Heima er bezt - 01.04.1973, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.04.1973, Blaðsíða 24
Selfoss. Miðstöð þjónustu og viðskipta fyrir stórt og blómlegt hérað. Sel- foss er staður, sem samvinnuhreyfingin hefur bókstaflega byggt upp. kaupfélaganna lentu í þessum efnum í eins konar sjálfheldu á milli bænda- stéttarinnar, sem byggt hafði félögin upp, og hins vaxandi félagsmanna- fjölda í þorpum og bæjum. Ef skyggnzt er í sögu byggðaþró- unar, kemur í ljós, að rekin var skammsýn andófsstefna gegn vaxandi þéttbýli víðsvegar úti um landið. Ahrifa þeirrar stefnu, að sveitirnar hömluðu gegn þéttbýlismyndun, gætti um of og hafði neikvæð áhrif fyrir mörg kaupfélögin. Megin gallar þessarar einhliða landbúnaðarstefnu í byggðaþróun eru þeir, að þéttbýlis- kjarnar héraðanna voru ekki búnir undir það hlutverk að taka við því fólki, sem hvort eð var varð að yfir- gefa sveitirnar. Þau héruð hafa náð lengst og land- búnaður blómgazt bezt, þar sem eðlilegs jafnvægis hefur gætt í upp- byggingu þéttbýlisstaða og sveita. Þannig hefur skapazt samvirkni. Starfsemi Kaupfélags Eyfirðinga ■er glöggt dæmi þessa. Við Eyjafjörð hefur búskapur ver- ið lengi einna þróaðastur í landinu og sambúð sveitanna og þéttbýlis verið til fyrirmyndar. Sömu sögu má segja úr Suður- Þingeyjarsýslu. Þar hefur lengi ríkt gagnkvæmur sldlningur sveitanna og Húsvíkinga á gildi Húsavíkur fyrir þingeyska byggðaþróun. Hvort þetta kann að hafa ráðið úrslitum um byggðaþróun í þessum héruðum eða ekki, er það þó staðreynd, að á þess- um svæðum gætir mest' mótvægis gegn Reykjanessvæðinu, og til þess- ara héraða er að sækja sóknarafl í byggðamálunum, — fremur en í öðr- um héruðum. Aður er þess getið, að samvinnu- hreyfingin og búnaðarfélagshreyf- ingin gegndu hlutverkum hlið við hlið. Þessu samstarfi er enganveginn lokið, þótt kaupfélögin þjóni þéttbýl- inu í vaxandi mæli. Það er öllum ljóst, að framleiðslu- sölukerfi bændastéttarinnar, innan vébanda kaupfélaganna, hefur gcrt þau fjárhagslega öflug og að þýð- ingarmiklum atvinnuveitendum í þéttbýlisstöðunum. Þetta sölukerfi er undirstaða mikils iðnaðar og fjöl- breyttrar þjónustustarfsemi, sem þéttbýlið byggir afkomu sína á. Sé hlutdeild landbúnaðarins, fyrir með- algöngu kaupfélaganna, framreiknuð í vinnuafli viðkomandi verzlunar- staða, sést bezt, að landbimaður hefur algjört grundvallargildi byggðaþró- unarlega séð, langt út fyrir venju- legan ramma atvinnugreinarinnar sjálfrar. Ekki er vafamál, að hér hefur sam- vinnuhreyfingin unnið í vaxandi mæli þýðingarmikið starf til eflingar byggð víðsvegar um landið. Hlutverk kaupfélaganna í byggða- þróun er í dag í fullu gildi og máske aldrei þýðingarmeira en nú. Eins og gefur að skilja, eru samvinnufélögin opinn, félagslegur vettvangur, og því eðlilega gerðar miklar kröfur til félaganna um ólíklegustu viðskipta- þjónustu. En einmitt á grundvelli fé- lagslegrar nauðsynjar byggðalaganna reka samvinnufélögin margþætta þjónustu, sem er óhugsandi að ætti rétt á sér frá venjulegu markaðs- sjónarmiði. Þannig má rekja ýmis dæmi um, að hið félagslega viðhorf í rekstri kaupfélaganna hefur veru- legt þróunargildi til að efla búsetu. í þessum sama dúr nýtur fólkið að- stoðar kaupfélaganna með lánafyrir- greiðslu til að örfa húsbyggingar einstaklinga, bæði í bæjum og sveit- um. Fjárhagsleg uppbygging kaup- félaganna er þannig, að mest af því fjármagni, sem þau hafa undir hönd- um er skilorðsbundið, nema helzt f jármagn, sem myndazt með afskrift- um. Þetta gerir það að verkum, að þau hafa takmarkað þol til þátttöku í áhættusömum atvinnurekstri, sem Hér eru aðalstöðvar eyfirzku sam- vinnumannanna. 132 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.