Heima er bezt - 01.04.1973, Blaðsíða 15
báru forvitnir þetta vandamál. Hann gaf þann úrskurð
á, að mærin hefði að vísu sull, en hann mundi gera úr
á sínum tíma. Sú varð líka raunin á, því þann 10. októ-
ber árið 1856 ól heimasætan Vigdís meybarn, sem hún
lýsti Magnús vinnumann föður að, að þótti undrum
sæta að slíkt skyldi geta hent svo dýrðlega hofróðu.
Þegar séra Jóhann Briem í Hruna fregnaði þessi tíð-
indi, varð honum að orði. „Þar fór illa stássmeyjan
þeirra á Skeiðum“ og er þess ekki viðgetið, að klerkur
hafi borið neinn hryggðarblæ í röddinni.
Um þessar mundir hljópst Magnús vinnumaður Ein-
arsson á brott til Ameríku frá öllu saman, og þótti karl-
mönnum landhreinsun að. Fréttist lítið af hans tiltekt-
um uppfrá því, og harmaði það enginn.
Dóttir þeirra Vigdísar og Magnúsar, hét Margrét og
ólst upp með móður sinni. Lærði Vigdís eitthvað til
nærkonustarfa, og stundaði þau um hríð í Skeiðahreppi
við lítinn orðstír. Fluttist svo með dóttur sinni í Kjós
vestur. Þaðan fóru þær til Reykjavíkur, og sótti Vigdís
þá um eftirlaun til sýslunefndar Árnessýslu, útá ljós-
móðurstörf í Skeiðahreppi. Eftir margar tilraunir og
miklar bréfaskriftir, fékk hún í eitt skipti kr. 20.00.
Margrét var talinn móðurbetrungur. Hvorug þeirra
mæðgna giftist, og er ekki manna frá þeim komið.
Verður nú þess að geta, sem fyrr skeði og frá var
horfið í þessari frásögn, að Skeiðabændur stóðu undr-
andi og eyðilagðir yfir leyfislausri framtakssemi Guð-
rúnar og Magnúsar vinnuhjúa.
En náttúran hagar sér líkt, hvort sem eru ríkir eða
fátækir og fæst þar ekki um þokað. Guðrún ól barn sitt
á hásumri. Var það drengur, sem hlaut í skírninni nafn-
ið Vigfús. „Ekki eru vandskírð fátækra manna börn“,
segir gamalt máltæki, og sannaðist það í þetta sinn, því
eigi þótti taka því að færa í kirkjubækur fæðingardag
þessa óvelkomna drengs, svo ekki verður sagt með vissu
hvern dag mánaðar hann var í heiminn borinn. Síðar
þóttust fróðir menn komast að því að Vigfús væri fædd-
ur 8. júlí 1849 og er það nú talinn sannleikur.
Fóstur.
Hreppstjórinn, Ófeigur hinn rílti í Fjalli, kom svein-
inum í fóstur að Birnustöðum í Skeiðahreppi. Bjó þar
þá bóndi, sem Ólafur hét Hafliðason, góður búþegn og
vel efnum búinn. Mun þar eigi hafa skort neitt er hafa
þurfti til fæðis eða fata. Þar dvaldi Fúsi fram yfir ferm-
ingu, og fara engar sögur af uppvexti hans, hvorki illar
né góðar. En ráða má þó af því er síðar varð, að naumast
hafi hann á þeim árum verið að öllu leyti sem önnur
börn.
Þá var ekki annað kennt undir fermingu en spurn-
ingakverið, og varð að kunna það utanbókar. Skiln-
ingurinn skipti minna máli. í þennan tíma voru húsa-
kynni bæði lítil og köld. Upphitun þekktist ekki. Heim-
ilisfólkið, hvort sem það var fátt eða margt, hafðist allt
við í sama herbergi, baðstofunni, sem þá hlýnaði nokk-
uð af fólkinu sjálfu.
Ónæðissamt var að læra kverið í baðstofunni, því
mörgum unglingnum mun hafa þótt skemmtilegra að
fylgjast með því sem fram fór á mannmörgu heimili,
þar sem sagðar voru og lesnar sögur, rokkarnir skröltu
og hver sat við sína vinnu. Það ráð var því upp tekið, að
láta unglingana sitja úti í fjósi á daginn, í hlýjunni hjá
kúnum og þylja kverið. Má vera að eigi hafi það dregið
úr þessum fjósalærdómi, vitneskjan um það, hvar guð-
spjöllunum var fyrst snarað á íslenzku.
Nú kom það oft fyrir, að fleiri en einn þurfti að
nema í einu, en með engu móti gátu margir verið sam-
an að námi. Truflaði þá hver annan, svo kverið fékk
gjarnan að hvíla sig. Má fullyrða, að áhugi unglinga
fyrir því námsefni, hafi alla tíð verið í fullu samræmi
við notagildið.
Ekki fékk Fúsi að læra í fjósi. Þar var fullsetinn bás-
steinninn. Hann lenti því í skóla hjá tveimur nautum,
sem sér voru í litlum kofa. Sagðist honum svo frá, að
þar hefði verið bæði kalt og fúlt, enda gekk námið
treglega.
Á þessum árum lærðu börn svokallað Balles-lærdóms-
kver. Sú bók var langloka hvumleið og ill að dómi
þeirra sem urðu að nema. Þótti Fúsa fjórði kafhnn
firnalangur og leiður, og var hann ekki einn um þá
skoðun. Með tímanum vannst þó allt að lokum. Fúsi
lærði kverið og var fermdur árið 1865 af séra Pétri Step-
ensen, uppá þau evangelisku Lútersku fræði, er hann
hafði numið hjá tveimur nautum, án leiðbeiningar af
manna völdum.
Guðrún móðir Fúsa fór til kirkju þegar hann var
fermdur. Fúsi hafði höfuð og herðar yfir fermingar-
svstkini sín, þar sem hann stóð við gráturnar í Ólafs-
vallakirkju. Varð móður hans þá að orði: „Stærstur er
Fúsi. Já, lengstur er Fúsi“. Stagaðist hún nokkuð á
þessu, svo eigi skyldi það fara framhjá neinum. Var svo
að sjá að nokkurs stolts gætti hjá henni, að vera móðir
að langstærsta fermingarbarninu. En þetta hafði varan-
lcgar afleiðingar fyrir Fúsa. Eftir þetta gekk hann und-
ir nafninu Langi-Fúsi, og fylgdi það honum alla æfi, til
dauðadags. Svo varð þessi nafngift mönnum rík í huga,
að fáir könnuðust við Vigfús Magnússon, er stundir
liðu fram.
Framhald í næsta blaði.
BRÉFASKIPTI
Aljheiður B. Marínósdóttir, Steinsstaðaskóla, Skagafirði, óskar
eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 14—16 ára. Æskilegt að
mynd fylgi fyrsta bréfi.
Ingibjörg Margrét Valgeirsdóttir, Steinsstaðaskóla, Skagafirði,
óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 14—16 ára. Æskilegt
að mynd fylgi fyrsta bréfi.
Arnþruður Guðrún Bjömsdóttir, Lundi, Axarfirði, N.-Þing.,
óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 15—16
ára.
Heima er bezt 123