Heima er bezt - 01.04.1973, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.04.1973, Blaðsíða 22
Samvinnuhreyfingin og byggðaþróunin Þeirri sögulegu blindu bregður oft fyrir, að sjálfstæðisbarátta þjóðarinn- ar hafi fyrst og fremst verið stjórnar- skrárbarátta, sem háð hafi verið af alþingismönnum við dönsk stjórn- völd. Ekki þarf mikla sögulega yfir- sýn til að komast að raun um, að bar- áttan fyrir sjálfstæði þjóðarinnar var jöfnum höndum háð á vettvangi at- vinnulífsins og stjórnmálanna. Hin almenna framþróun varð að fylgja hinni pólitísku baráttu, svo að þjóðin yrði þess umkomin að skapa sjálf- stætt þjóðríki af eigin rammleik. Engum manni var þetta ljósara en Jóni Sigurðssyni forseta. .Með skrif- um sínum hvatti hann landsmenn til átaka um bætta atvinnuhætti og úr- bætur í verzlun. í bók sinni íslenzk samvinnufélög 100 ára, færir Arnór Sigurjónsson rithöfundur rök að því, að fyrstu verzlunarfélögin hafi verið stofnuð fyrir áhrif og vegna áskorana Jóns Sigurðssonar forseta. Arnór bendir á, að í Nýjum Félagsritum 1847 hafi verið sagt svo frá um tildrögin að stofnun fyrstu verzlunarfélaganna: „Asigkomulag verzlunarinnar á Húsavík og í Eyjafirði vakti og batt samtök verzlunarfélaganna í Háls- og Ljósavatnshreppum í Suður-Þing- eyjarsýslu 1844.“ Arnór Sigurjónsson rekur það í þessari bók sinni, að verzlunarfélög- in í Háls- og Ljósavatnshreppum hafi verið stofnuð einum mánuði áður en vefararnir í Rochdale stofn- uðu kaypfélag sitt. Þróun þessara verzlunarsamtaka er því hafin áður en fyrsta kaupfélagið hóf göngu sína. Á stofnfundi Búnaðarfélags fyrir suðurhluta Þingeyjarsýslu, sem hald- inn var að undirlagi séra Jóns Krist- jánssonar alþingismanns í Yztafelli, 4. og 5. apríl 1854, á Einarsstöðum, var gerð mjög athyglisverð sam- þykkt um verzlunarmál. Samkvæmt áformuðu skipulagi skyldi héraðs- búnaðarfélagið skiptast í hreppa- deildir. En hver hreppadeild skyldi skiptast í þrjú félög. — Skyldi eitt þeirra annast búnaðarmál almennt, annað skyldi sérstaklega hafa umsjón með ásetningi bænda, og vera fóður- birgðafélag. En hið þriðja skyldi vera verzlunarfélag. í verzlunarsamþykkt stofnfundar Búnaðarfélags Suður-Þingeyjarsýslu var byggt á hreppaskipulaginu. — Skyldi vera eitt verzlunarfélag í hverjum hreppi, eða fleiri ef henta þykir. Til þessa fyrirkomulags má rekja núverandi deildarskiptingu kaupfélaganna. í öðrum lið verzl- unartillagana fundarins er lagt til, að hreppaverzlunarfélög skuh vera í eins nánu sambandi sín á milli, sem kringumstæður leyfa. Hér er að finna grundvöll að uppbyggingu héraða- kaupfélaganna, sem er það skipulags- form, sem enn er fylgt. í þriðja hð var svo ákveðið, að umboðsmenn félaganna skuli semja áætlun um vörumagn hvers félags og leita fyrir sér, í sameiningu, hvar beztu kaupa er að vænta. Mætti til hægðarauka velja til þessara framkvæmda þá um- boðsmenn, sem næstir eru verzlunar- stöðum. Hér er að leita upphafs að kaupfélagsstarfsemi. Ennfremvu: er lagt til, að hvert „hreppsfélag“ hafi sameiginlega á- byrgð á skuldum félagsmanna. Til þessa fundar er því að leita upphafs samábyrgðar kaupfélags- deildanna, sem helzt allt til ársins 1937. Samábyrgðin átti djúpar rætur í félagsmálakerfi hreppaskipulagsins, og því eðlilegt að sameiginleg fram- færsluskylda, sem var hinn félagslegi grundvöllur, hreppanna, næði einnig til hinna nýju verzlunarfélaga. Eins og að framansögðu er Ijóst, má rekja til Einarsstaðafundarins mörg þau meginatriði, sem enn ein- Grein þessi er upphaflega ræða, sem Áskell Einarsson framkvæmda- stjóri Fjórðungssambands Norðlendinga flutti fyrir viðskiptafræði- nema Háskólans, sem fyrir skömmu komu í heimsókn til Akureyrur til að kynnast samvinnustarfi og samvintiuhreyfingunni. Myndir eru flestar mínar svo og myndtextar. Ritstjóri. 130 Hetma er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.