að gaman hefði nú verið að geta slegizt með í förina. Ég efaðist heldur ekkert um, að unun hefði hann af að sjá, einu sinni enn, skógarhlíðarnar umhverfis Skinnastað klæðast vorskrúðanum græna og teyga að sér ilminn eins og forðum. Og ég vissi einnig að sjónhringurinn víði var honum undur kær og sömuleiðis þrastasöngurinn. Þegar við vorum komnir norður fyrir bæinn leit ég um öxl. Enn stóð Jón í sömu sporum, og horfði á eftir okkur. Vonandi renndi hann ekki grun í það, að nú hafði hann kvatt okkur hinztu kveðju og hann ætti held- ur ekki framar að líta Öxarfjörð. Mikil er sú blessun að mega sofa rótt og án þess að gruna hvað stundum leyn- ist á bak við næsta leiti. Hvernig sem á því stendur er ég búinn að steingleyma því, hvað bærinn hét þar sem við gistum næstu nótt. Bæjarnafnið hefur annað hvort aldrei komizt inn í höf- uðið á mér, eða þá að það hefur gloprazt úr því strax. Ég hygg að við höfum tæplega farið lengra þetta kvöld en um 15 km vegalengd. Bærinn, sem við báðum gist- ingar á, var reisulegur og virtist mér eitthvað af honum nýlega byggt. Til dyranna kom ung og glæsileg kona, sem bar með sér hressandi og frjálslegan blæ, ásamt viljafestu og öryggi. Það leyndi sér ekki að þar fór kvenskörungur, eða í öllu falli efni í hann. Þegar ég Heima er bezt 127

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.