Heima er bezt - 01.04.1973, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.04.1973, Blaðsíða 8
STEINDÓR STEINDÓRSSON FRÁ HLÖÐUM: Feré abók Eggerts og Bfarna Tveggja alda minning A þessu ári eru liðnar tvær aldir síðan prentuð var /\ bók suður í Danmörku, sem olli tímamótum í t þekkingu manna á íslandi og íslenzkri náttúru og þjóð, bæði innan lands og utan, meira þó erlendis. Og enn í dag er hún það grundvallarrit um náttúru landsins og þjóðlíf á 18. öld, að hvarvetna er til hennar vitnað, og sá fræðimaður, er um þessi efni fjallar má fákænn kallast, ef hann hyggst sniðganga hana með öllu. Bók þessi gengur lengstum undir nafninu Ferðabók Eggerts og Bjarna. Hún flytur árangurinn af rannsóknum þeirra á landinu í fimm sumur, ásamt öðr- um þeim fróðleik, sem þeir höfðu aflað sér eftir öðrum leiðum. Hinn raunverulegi höfundur hennar var Eggert Ólafsson, enda þótt þeir félagar hefðu báðir lagt til efnið ósmíðað, eins og síðar verður rakið. Titill bókar- innar er langur og óþjáll íslendingum, en hann hljóðar svo: Vice-Lavmand Eggert Olafsens og Land-Physici Bjarne Povelsens Reise igennem Island, foranstaltet af Videnskabernes Selskab í Kjöbenhavn, og beskreven af forbemeldte Eggert Olafsen. Soroe 1772. Verður henni nú lýst í meginatriðum. En áður en ég hverf að bókinni sjálfri og greinargerð fyrir þeim félögum, þykir mér hlýða, að rekja stuttlega aðdraganda að ferðum þeirra, og hversu háttað var þekkingu manna á íslandi um þær mundir. Svo má kalla, að fyrst þegar tekið er að segja frá ís- landi á erlendum bókum, sé efni þeirra hinar ótrúleg- ustu kynjasögur um landið og náttúru þess, og næsta furðulegar og lítt virðulegar frásagnir af þjóð þeirri, er þetta undraland byggir. En samt er það svo, að baki þessara frásagna, sem margar eru fullkomnar lygasögur, er sem leynist einhver neisti af vitneskju um það, að þetta afskekkta land byggi þó þjóð, sem þrátt fyrir hverskyns sóðaskap og frumstæða háttu, búi yfir nokkr- um þekkingarauði. Það var raunar ekki að undra þótt þekking manna á íslandi væri af skornum skammti, land- ið er afskekkt og þangað lögðu fáir leiðir sínar nema farmenn og kaupahéðnar, sem fátt sáu, og voru vitan- lega meira að hugsa um að sögur þeirra væru spenn- andi en sannleikanum samkvæmar. Aðalatriðið var að frásögnin kitlaði forvitin eyru. Og fræðimenn, sem fengu þessar sögur höfðu litla möguleika til að sann- prófa þær. Frægastir lygisöguhöfundar hðinna alda voru þeir Gories Peerse og Ditmar Blefken, sá er Arngrímur Jónsson lærði húðfletti sem rækilegast. En þótt rit Arn- gríms væru merkileg í hvívetna og opnuðu augu margra lærðra manna erlendis fyrir hinum mikla menningar- auði íslenzkra fornbókmennta og fornfræði, höfðu þau lítil áhrif meðal almennings. Einnig má segja, að rit Arngríms væru aðallega sagnfræðilegs eðhs, en að von- um minna um almenna land- og náttúrufræði. Hin merka Islandslýsing Odds biskups Einarssonar og rit Gísla sonar hans lágu geymd og grafin öldum saman, og lá við sjálft, að þau glötuðust til fullnustu. Rétt er að geta hér borgmeistarans í Hamborg Jo- hanns Andersons, er uppi var á fyrri hluta 18. aldar, var hann lærður maður og mikils metinn. Áxið 1747 kom út eftir hann rit um ísland og Grænland, þar sem hann telur sig skýra frá íslandi eftir hinum beztu heim- ildum, en svo illa tekst til, að kalla má að bók hans sé htlu betri samsetningur en Blefkens heitins og að því leyti hættulegri, að hér var höfundurinn mikils met- inn, af öllum, er til þekktu. En nú var líka komið að lokaþættinum í lygaritum um Island. Danskur maður Niels Horrebow að nafni, sem sendur hafði verið til Is- lands svaraði riti Andersons á greinagóðan og sköru- legan hátt, og á næstu grösum var bók sú, er hér verð- ur gerð að umtalsefni. Ekki var heldur hátt risið á þekkingu íslendinga sjálfra á landi sínu og náttúru þess. Fátt lærðra manna sinnti þeim hlutum, og þeir alþýðumenn, sem grúsk- uðu eitthvað í Ieyndardómum náttúrunnar fengu á sig orð fyrir galdur og kukl. Er þar skýrast dæmið um Jón Guðmundsson lærða, en rit hans, Úm íslands aðskiljan- legar náttúrur, er merkilegt fyrir margra hluta sakir, og sýnir mikla athugunargáfu þótt mjög sé það blandið hjá- trú. Annars var ástandið í þeim efnum sízt lakara hér en víða annars staðar. Alþýða annarra landa var eigi síður fáfróð um þá hluti, og vafalaust víða verr mennt en hér, þrátt fyrir fátækt vora og einangrun. Náttúruvísindin áttu lengi fram eftir ekki upp á pallborðið hjá lærðu 116 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.