Heima er bezt - 01.04.1973, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.04.1973, Blaðsíða 28
 Hf DÆGURLAGA^ áttwihut í febrúarblaðinu minntist ég á ljóðið Þér kveðju hlýt ég senda. — Nú hefur brugðið svo við, að fleiri lesendur en ég veit áður dæmi um hafa sent þetta ljóð, nafn höf- undar og nöfn þeirra, er þar koma við sögu. Það hryggir mig að segja, að þetta ljóð get ég ekki birt, sökum þess hvað það er biturt og persónubundið. Þessum þætti er m. a. ætlað það hlutverk að gleðja en alls ekki særa. Eigi að síður ber að þakka sendendum fyrir ómakið, og ég er þess fullviss, að þeir, sem til þekkja, skilja þessa afstöðu mína. Hugþekkara er mér að minnast á ástarstjörnuna, sem ef til vill hefur svifið yfir Strákum í Siglufirði og flutt Þér kæra sendir kveðju með kvöldstjörnunni blá til sýslumannssetursins að Kornsá í Vatnsdal. Ég sá það á prenti, að þetta kunna ljóð væri þýtt, en fornkunningi minn, Baldur Eiríksson, nú búsettur á Akranesi, fræddi mig um það, að höfundurinn væri kempan séra Bjami Þorsteinsson tónskáld, þjónandi prestur í Siglufirði um 47 ár. Án efa veit Baldur þetta, því ég þekki það frá fornu fari, að hann lumar á fróðleik, sem ekki liggur á torgum. Þetta er því ástarljóð tónskáldsins til unnust- unnar og sýslumannsdótturinnar Sigríðar Lárusdóttur Blöndal, sem svo varð eiginkona hans, eins og kunnugt er. í febrúarblaðinu spurðist ég líka um Ijóðið um frúna, sem átti fína kjólinn og fór í honum á dansinn. Meðal þeirra, sem sendu mér þetta ljóð, var Vilhjálmur Hann- esson, Borgarnesi. Ljóðið heitir Jöfnuður og er eftir Halldór Helgason, Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum, Mýrasýslu. Eftir hann hafa komið út tvær ljóðabækur, Uppsprettur (1925, þar er ljóðið) og Stolnar stundir (1950). Auk þess hafa birzt eftir hann ljóð í blöðum, þar á meðal þetta, sem Vilhjálm minnir, að hafi birzt í Lögréttu 1919. Kvæðið er aftur á móti ort 1917. Þetta ljóð hefur flogið vítt um land, verið sannkallaður hús- gangur hér fyrr á árum. Ollum þeim, sem leiddu mig í felustað ljóðsins þakka ég. JÖFNUÐUR Frúin átti fínan kjól, fór í honum á dansinn; eitthvað slettist á hann þar, af honum fór þá glansinn, og frúin lét hann falla’ í ruslaskansinn. Kerlingin í kofanum krókaði strigapoka utan um sinn kræklukropp. Kuldinn inn vill stroka, ef hvorki’ er hægt að hita upp né loka. Eftir nokkurt áraskeið öndina báðar misstu. Búningsmunur seinast sást settur á þeirra kistu. Af tilviljun í garðinum sama gistu. Þess skal geta’, að garður sá gerður var hjá sjónum. Báran fast á bakkann þar beitti skörpum klónum, og seinast gat hún sorfið að grafarstónum. Öskubrim og aðfallið um þær brautir tróðu. Fram úr blökkum bakkanum beinin loksins stóðu, en kjólar ei né gullbönd á þeim glóðu. Síðla dags í svalviðri sást þar inn til hafnar, yfir beggja beinum þar blökuðu vængjum hrafnar, og þeir voru að krunka: „Þær eru orðnar jafnar“. Konu úr Grindavík lék forvitni á að vita um ljóðið Kýrnar úti baula á bás/og biðja um meisa sína. Það var kennari minn héðan úr barnaskólanum, Eiríkur Sigurðs- son rithöfundur og fyrrv. skólastjóri, sem benti mér á, að hér væri líklega átt við kvæðið Kveldvöku eftir Jó- hann Frímann, þótt niðurlagið í hinu uppgefna kvæði væri öðru vísi. Nafni minn tjáði mér, að hann og Jóhann Frímann hefðu verið samtímis á lýðháskólanum í Askov úti í Danmörku. í þeim skóla var mikið sungið, þar á meðal vísur heiðaskáldsins Jeppe Aakjær (1866—1930), svo sem Spurven sidder stum bag kvist við lag Th. Ágaard. Sennilega hefur Jóhann ort umrætt kvæði undir áhrifum af þessu lagi, því hvers vegna skyldi hinum unga kennara ekki hafa verið hugsað heim til kvöld- vakanna í íslenzku baðstofunni í hinni dönsku glaðværð í Askov? KVELDVAKA Kýrnar úti baula á bás og biðja um meisa sína, féið allt er undir lás og ærnar stráin tína. Hneggjar klár hátt við stall, hristir makkann löngum. Kyndir tunglið kynjaglóð í köldum bæjargöngum. 136 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.